Daníel Daníelsson er menntaður í sagnfræði og ritlist og hefur nú gefið út sitt annað skáldverk, Bara Edda, undir merkjum Pirrandi útgáfu. Bróður – eða systurverk bókarinnar er Ógeðslegir hlutir eftir Sunnevu Kristínu, sem lesa má um hér, en báðar eru bækurnar ljóðrænar smásögur, smásagnaleg ljóðasöfn, jafnvel örskáldsögur, sem liggja á mörkum bókmenntategunda og anda ferskum blæ inn í jólabókaflóðið góða.

Áður hefur Daníel gefið út ljóðabókina/skrifblokkina Ég get ekki hætt að hugsa um Rithöfundasamband Íslands árið 2023. 

 

Hús verður til 

Í Bara Eddu fylgjumst við með Eddu, húsi íslenskunnar, vaxa úr grasi, frá því að vera hola í að verða að húsi. Um leið fylgjumst við með þeim sem sækja húsið heim. Skjalavörðum, rottum, tyggjóklessum, elskhugum, húsvörðum og öllum hinum, sem reika í ljóðrænum margbreytileika um ranghala íslenskunnar og húsið sem hana verndar.

„Tungan skoppar eins og amma sér hana skoppa, niður þrepin og upp í málleysingja.“

bls. 101

Fyndið og fljótandi bókmenntaverk

Bókin er mjög fyndin, næm og sterk, og heldur lesanda á tánum með því að halda mörkum veruleika og hins skáldlega loðnum. Það gerir það meðal annars með því að vísa í formæður ljóðmælanda, að hringla með kynjuð fornöfn, og bjóða upp á misvísandi upplýsingar á milli síðna. Er ljóðmælandinn húsið sjálft? Er hver hæð að tala við lesanda, segja honum leyndarmál sín og upplifanir? Amma kemur fyrir í skáletruðum milliköflum, er hún Edda sögunnar, Edda eins og formóðir, amma okkar allra? Er ljóðmælandi þjóðin í heild sinni? Skiptir það máli? Hvert sem svarið er leyfi ég hverjum lesanda að ákveða fyrir sig, en ég mæli eindregið með að láta sig hverfa ofan í frjóan og áhugaverðan hugarheim Daníels sem veltist um í tómarúmi íslenskunnar, ljóðanna og orðanna.

Lestu þetta næst

Mjóifjörður kallar

Mjóifjörður kallar

„Ég get nú ekki sagt að ég hafi kunnað vel við mig á frumkvöðlanámskeiðinu en mér þótti gaman að...

Heillandi jóladraumar

Heillandi jóladraumar

Íslenski dansflokkurinn býður upp á Jóladrauma þessa aðventu. Um er að ræða danssýningu fyrir börn...

Næturbrölt

Næturbrölt

Í fyrra lásum ég og drengurinn minn bókina Tannburstunardagurinn mikli og vorum hæstánægð. Næsta...

Að ánetjast eldri konum

Að ánetjast eldri konum

Ég hef verið áðdáandi Evu Rúnar núna í þónokkur ár. Ljóðabækurnar hennar og örsagnasöfn hafa verið...