Raunir heimilislæknis

28. september 2021

Næsti – Raunir heimilislæknis eftir Ninu Lykke hlaut Brage Prisen í Noregi árið 2019. Bókin er þriðja skáldsaga Lykke. Bókin kom út hjá Benedikt bókaútgáfu árið 2020 og vakti að mínu viti ekki svo mikla athygli þegar hún kom út í íslenskri þýðingu Bjarna Jónssonar. Mögulega má þar kenna um frekar óáhugaverðri kápu. Það mætti segja að bókin sé svona bók sem fréttist á milli fólks, þessi sem rís hægt upp á leslistanum eftir því sem fleiri hrósa henni.

Samstarfskona mín mælti með bókinni við mig fyrir sumarið. En hver bók á sér sinn tíma og það var ekki fyrr en í haust sem ég loksins komst í að lesa hana. Strax á fyrstu síðum bókarinnar sá ég að þetta væri bókin sem myndi rífa mig upp úr lestrarlægðinni sem hafði gengið yfir mig í hryðjum allt síðan um mitt sumar.

Hræsni, samskipti og kulnaður heimilislæknir

Næsti segir frá heimilislækninum Elínu; konu með tvær uppkomnar dætur, eiginmann, tuttugu ára starfsferil og fullkomið heimili. Í fjölda ára hefur hún starfað á sömu læknastofunni – metnaðurinn fyrir vinnunni er löngu horfinn á braut og samúð með skjólstæðingum sömuleiðis. Þegar hún endurnýjar kynnin við gamlan kærasta fer allur heimur hennar á hvolf. Eða er þetta „á hvolf“?

Lykke gagnrýnir harðlega vestrænt hræsnisamfélag í bókinni. Pólitískur rétttrúnaður er skoraður á hólm. Hún gagnrýnir þörf fólks eftir því að fá alltaf „það sem það á rétt á“ án þess að hugsa um samfélagið. Einstaklingshyggjan er að ganga af fólki dauðu. Beinskeitt gagnrýnin og húmorinn er samt ekki það sem fékk mig til að gleypa bókina í mig í einum bita. Það gengur bara einhvern veginn allt upp. Lykke tekur fyrir stöðnun í sambandi, samskiptaleysi, fjölskyldutengsl og hamingjuna, í öllu sínu valdi, í bókinni og fléttar því saman í eina meinhæðna skáldsögu.

Heimilislæknirinn þinn?

Ég hló ansi oft upphátt við lesturinn, hafði mjög gaman af samræðum Elínar og Tore, beinargrindarinnar á stofunni hennar. Elín er skemmtilega beinskeitt persóna sem auðvelt er að elska og líta niður á á sama tíma. Samskipti hennar og skoðanir á sjúklingum eru endalaus uppspretta húmors og gleði.

Eitt er víst, ég mun aldrei líta heimilislækna sömu augum eftir lestur bókarinnar.

Lestu þetta næst

Hamingjusöm sögulok?

Hamingjusöm sögulok?

Þessi umfjöllun inniheldur spilla.  Ég er nýflutt í íbúð með góðar svalir sem baðaðar eru...

Hinsegin hugarheimur

Hinsegin hugarheimur

Sjálfsævisögulegi söngleikurinn Góðan daginn faggi kom fyrst á svið árið 2021 og hlaut mikið og...

Að sleppa tökunum

Að sleppa tökunum

Spennusagan Bylur er önnur bók höfundarins Írisar Aspar Ingjaldsdóttur sem hefur áður gefið út...

Mega þorskar segja frá?

Mega þorskar segja frá?

Þorskasaga  eftir HAFstein Níelsson og Ólíver Þors(k)teinsson    Nú er loksins komið að því! Ég...

Ég vil bara að einhver muni

Ég vil bara að einhver muni

Ég vil bara að einhver muniGunnella eftir Kötlu Þórudóttur Njálsdóttur hjá Afturámóti Á sviðinu er...

Rústaðu mér

Rústaðu mér

Vinkona mín gerði mér á dögunum tilboð sem ég gat ekki hafnað. Hún var með tæplega 800 blaðsíðna...