Sagnagerð er lúmsk kúnst sem þarf að rækta. Í janúar kom saman hópur af upprennandi höfundum í ritlistarsmiðjunni Sögur til næsta bæjar. Í Háskóla Íslands er nefnilega hægt að taka ritlist sem aukafag á B.A. stigi. Þar geta háskólanemar kannað víðáttumiklar lendur ritlistarinnar í fjölbreyttum smiðjum þar sem allskyns form eru kennd, líkt og ljóðlist, handritaskrif, þýðingar og sagnagerð.

Á námskeiðinu urðu til ógrynni af margslungnum sögum, bæði smásögum, örsögum og smáprósum, sem höfundarnir ætla nú að deila á Lestrarklefanum í fjórar vikur í apríl og maí. Hver höfundur á eina sögu og eru þær ótengdar fyrir utan það að hafa verið skapaðar núna í vor.

Í sögunum má meðal annars kynnast konu með söfnunaráráttu, íslenskufræðingi með mikla minnimáttarkennd gagnvart stjarneðlisfræðingi, afturgöngu á gatnamótum, drengjum sem draga dauða á hunda á eftir sér, ketti sem borðar ekki brauð, konu sem týnist í þvottaleiðbeiningum og Sunnu sem uppgötvar sannleikann.

Ég vona að þið njótið lestursins en fyrsti sagnaskammturinn er nú kominn inn á síðuna undir yfirskriftinni Sögur til næsta bæjar. Þar má finna sögurnar Fræðingurinn eftir Hrafnhildi Ming Þórunnardóttur, Að halda þræði eftir Aðalheiði Halldórsdóttur, Orðlaus eftir Rögnvald Brynjar Rúnarsson og Heimalning eftir Arndísi Maríu Finnsdóttur. 

Skáldakveðjur,

Rebekka Sif Stefánsdóttir
Stundakennari við Háskóla Íslands og aðstoðarritstjóri Lestrarklefans

Lestu þetta næst

Martraðakennd en stórskemmtileg sorgarvegferð

Martraðakennd en stórskemmtileg sorgarvegferð

Sorg og sorgarúrvinnsla, að sættast við dauðann, að sættast við það að vera ófullkomin manneskja með ófullkomin tengsl við aðra. Þetta eru aðalumfjöllunarefni Birnis Jóns Sigurðssonar í nýjasta leikverki hans Sýslumaður dauðans sem er nú í sýningu í Borgarleikhúsinu. 

Góðmæðraskólinn

Góðmæðraskólinn

Varst þú að eignast barn? Ertu bugað heima með ungviðið og langar bara í smá pásu frá serjósi,...

Glöggt er gests augað

Glöggt er gests augað

Fyrir nokkrum árum komst ég að því að finnsk kona að nafni Satu Rämö, sem búsett væri á Ísafirði,...

Jarðsyngdu mig

Jarðsyngdu mig

Ég fékk ljósbláa bók að gjöf. Framan á kápu stendur aðeins titill verksins með smáu, hvítu letri....