Bækur fyrir alla fjölskylduna

Ég veit fátt betra en að setjast niður með góða myndabók og lítinn kropp í kjöltu. Saman skoðum við eða lesum saman bók. Nándin í stundum sem þessum verður oft mikil, umræðurnar líflegar, afslöppunin djúp bæði hjá mér og krílinu sem lesið er fyrir. Jafnvel þegar börnin verða eldri þá sækja þau í stundir sem þessar til að fá ró í hugann, ná sér í samverustund eða bara til að heyra góða sögu.

Á síðustu árum hafa komið nokkrar bækur út sem myndu flokkast sem fjölskyldubækur. Það eru bækur sem tala til allra í fjölskyldunni þvert á aldur. Sem dæmi má nefna bækur Hjörleifs Hjartarsonar og Ránar Flygenring – Hestar, Fuglar og Sagan um Skarphéðin Dungal, Bál tímans eftir Arndísi Þórarinsdóttur,  eftir Evu Rún Þorgeirsdóttur og Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og fleiri bækur. Þetta eru bækur sem eru kannski aðeins flóknari en venjulegar barnabækur, en eiga engu að síður erindi til barnanna. Þetta eru bækurnar sem segja frá reynsluheimi barna sem fullorðnir þurfa að heyra um. Þetta eru bækur sem við lesum saman og fræðumst af, þvert á kynslóðir.

Hvaða fjölskyldubók lesið þið saman?

#Lestrarklefinn #fjölskyldubók

Lestu þetta næst

Drekar, dauði og erótík

Drekar, dauði og erótík

Hafi man eitthvað fylgst með bókaumræðum á samfélagsmiðlum á þessu ári þá er ansi líklegt að man...

Bækur inn um lúgu

Bækur inn um lúgu

Það er eitthvað fallegt við að fá póstsendingu inn um lúguna. Þá meina ég ekki auglýsingabæklinga...

Það er húmor í lauginni

Það er húmor í lauginni

Sund í Tjarnarbíó Klórlyktin gýs upp þegar maður gengur í salinn og ber augum glæsilega sundlaug...

Bumba er best

Bumba er best

Bekkurinn minn er sería barnabóka sem gerast í íslenskum veruleika eftir Yrsu Þöll Gylfadóttur og...