Mistur Huldu Hermannsdóttur

Mistur
Ragnar Jónasson
Veröld
Reykjavík, 2017

Ókunnugur maður bankar uppá hjá hjónum á Austurlandi tveimur dögum fyrir jól. Hríðarveður er úti og lítur allt út fyrir að maðurinn þurfi að eyða jólunum með þeim hjónum.
Lögreglukonan Hulda tekst á við erfiða atburði heima fyrir og hefur það áhrif á vinnu hennar. Allt í einu dúkkar upp mál á borðinu hjá henni sem hún getur ekki hætt að hugsa um.

Það var ekki fyrr en á síðu 83 sem ég varð loksins spennt fyrir þessari bók. Ég gerði þau mistök að taka hana með mér uppí rúm og gat ekki hætt fyrr en bókin var búin og klukkan var þá orðin hálf tvö að nóttu til.

Hulda er í þessari bók brothættari en við höfum séð hana áður og það liggur eitthvað ósagt í loftinu á milli hennar og Jóns eiginmanns hennar. Eftir því sem ég les fleiri bækur um lögreglukonuna Huldu þykir mér alltaf vænna um hana. Í hverri bók finnur maður alltaf nýtt púsl til þess að bæta í þetta fimmþúsund bita púsluspil sem Hulda Hermannsdóttir er.

Lestu þetta næst

Smáar sögur, stór orð

Smáar sögur, stór orð

Smásagan: skáldverk sem hægt er að lesa í einum rykk, við einn kaffibolla, í einni strætóferð, á...

Nútíma Agatha Christie

Nútíma Agatha Christie

Gestalistinn eftir breska spennusagnahöfundinn Lucy Foley kom út í íslenskri þýðingu í apríl 2022....