Monthly Archives: nóvember 2018

Manneskjusaga – Saga af vanmáttugu samfélagi

Manneskjusaga eftir Steinunni Ásmundsdóttur er átakanleg saga Reykvískrar konu. Sagan er skáldævisaga byggð á rauverulegum atburðum sem gerast í ekki svo fjarlægri fortíð. Björg er sem kornabarn gefin til ættleiðingar. Foreldrar hennar eru einsetubóndi að austan og drykkjukona að norðan. Hún er ættleidd af hjónum í Reykjavík, sem gefa henni alla þá ást og umhyggju…

Almættið í Comic Sans

Ég vil hefja þessa umfjöllun á varnagla. Ég les ekki mikið af ljóðum og hef lítið við á skáldskap. En eitt af því sem gerir ljóð að jaðarbókmenntagrein í dag er líklega þessi tilfinning sem margir fá þegar þeir lesa ljóð, að þeir hafi nú kannski ekki mikið vit á þessu. Ljóðaótti? Kannast lesendur við…

Kapítóla: 19. aldar feminískur fjörkálfur

Sagan Kapítóla eftir Emmu D.E.N. Southworth byrjar í Fellibyljahöll þar sem Ira Warfield Major, eða Fellibylur gamli eins og hann er jafnan kallaður, situr við arineldinn og skammar Wool, þjóninn sinn, og lætur öllum illum látum. Geðillskan er hreinlega að fara með manninn og lesanda er strax gert ljóst að það er engin tilviljun að…

Kepler62 – Vísindaskáldsaga fyrir börn

Þegar ég var yngri hafði ég brennandi áhuga á furðusögum og vísindaskáldsögum. Mér er enn minnisstætt þegar ég las Tímavélina eftir H.G. Wells. Ég var ekkert mjög gömul og pabbi hafði otað henni að mér, ef ég man rétt. Stuttu síðar horfðum við svo á bíómynd byggða á sögunni. Ég var kolfallin og leitaði eins og ég…

Láttu þig ekki vanta á Bókamessuna í Hörpu!

Já nú er svo sannarlega farið að líða að jólum og farþegar lestrarklefans eru orðnir mjög spenntir fyrir komandi jólapökkum, fullum af dýrindis orðlist í bundnu eða óbundnu formi! Því er tilvalið fyrir alla lestrarhesta og bókaunnendur að skella sér á Bókamessuna í Hörpu sem stendur nú yfir þessa helgina. Þar er að finna fjöldan allan af…

Homo sapína – Samkynhneigt Grænland

Myndin á kápunni heimtar athygli lesandans og er eitthvað svo skemmtilega stuðandi. Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara að lesa en grænlenska konan sem situr svo groddalega framan á kápunni, nakin, borðandi banana, eins og ekkert annað komi henni við, gjörsamlega öskrar á athygli. Forvitnin var vakin, ég varð að lesa…

Svik – óvenju hress bók um morð, ofbeldi og ebólu

  Það er ekki gaman að vera rithöfundur á Íslandi og deila fornafni með öðrum höfundi. Jafnvel óheppilegra er það þegar þessir tveir höfundar gefa út bók sömu jólin, en það hlýtur að vera þyngra en tárum taki að slysast til að gefa þessum tveimur bókum næstum því sama titil. Lestrarklefinn hefur áður fjallað um…

Ástin á tímum Stasi

Svöng, þyrst og ótrúlega taugaveikluð. Þannig leið mér þegar ég las Ekki gleyma mér eftir Kristínu Jóhannsdóttur, blaðamann og safnstjóra Eldheima í Vestmannaeyjum. Bókin kom út í fyrra en ég frétti ekki af henni fyrr en nú fyrir stuttu. Já, svöng og þyrst. Aldrei á ævinni hef ég upplifað eins mikinn þorsta eins og þegar ég…

PAX-Níðstöngin – Hrollvekjandi barnabók

Ég var vöruð við því þegar ég fékk bókina í hendurnar, að líklega væri hún ekki fyrir lesendur yngri en tíu ára. Drengjunum mínum sem eru báðir undir tíu ára var því hlíft við þessari bók. Mér var líka sagt að bókin væri hörkuspennandi. Bókin er nokkuð hrollvekjandi, grafísk og spennandi. Mér virðist sem það hafi…

Stormsker – Fólkið sem fangaði vindinn

Ég var ekkert of viss um hvað mér ætti að finnast um Stormsker – Fólkið sem fangaði vindinn eftir Birki Blæ Ingólfsson þegar ég byrjaði að lesa hana. Einhvern veginn minnti hún mig á Söguna af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason, sem er svo sem ekki slæmt. Þannig að ég hélt áfram og eftir nokkra kafla…

Lestrarklefinn[hjá]lestrarklefinn.is