Lattelepjandi Miðbæjarrottan og biluðu leiðslurnar

Vatn og vatnsveita er munaður sem maður tekur oftar en ekki sem sjálfsögðum hlut. Að skrúfa frá krana er einfalt og þægilegt og eitthvað sem maður hugsar ekki mikið út í. En hvað gerist þegar vatnið er ekki til staðar? Þegar ekkert rennur úr krananum?

Þetta er einmitt það sem gerist hjá Miðbæjarrottunni Rannveigu í bókinni Miðbæjarrottan – þetta kemur allt með kalda vatninu. Bókin er skrifuð af Auði Þórhallsdóttur sem jafnframt er myndhöfundur bókarinnar. Bókin er gefin út af litlu bókaútgáfunni Skriðu, sem er með aðsetur á Patreksfirði. Þetta er önnur bókin um Miðbæjarrottuna, en í fyrri bókinni, Miðbæjarrottan – Borgarsaga, leitar Rannveig að frænku sinni sem er týnd í borginni. Í gegnum söguna kynnist lesandinn sögu Reykjavíkur og fjölmörgum styttum borgarinnar, sem eru oftar en ekki af karlmönnum.

Saga vatnsins í Reykjavík

Í nýju bókinni skoðar Rannveig sögu vatnsins í Reykjavík. Hún þarf nefnilega að komast að því hvers vegna ekkert vant renni úr krananum hjá henni, sem setur alla morgunrútínuna hennar í uppnám. Hún nær ekki einu sinni að fá sér morgunkaffið! Rannveig og amma Bardúsa hefja því leiðangur sem leiðir þær upp Laugaveginn, um holræsi og að pípunum sem leynast í götunum. Rannveig kemst að því að áður fyrr hafi ekki verið nein skolpræsi, nokkuð sem er mjög vel sett fram í myndum bókarinnar. Kúkurinn vakti lukki hjá fjögurra ára álitsgjafa Lestrarklefans.

Bækurnar um Miðbæjarrottuna Rannveigu eru fræðandi bækur um miðbæ Reykjavíkur og sögu borgarinnar. Í þeim leynast líka skemmtilegir brandarar, þá helst í gegnum myndlýsinguna. Í fyrri bókinni var til dæmis mjög gaman að leita að týndu frænkunni á síðum bókarinnar og kom hún sér oftar en ekki í skoplegar aðstæður.

Niðurstaða Rannveigar og ömmu Bardúsu á vatnsleysinu er svo sú að lagnarotturnar voru að laga pípurnar og skrúfað hafði verið fyrir vatnið og gleymst að láta Rannveigu vita, eitthvað sem við fullorðna fólkið getum tengt við.

Miðbæjarrottan – Þetta kemur allt með kalda vatninu er fróðleg bók um sögu vatnsins í Reykjavík. Sagan er sögð á léttum nótum með með texta og myndum og húmorinn er í myndlýsingunni. Álitsgjafi Lestrarklefans, sá fjögurra ára, var hrifinn af bókinni.

 

Lestu þetta næst

Aðferðir til að lifa af

Aðferðir til að lifa af

Gáfaða dýrið er fimmta bók Sæunnar Kjartansdóttur en bókin kom út núna á vormánuðum 2024. Sæunn er...

Verur sem þjást

Verur sem þjást

Dani er venjuleg kona. Hún er komin níu mánuði á leið með dóttur sína Lotte, hún var að flytja...

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar Eden í Tjarnarbíó.  Í Tjarnarbíó hefur salnum verið breytt í náið rými....

Falskur léttleiki

Falskur léttleiki

Eyja er ung kona sem vinnur á fréttamiðli. Hún hefur verið í sambandi síðustu átta árin og býr...

Refarím og kanínukvæði

Refarím og kanínukvæði

Barnabækurnar Sokkarnir hans Rebba og Kanínan vill kúra eru nýlega komnar út í íslenskri þýðingu. Um er að ræða harðspjalda bækur með flipamyndum eftir breska höfundinn Julia Donaldson og hinn þýska myndhöfund Axel Scheffler.