Emil Hjörvar Petersen hefur skrifað tvær bækur fyrir Storytel Original; Ó, Karítas og Hælið. Sú breyting er þó á útgáfu hljóðbókarinnar Hælið að henni fylgir líka prentuð bók og því tekur Storytel þátt í hinu íslenska jólabókaflóði.

Hælið er hrollvekja úr íslenskum veruleika. Sagan segir af Uglu og fjölskyldu hennar. Ugla er óskaplega venjulegur Kópavogsbúi, verslunarstjóri í Bónus, á tvo unglinga, mann og íbúð í fjölbýlishúsi. Henni sinnast við nágranna sinn, sem er sérvitur listamaður. Á sama tíma fara að eiga sér stað undarlegir atburðir í nágrenni hennar. Þegar sonur hennar hverfur á dularfullan hátt hefst atburðarrás sem dregur Uglu í gegnum tíma og rúm og Kópavogshæli kemur mikið við sögu.

Hrollur að kvöldi

Emil Hjörvar sækir efnivið sinn úr sögu staðarins í kringum Kópavogshæli. Þar var áður þingstaður og aftökustaður. Reimleikana í kringum Hælið er hægt að rekja þangað í sögunni. Einnig koma við sögu berklasjúklingar af Kópavogshæli og holdsveikisjúklingar. Það er því komið við á ansi mörgum stöðum. Allt er það hluti af flókinni fléttu en Emil heldur fast í alla þræðina og dregur þá á rétta staði, og lesandann með.

Góð hrollvekja verður að vekja hroll og skapa andvökunætur. Fyrri hluti bókarinnar uppfyllti þau skilyrði. Þegar fötin á snaganum í svefnherberginu voru farin að minna á mannverur fannst mér nóg um, lokaði bókinni og reyndi að hugsa fallegar hugsanir. Mér fannst Emil Hjörvar aðeins of fljótur að afhjúpa illmennið í sögunni og fyrir vikið varð bókin að spennusögu seinni hluta bókarinnar. Hið dularfulla var opinberað of snemma. En sem hrollvekjandi spennusaga stóð bókin vel undir sér. Fléttan í bókinni var ekkert of flókin framan af, frekar dularfull, en þegar tímaferðalag bætist inn í það þá verður hún óhjákvæmilega flóknari. Það er bara eitthvað við tímaferðalög sem beygla á manni heilann.

Ég hafði gaman af því að láta hræða mig með Hælinu. Stíll Emils er þægilegur og auðlesinn og fyrir vikið er bókin fljótlesin líka. Fyrri hlutinn var hrollvekjandi og virkjaði ímyndunaraflið svo um munaði.

Lestu þetta næst

Martraðakennd en stórskemmtileg sorgarvegferð

Martraðakennd en stórskemmtileg sorgarvegferð

Sorg og sorgarúrvinnsla, að sættast við dauðann, að sættast við það að vera ófullkomin manneskja með ófullkomin tengsl við aðra. Þetta eru aðalumfjöllunarefni Birnis Jóns Sigurðssonar í nýjasta leikverki hans Sýslumaður dauðans sem er nú í sýningu í Borgarleikhúsinu. 

Góðmæðraskólinn

Góðmæðraskólinn

Varst þú að eignast barn? Ertu bugað heima með ungviðið og langar bara í smá pásu frá serjósi,...

Glöggt er gests augað

Glöggt er gests augað

Fyrir nokkrum árum komst ég að því að finnsk kona að nafni Satu Rämö, sem búsett væri á Ísafirði,...

Jarðsyngdu mig

Jarðsyngdu mig

Ég fékk ljósbláa bók að gjöf. Framan á kápu stendur aðeins titill verksins með smáu, hvítu letri....