Dagana 5.-7. nóvember verður haldin furðusagnahátíðin IceCon í Veröld, Húsi Vigdísar Finnbogadóttur. Hátíðin er haldin í þriðja sinn hér á Íslandi og er í stíl erlendra furðusagnahátíða líkt og WorldCon og EuouroCon.

IceCon er opin öllum og hvetur Lestrarklefinn alla til að mæta á hátíðina. Meðal heiðursgesta í ár eru Hildur Knútsdóttir, Mary Robinette Kowal, bandarískur rithöfundur sem nýverið vann Nebula, Hugo og Locus verðlaunin öll fyrir skáldsöguna Calculating Stars og Ted Chiang, sem einnig hefur unnið Nebula, Hugo og Locus verðlauninn fyrir smásögurnar sínar. Sagan hans “The Story of Your Life” varð gerð að Hollywood myndinni Arrival árið 2017.

Á síðu Lestrarklefans má nálgast umfjallanir um fjölda bóka eftir höfunda sem eru gestir á hátíðinni.

Hægt er að nálgast dagskrá hátíðarinnar hér.

Lestu þetta næst

Í heimi Juliu Quinn

Í heimi Juliu Quinn

  Nú þegar þriðja serían af Bridgerton fer bráðum í loftið er kannski kominn tími til að ég...

Er þetta gaman?

Er þetta gaman?

Er þetta gaman?  Félagsskapur með sjálfum mér í Tjarnarbíó Á sviðinu er legubekkur, örfáar bækur,...