Mistur Huldu Hermannsdóttur

11. febrúar 2018

Mistur
Ragnar Jónasson
Veröld
Reykjavík, 2017

Ókunnugur maður bankar uppá hjá hjónum á Austurlandi tveimur dögum fyrir jól. Hríðarveður er úti og lítur allt út fyrir að maðurinn þurfi að eyða jólunum með þeim hjónum.
Lögreglukonan Hulda tekst á við erfiða atburði heima fyrir og hefur það áhrif á vinnu hennar. Allt í einu dúkkar upp mál á borðinu hjá henni sem hún getur ekki hætt að hugsa um.

Það var ekki fyrr en á síðu 83 sem ég varð loksins spennt fyrir þessari bók. Ég gerði þau mistök að taka hana með mér uppí rúm og gat ekki hætt fyrr en bókin var búin og klukkan var þá orðin hálf tvö að nóttu til.

Hulda er í þessari bók brothættari en við höfum séð hana áður og það liggur eitthvað ósagt í loftinu á milli hennar og Jóns eiginmanns hennar. Eftir því sem ég les fleiri bækur um lögreglukonuna Huldu þykir mér alltaf vænna um hana. Í hverri bók finnur maður alltaf nýtt púsl til þess að bæta í þetta fimmþúsund bita púsluspil sem Hulda Hermannsdóttir er.

Lestu þetta næst

Hamingjusöm sögulok?

Hamingjusöm sögulok?

Þessi umfjöllun inniheldur spilla.  Ég er nýflutt í íbúð með góðar svalir sem baðaðar eru...

Hinsegin hugarheimur

Hinsegin hugarheimur

Sjálfsævisögulegi söngleikurinn Góðan daginn faggi kom fyrst á svið árið 2021 og hlaut mikið og...

Að sleppa tökunum

Að sleppa tökunum

Spennusagan Bylur er önnur bók höfundarins Írisar Aspar Ingjaldsdóttur sem hefur áður gefið út...

Mega þorskar segja frá?

Mega þorskar segja frá?

Þorskasaga  eftir HAFstein Níelsson og Ólíver Þors(k)teinsson    Nú er loksins komið að því! Ég...

Ég vil bara að einhver muni

Ég vil bara að einhver muni

Ég vil bara að einhver muniGunnella eftir Kötlu Þórudóttur Njálsdóttur hjá Afturámóti Á sviðinu er...

Rústaðu mér

Rústaðu mér

Vinkona mín gerði mér á dögunum tilboð sem ég gat ekki hafnað. Hún var með tæplega 800 blaðsíðna...