Anna Margrét Björnsdóttir

Anna Margrét er þýðandi, skúffuskáld og eilífðarstúdent, en hefur lokið grunnnámi í ensku og meistaranámi í hagnýtri ritstjórn og útgáfu. Hún býr í Mosfellsbæ, ásamt sambýlismanni sínum Elvari og kanínunni Móra. Þegar hún er ekki í vinnunni, að læra eða að lesa, syngur hún með Söngsveitinni Fílharmóníu eða spilar D&D með vinum sínum. Sem barn var hún afskaplega mikið fyrir bækur, raunar svo mikið að hátíðlegasti dagur ársins var þegar Bókatíðindi komu í hús fyrir jólin. Þau voru lesin spjaldanna á milli og merkt við allar álitlegustu bækurnar. Þær allra álitlegustu fengu 2-3 hök, í eins konar fyrirfram stjörnugjöf. Anna Margrét er gefin fyrir dystópískar ungmennasögur, furðusögur, glæpasögur og ástarsögur, en það rata allra bóka kvikindi inn í bókahillurnar hennar. Sem fullorðinn bókaormur hefur hún sætt sig við þá lykilstaðreynd lífsins að öll húsgögn eru fyrst og fremst geymslustaðir fyrir stafla af bókum sem stendur til að lesa.

Fleiri færslur: Anna Margrét Björnsdóttir

Röskun

Röskun

Við þurfum að tala saman um Röskun. Röskun er nýleg íslensk spennusaga sem kom út hjá Sölku í vor...

Sakbitin sæla

Sakbitin sæla

Játning. Þegar ég var unglingur elskaði ég Twilight bókaseríuna. Ég fékk fyrstu bókina í jólagjöf...

Dag einn í desember

Dag einn í desember

Bestu bækurnar eru yfirleitt bækurnar sem maður vill helst ekki klára og þannig var sambandi mínu...

Lestraráskorun 2019

Lestraráskorun 2019

Áramótin marka tímamót sem eru mörgum innblástur fyrir eins konar kaflaskil í lífinu. Nýtt upphaf...