Ljúfsárar ástarsögur frá íslenskum konum

Þegar að maður er upptekinn við að leita að ástinni þá er ágætt að heyra sögur annarra kvenna af leit sinni að ástinni. Ástarsgöru íslenskra kvenna er einstök bók. Sögurnar eru auðvitað eins misjafnar og þær eru margar. En allar eru þær einlægar og fallegar. Sú stysta er aðeins ein setning og það voru ófá tár sem féllu við að lesa hana. Ég mæli eindregið með að hafa vasaklút við hendina þegar þessi bók er lesin. Þetta voru alls ekki allt sogartár sem féllu því sumar sögurnar í þessari bók eru sprenghlægilegar.

Það sem situr hins vegar í mér eftir að hafa lesið þessa bók er: Ætli konurnar séu hamingjusamar í dag? Ég er mjög rómantísk í mér og ég vona svo sannarlega að þær séu það allar.

Lestu þetta næst

Aðferðir til að lifa af

Aðferðir til að lifa af

Gáfaða dýrið er fimmta bók Sæunnar Kjartansdóttur en bókin kom út núna á vormánuðum 2024. Sæunn er...

Verur sem þjást

Verur sem þjást

Dani er venjuleg kona. Hún er komin níu mánuði á leið með dóttur sína Lotte, hún var að flytja...

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar Eden í Tjarnarbíó.  Í Tjarnarbíó hefur salnum verið breytt í náið rými....

Falskur léttleiki

Falskur léttleiki

Eyja er ung kona sem vinnur á fréttamiðli. Hún hefur verið í sambandi síðustu átta árin og býr...

Refarím og kanínukvæði

Refarím og kanínukvæði

Barnabækurnar Sokkarnir hans Rebba og Kanínan vill kúra eru nýlega komnar út í íslenskri þýðingu. Um er að ræða harðspjalda bækur með flipamyndum eftir breska höfundinn Julia Donaldson og hinn þýska myndhöfund Axel Scheffler.