Bækur fyrir alla fjölskylduna

16. mars 2022

Ég veit fátt betra en að setjast niður með góða myndabók og lítinn kropp í kjöltu. Saman skoðum við eða lesum saman bók. Nándin í stundum sem þessum verður oft mikil, umræðurnar líflegar, afslöppunin djúp bæði hjá mér og krílinu sem lesið er fyrir. Jafnvel þegar börnin verða eldri þá sækja þau í stundir sem þessar til að fá ró í hugann, ná sér í samverustund eða bara til að heyra góða sögu.

Á síðustu árum hafa komið nokkrar bækur út sem myndu flokkast sem fjölskyldubækur. Það eru bækur sem tala til allra í fjölskyldunni þvert á aldur. Sem dæmi má nefna bækur Hjörleifs Hjartarsonar og Ránar Flygenring – Hestar, Fuglar og Sagan um Skarphéðin Dungal, Bál tímans eftir Arndísi Þórarinsdóttur,  eftir Evu Rún Þorgeirsdóttur og Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og fleiri bækur. Þetta eru bækur sem eru kannski aðeins flóknari en venjulegar barnabækur, en eiga engu að síður erindi til barnanna. Þetta eru bækurnar sem segja frá reynsluheimi barna sem fullorðnir þurfa að heyra um. Þetta eru bækur sem við lesum saman og fræðumst af, þvert á kynslóðir.

Hvaða fjölskyldubók lesið þið saman?

#Lestrarklefinn #fjölskyldubók

Lestu þetta næst

Hamingjusöm sögulok?

Hamingjusöm sögulok?

Þessi umfjöllun inniheldur spilla.  Ég er nýflutt í íbúð með góðar svalir sem baðaðar eru...

Hinsegin hugarheimur

Hinsegin hugarheimur

Sjálfsævisögulegi söngleikurinn Góðan daginn faggi kom fyrst á svið árið 2021 og hlaut mikið og...

Að sleppa tökunum

Að sleppa tökunum

Spennusagan Bylur er önnur bók höfundarins Írisar Aspar Ingjaldsdóttur sem hefur áður gefið út...

Mega þorskar segja frá?

Mega þorskar segja frá?

Þorskasaga  eftir HAFstein Níelsson og Ólíver Þors(k)teinsson    Nú er loksins komið að því! Ég...

Ég vil bara að einhver muni

Ég vil bara að einhver muni

Ég vil bara að einhver muniGunnella eftir Kötlu Þórudóttur Njálsdóttur hjá Afturámóti Á sviðinu er...

Rústaðu mér

Rústaðu mér

Vinkona mín gerði mér á dögunum tilboð sem ég gat ekki hafnað. Hún var með tæplega 800 blaðsíðna...