Alþjóðleg bókmenntaveisla í Reykjavík

Alþjóðlega bókmenntahátíðin í Reykjavík verður haldin næstu daga. Hátíðin var sett í dag í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Dagskrá fer þó að öllu leiti fram í Reykjavík eftir það í Norrænahúsinu, Iðnó og Veröld, húsi Vigdísar 24.-27. apríl. Dagskrá hátíðarinnar er æði fjölbreytt í ár og er þar að finna höfundasamtöl um glæpasögur, kvikmyndaaðlögun, fjölskyldusögur og fleira. Hátíðin og dagskrá hennar er opin öllum og aðgangur er ókeypis.

Íslenskir og erlendir höfundar verða á staðnum til að ræða við gesti. Bækur eftir erlenda höfunda á hátíðinni hafa komið út í íslenskri þýðingu síðustu vikur og mánuði. Lestrarklefinn hvetur áhugasama til að kynna sér dagskrá hátíðarinnar og velja sér að minnsta kosti einn viðburð til að sækja.

Verðlaun í nafni Halldórs Laxness veitt í fyrsta sinn

Á sumardaginn fyrsta verður haldið alþjóðlegt þing um Halldór Laxness í Veröld, húsi Vigdísar. Fjallað verður um Laxness í fjölbreyttu samhengi. Fyrirlesarar eru Gerður Kristný, John Freeman, Mímir Kristjánsson, Auður Jónsdóttir, Halldór Guðmundsson, Karin Haugen og Tore Renberg. Á þinginu verður jafnframt tilkynnt hver hlýtur Alþjoðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness, en verðaunin eru veitt í fyrsta sinn.

Fyrir börnin

Sérstök barnadagskrá verður fimmtudaginn 25. apríl, sumardaginn fyrsta. Börnum flóttamanna og hælisleitenda er boðið að fagna sumrinu með bóklestri og smiðjum í barnabókasafni Norræna hússins í samtarfi við Rauða krossinn, IBBY á Íslandi og Norræna húsið. Leiðsögn verður um sýninguna Barnabókaflóðið á arabísku og lesið verður úr bókum Áslaugar Jónsdóttur á arabísku. Sýningin Barnabókaflóðið verður opin öllum  þennan dag sem og aðra daga hátíðarinnar.

Laugardaginn 27. apríl verður boðið upp á smiðjur og sögustundir fyrir börn og mun norski rithöfundurinn Maja Lunde vera með sögustund fyrir yngstu börnin sem fram fer á norsku en einnig verður lesið á íslensku. Sagnaþulur mætir og segir krökkunum sögur.

Pólskar bókmenntir og bókaball

Í Menningarhúsinu í Gerðubergi verður dagskrá um pólskar bókmenntir í samstarfi við Borgarbókasafnið. Þar mun Jacek Godek flytja erindi um íslenskar bókmenntir í pólskum þýðingum og pólskar bókmenntir sem njóta nú mikillar hylli í heiminum en hafa þó lítið verið þýddar á íslensku enn sem komið er. Jacek hefur þýtt fjölda höfunda af íslensku á pólsku.

Bækur allra höfunda sem taka þátt í Bókmenntahátíð í Reykjavík verða fáanlegar í bókabúðum Eymundsson en jafnframt stendur Eymundsson fyrir bóksölu á öllum viðburðum hátíðarinnar. Formlegri dagskrá hátíðarinnar líkur svo laugardagskvöldið 27. apríl með Bókaballi. Þar geta lesendur og gestir hátíðarinnar stigið nokkur spor með uppáhaldshöfundinum sínum.

Höfundar á hátíðinni í ár eru:

Lestu þetta næst

Eins konar dans

Eins konar dans

Moldin heit er önnur skáldsaga Birgittu Bjargar Guðmarsdóttur en fyrir hana hlaut hún...