Tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar

Síðasta laugardag 2. mars voru tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar tilkynntar í Gerðubergi við hátíðlega athöfn. Veitt eru verðlaun í þremur flokkum og eru fimm bækur tilnefndar í hverjum þeirra. Flokkarnir eru frumsamdar barnabækurmyndlýstar bækur og þýddar bækur. Verðlaunin verða afhent síðasta vetrardag í Höfða.

 

 

 

 

Tilnefningarnar voru í hverjum flokki fyrir sig:

 

Frumsamdar barnabækur
  • Ljónið eftir Hildi Knútsdóttur
  • Rotturnar eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur
  • Silfurlykillinn eftir Sigrúnu Eldjárn
  • Svarthol Hvað gerist ef ég dett ofan í? eftir Sævar Helga Bragason
  • Sölvasaga Daníelssonar eftir Arnar Má Arngrímsson

 

Myndlýstar bækur
  • Ljóðpundari með myndlýsingum Sigrúnar Eldjárn og ljóðum eftir Þórarin Eldjárn
  • Sagan um Skarphéðin Dungal sem setti fram nýjar kenningar um eðli alheimsins myndlýst af Rán Flygenring við texta Hjörleifs Hjartarsonar
  • Milli svefns og vöku með myndum Laufeyjar Jónsdóttur við texta Önnu Margrétar Björnsson
  • Sjúklega súr saga, myndlýst af Halldóri Baldurssyni með texta eftir Sif Sigmarsdóttur
  • Snuðra og Tuðra eiga afmæli, myndlýst af Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur við texta Iðunnar Steinsdóttur

 

Þýddar bækur (þýðendur tilnefndir)
  • Guðni Kolbeinsson fyrir þýðingu á Villimærin fagra eftir Philip Pullman
  • Þórdís Bachmann fyrir bók 2 í bókaflokknum Hvísl hrafnanna eftir Malene Sølvsten
  • Erla E. Völudóttir fyrir Ferðalagið eftir Timo Parvela og Björn Sortland
  • Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson fyrir Meira af Rummungi ræningja eftir Otfried Preußler
  • Jóns St. Kristjánssonar á Seiðmenn hins forna eftir Cressida Cowell

Lestu þetta næst

Eins konar dans

Eins konar dans

Moldin heit er önnur skáldsaga Birgittu Bjargar Guðmarsdóttur en fyrir hana hlaut hún...