Bækur fyrir alla fjölskylduna

Ég veit fátt betra en að setjast niður með góða myndabók og lítinn kropp í kjöltu. Saman skoðum við eða lesum saman bók. Nándin í stundum sem þessum verður oft mikil, umræðurnar líflegar, afslöppunin djúp bæði hjá mér og krílinu sem lesið er fyrir. Jafnvel þegar börnin verða eldri þá sækja þau í stundir sem þessar til að fá ró í hugann, ná sér í samverustund eða bara til að heyra góða sögu.

Á síðustu árum hafa komið nokkrar bækur út sem myndu flokkast sem fjölskyldubækur. Það eru bækur sem tala til allra í fjölskyldunni þvert á aldur. Sem dæmi má nefna bækur Hjörleifs Hjartarsonar og Ránar Flygenring – Hestar, Fuglar og Sagan um Skarphéðin Dungal, Bál tímans eftir Arndísi Þórarinsdóttur,  eftir Evu Rún Þorgeirsdóttur og Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og fleiri bækur. Þetta eru bækur sem eru kannski aðeins flóknari en venjulegar barnabækur, en eiga engu að síður erindi til barnanna. Þetta eru bækurnar sem segja frá reynsluheimi barna sem fullorðnir þurfa að heyra um. Þetta eru bækur sem við lesum saman og fræðumst af, þvert á kynslóðir.

Hvaða fjölskyldubók lesið þið saman?

#Lestrarklefinn #fjölskyldubók

Lestu þetta næst

Aðferðir til að lifa af

Aðferðir til að lifa af

Gáfaða dýrið er fimmta bók Sæunnar Kjartansdóttur en bókin kom út núna á vormánuðum 2024. Sæunn er...

Verur sem þjást

Verur sem þjást

Dani er venjuleg kona. Hún er komin níu mánuði á leið með dóttur sína Lotte, hún var að flytja...

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar Eden í Tjarnarbíó.  Í Tjarnarbíó hefur salnum verið breytt í náið rými....

Falskur léttleiki

Falskur léttleiki

Eyja er ung kona sem vinnur á fréttamiðli. Hún hefur verið í sambandi síðustu átta árin og býr...

Refarím og kanínukvæði

Refarím og kanínukvæði

Barnabækurnar Sokkarnir hans Rebba og Kanínan vill kúra eru nýlega komnar út í íslenskri þýðingu. Um er að ræða harðspjalda bækur með flipamyndum eftir breska höfundinn Julia Donaldson og hinn þýska myndhöfund Axel Scheffler.