Tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar

4. mars 2019

Síðasta laugardag 2. mars voru tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar tilkynntar í Gerðubergi við hátíðlega athöfn. Veitt eru verðlaun í þremur flokkum og eru fimm bækur tilnefndar í hverjum þeirra. Flokkarnir eru frumsamdar barnabækurmyndlýstar bækur og þýddar bækur. Verðlaunin verða afhent síðasta vetrardag í Höfða.

 

 

 

 

Tilnefningarnar voru í hverjum flokki fyrir sig:

 

Frumsamdar barnabækur
  • Ljónið eftir Hildi Knútsdóttur
  • Rotturnar eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur
  • Silfurlykillinn eftir Sigrúnu Eldjárn
  • Svarthol Hvað gerist ef ég dett ofan í? eftir Sævar Helga Bragason
  • Sölvasaga Daníelssonar eftir Arnar Má Arngrímsson

 

Myndlýstar bækur
  • Ljóðpundari með myndlýsingum Sigrúnar Eldjárn og ljóðum eftir Þórarin Eldjárn
  • Sagan um Skarphéðin Dungal sem setti fram nýjar kenningar um eðli alheimsins myndlýst af Rán Flygenring við texta Hjörleifs Hjartarsonar
  • Milli svefns og vöku með myndum Laufeyjar Jónsdóttur við texta Önnu Margrétar Björnsson
  • Sjúklega súr saga, myndlýst af Halldóri Baldurssyni með texta eftir Sif Sigmarsdóttur
  • Snuðra og Tuðra eiga afmæli, myndlýst af Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur við texta Iðunnar Steinsdóttur

 

Þýddar bækur (þýðendur tilnefndir)
  • Guðni Kolbeinsson fyrir þýðingu á Villimærin fagra eftir Philip Pullman
  • Þórdís Bachmann fyrir bók 2 í bókaflokknum Hvísl hrafnanna eftir Malene Sølvsten
  • Erla E. Völudóttir fyrir Ferðalagið eftir Timo Parvela og Björn Sortland
  • Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson fyrir Meira af Rummungi ræningja eftir Otfried Preußler
  • Jóns St. Kristjánssonar á Seiðmenn hins forna eftir Cressida Cowell

Lestu þetta næst

Off the Grið

Off the Grið

Aftenging er fyrsta bók lögfræðingsins Árna Helgasonar og kom út hjá Bjarti á dögunum. ...

Sú besta hingað til

Sú besta hingað til

Bókaútgáfan Bókabeitan hefur verið hvað duglegust að veita fantasíuunnendum lesefni. Síðustu ár...

Glóandi hættulestur

Glóandi hættulestur

Blaka er nýjasta bók Ránar Flygenring rithöfundar og myndhöfundar. Í fyrra tefldi hún fram líklega...