Bókamerkið – Furðusögur og ungmennabækur

Katrín Lilja og Rebekka Sif ræða um furðusögur og ungmennabækur. Athygli vekur að stór hluti ungmennabóka í ár eru furðusögur. Í raun flokkast furðusögur oft til ungmennabóka, en er það rétt? Eru allar furðusögur ungmennabækur? Og eiga furðusögur eingöngu erindi til ungmenna? Hvað ræður því hvort furðusaga flokkist sem ungmennabók eða bók fyrir fullorðna? Hvað er eiginlega furðusaga!?

Kristín Björg Sigurvinsdóttir, höfundur Dóttur hafsins, er gestur í þættinum og Katrín Lilja hitti Alexander Dan, höfund Skammdegisskugga og Vætta, á Bríetarreitnum til að ræða stöðu furðusagna á Íslandi.

Einnig ræða Katrín Lilja og Rebekka Sif um nýútkomnar ungmennabækur og þær bækur sem flokkast sem furðusögur í flokki skáldsagna fyrir fullorðna.

Gerð þáttanna er styrkt af Miðstöð íslenskra bókmennta.

 

Lestu þetta næst

Aðferðir til að lifa af

Aðferðir til að lifa af

Gáfaða dýrið er fimmta bók Sæunnar Kjartansdóttur en bókin kom út núna á vormánuðum 2024. Sæunn er...

Verur sem þjást

Verur sem þjást

Dani er venjuleg kona. Hún er komin níu mánuði á leið með dóttur sína Lotte, hún var að flytja...

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar Eden í Tjarnarbíó.  Í Tjarnarbíó hefur salnum verið breytt í náið rými....

Falskur léttleiki

Falskur léttleiki

Eyja er ung kona sem vinnur á fréttamiðli. Hún hefur verið í sambandi síðustu átta árin og býr...

Refarím og kanínukvæði

Refarím og kanínukvæði

Barnabækurnar Sokkarnir hans Rebba og Kanínan vill kúra eru nýlega komnar út í íslenskri þýðingu. Um er að ræða harðspjalda bækur með flipamyndum eftir breska höfundinn Julia Donaldson og hinn þýska myndhöfund Axel Scheffler.