Sagnagerð er lúmsk kúnst sem þarf að rækta. Í janúar kom saman hópur af upprennandi höfundum í ritlistarsmiðjunni Sögur til næsta bæjar. Í Háskóla Íslands er nefnilega hægt að taka ritlist sem aukafag á B.A. stigi. Þar geta háskólanemar kannað víðáttumiklar lendur ritlistarinnar í fjölbreyttum smiðjum þar sem allskyns form eru kennd, líkt og ljóðlist, handritaskrif, þýðingar og sagnagerð.

Á námskeiðinu urðu til ógrynni af margslungnum sögum, bæði smásögum, örsögum og smáprósum, sem höfundarnir ætla nú að deila á Lestrarklefanum í fjórar vikur í apríl og maí. Hver höfundur á eina sögu og eru þær ótengdar fyrir utan það að hafa verið skapaðar núna í vor.

Í sögunum má meðal annars kynnast konu með söfnunaráráttu, íslenskufræðingi með mikla minnimáttarkennd gagnvart stjarneðlisfræðingi, afturgöngu á gatnamótum, drengjum sem draga dauða á hunda á eftir sér, ketti sem borðar ekki brauð, konu sem týnist í þvottaleiðbeiningum og Sunnu sem uppgötvar sannleikann.

Ég vona að þið njótið lestursins en fyrsti sagnaskammturinn er nú kominn inn á síðuna undir yfirskriftinni Sögur til næsta bæjar. Þar má finna sögurnar Fræðingurinn eftir Hrafnhildi Ming Þórunnardóttur, Að halda þræði eftir Aðalheiði Halldórsdóttur, Orðlaus eftir Rögnvald Brynjar Rúnarsson og Heimalning eftir Arndísi Maríu Finnsdóttur. 

Skáldakveðjur,

Rebekka Sif Stefánsdóttir
Stundakennari við Háskóla Íslands og aðstoðarritstjóri Lestrarklefans

Lestu þetta næst

Aðferðir til að lifa af

Aðferðir til að lifa af

Gáfaða dýrið er fimmta bók Sæunnar Kjartansdóttur en bókin kom út núna á vormánuðum 2024. Sæunn er...

Verur sem þjást

Verur sem þjást

Dani er venjuleg kona. Hún er komin níu mánuði á leið með dóttur sína Lotte, hún var að flytja...

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar Eden í Tjarnarbíó.  Í Tjarnarbíó hefur salnum verið breytt í náið rými....

Falskur léttleiki

Falskur léttleiki

Eyja er ung kona sem vinnur á fréttamiðli. Hún hefur verið í sambandi síðustu átta árin og býr...

Refarím og kanínukvæði

Refarím og kanínukvæði

Barnabækurnar Sokkarnir hans Rebba og Kanínan vill kúra eru nýlega komnar út í íslenskri þýðingu. Um er að ræða harðspjalda bækur með flipamyndum eftir breska höfundinn Julia Donaldson og hinn þýska myndhöfund Axel Scheffler.