Bókamerkið – Furðusögur og ungmennabækur

Katrín Lilja og Rebekka Sif ræða um furðusögur og ungmennabækur. Athygli vekur að stór hluti ungmennabóka í ár eru furðusögur. Í raun flokkast furðusögur oft til ungmennabóka, en er það rétt? Eru allar furðusögur ungmennabækur? Og eiga furðusögur eingöngu erindi til ungmenna? Hvað ræður því hvort furðusaga flokkist sem ungmennabók eða bók fyrir fullorðna? Hvað er eiginlega furðusaga!?

Kristín Björg Sigurvinsdóttir, höfundur Dóttur hafsins, er gestur í þættinum og Katrín Lilja hitti Alexander Dan, höfund Skammdegisskugga og Vætta, á Bríetarreitnum til að ræða stöðu furðusagna á Íslandi.

Einnig ræða Katrín Lilja og Rebekka Sif um nýútkomnar ungmennabækur og þær bækur sem flokkast sem furðusögur í flokki skáldsagna fyrir fullorðna.

Gerð þáttanna er styrkt af Miðstöð íslenskra bókmennta.

 

Lestu þetta næst

Drekar, dauði og erótík

Drekar, dauði og erótík

Hafi man eitthvað fylgst með bókaumræðum á samfélagsmiðlum á þessu ári þá er ansi líklegt að man...

Bækur inn um lúgu

Bækur inn um lúgu

Það er eitthvað fallegt við að fá póstsendingu inn um lúguna. Þá meina ég ekki auglýsingabæklinga...

Það er húmor í lauginni

Það er húmor í lauginni

Sund í Tjarnarbíó Klórlyktin gýs upp þegar maður gengur í salinn og ber augum glæsilega sundlaug...

Bumba er best

Bumba er best

Bekkurinn minn er sería barnabóka sem gerast í íslenskum veruleika eftir Yrsu Þöll Gylfadóttur og...