Bókamerkið – Furðusögur og ungmennabækur

2. desember 2020

Katrín Lilja og Rebekka Sif ræða um furðusögur og ungmennabækur. Athygli vekur að stór hluti ungmennabóka í ár eru furðusögur. Í raun flokkast furðusögur oft til ungmennabóka, en er það rétt? Eru allar furðusögur ungmennabækur? Og eiga furðusögur eingöngu erindi til ungmenna? Hvað ræður því hvort furðusaga flokkist sem ungmennabók eða bók fyrir fullorðna? Hvað er eiginlega furðusaga!?

Kristín Björg Sigurvinsdóttir, höfundur Dóttur hafsins, er gestur í þættinum og Katrín Lilja hitti Alexander Dan, höfund Skammdegisskugga og Vætta, á Bríetarreitnum til að ræða stöðu furðusagna á Íslandi.

Einnig ræða Katrín Lilja og Rebekka Sif um nýútkomnar ungmennabækur og þær bækur sem flokkast sem furðusögur í flokki skáldsagna fyrir fullorðna.

Gerð þáttanna er styrkt af Miðstöð íslenskra bókmennta.

 

Lestu þetta næst

Marglaga og mannlegur Laddi

Marglaga og mannlegur Laddi

Ég var mjög óviss þegar ég sá fyrstu auglýsingar birtast fyrir nýja sýningu um líf og störf Ladda...

Hratt, hratt…hægt

Hratt, hratt…hægt

Mér er það afar minnisstætt þegar ég fletti fyrst í gegnum Reese's Book Club í leit minni að góðri...

Ég er ofurhetja

Ég er ofurhetja

Kapteinn Frábær í Tjarnarbíó. Kapteinn Frábær er engin venjuleg hetja. Eða er hann kannski allra...

Dásamlega upplífgandi

Dásamlega upplífgandi

Á dögunum var ég í leit að góðri ástarsögu, the Guardian var með fínustu samantekt þar sem...