Samviskubit að ástæðulausu

Enginsahundinn_72Ég hef heyrt áróður gegn snjalltækjum úr öllum áttum; frá leikskólanum, skólanum, talmeinafræðingnum, heilsugæslunni og ég gæti talið endalaust upp. Þetta er áróður sem alltaf fær mig til að fá smá samviskubit, minnir mig á að gera betur og næstum því fær mig til að skammast mín. Samt ég er ekki bundinn mínu snjalltæki, veit stundum ekki hvar síminn er og gleymi honum reglulega heima. Þar fyrir utan var spjaldtölvar tekin úr umferð á heimilinu fyrir nokkru á ekki afturkvæmt á næstunni.

Þegar við tókum bókina Enginn sá hundinn á bókasafninu einn daginn á bjóst ég við einhverri skemmtilegri sögu um hund sem er ósnýnilegur eða eitthvað álíka kjánalegt. Ég bjóst ekki við að vera með samviskubit eftir lesturinn. Bókin er eftir Hafstein Hafsteinsson með texta í bundnu máli eftir Bjarka Karlsson. Sagan segir frá hundi sem kemur úr jólapakka ein jólin og fær alla athygli barnanna. Næstu jól fá börnin spjaldtölvur og sjá ekki hundinn lengur. Hundurinn grípur á það ráð að leika alls kyns kúnstir til að ná athygli barnanna. En enginn sér hundinn og allir eru fastir í snjalltækjunum sínum. Bókin var tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017.

Áróður gegn snjalltækum

Af því ég fékk samviskubit við lesturinn þá fannst mér ekkert of gaman að lesa bókina og hef ekki sóst í að lesa hana mikið eftir fyrstu lesningu. Strákunum fannst bókin ágæt. Uppátæki hundsins eru gamansöm og bundið mál er skemmtilegt aflestrar og afhlustunar. Þar fyrir utan er bókin snilldarlega myndskreytt af Hafsteini, sem er hæfileikaríkur teiknariEnginn sá hundinn fékk því ágætis dóma frá ungviðinu. Þeir eru samt, líkt og ég, orðnir ansi þreyttir á endalausum predikunum gegn snjalltækjum, sem þó eru framtíðin.

Boðskapurinn með bókinni er beittur og alls ekki dulinn. Fólk á að hætta að hanga of mikið í snjalltækjum og lifa lífinu lifandi. Eflaust eru einhverjir þarna úti sem mættu taka boðskapinn til sín. Það er þó oft þannig að þeir sem þurfa að fara eftir svona boðskap eru ekki móttækilegir fyrir honum. Þess vegna sit ég uppi með samviskubitið fyrir aðra.

Lestu þetta næst

Martraðakennd en stórskemmtileg sorgarvegferð

Martraðakennd en stórskemmtileg sorgarvegferð

Sorg og sorgarúrvinnsla, að sættast við dauðann, að sættast við það að vera ófullkomin manneskja með ófullkomin tengsl við aðra. Þetta eru aðalumfjöllunarefni Birnis Jóns Sigurðssonar í nýjasta leikverki hans Sýslumaður dauðans sem er nú í sýningu í Borgarleikhúsinu. 

Góðmæðraskólinn

Góðmæðraskólinn

Varst þú að eignast barn? Ertu bugað heima með ungviðið og langar bara í smá pásu frá serjósi,...

Glöggt er gests augað

Glöggt er gests augað

Fyrir nokkrum árum komst ég að því að finnsk kona að nafni Satu Rämö, sem búsett væri á Ísafirði,...

Jarðsyngdu mig

Jarðsyngdu mig

Ég fékk ljósbláa bók að gjöf. Framan á kápu stendur aðeins titill verksins með smáu, hvítu letri....