Bangsi litli í skóginum

18. desember 2018

Ég rak augun í barnabók í stóru broti í bókabúðinni um daginn. Á kápunni er mynd af draugalegu rauðu húsi í bakgrunni og litlum sætum birni í forgrunni. Björninn er klæddur í doppóttan dúk og heldur á lampa örlítiði áhyggjufullur á svip. Þessi bók kallaði á mig og þar sem ég stóð í bókabúðinni fletti ég bókinni allri, las hana frá fyrstu síðu til þeirrar síðustu. Ég er að sjálfsögðu að tala um Bangsi litli í skóginum  eftir franska rithöfundinn og teiknarann Benjamin Chaud í íslenskri þýðingu Guðrúnar Vilmundardóttur.

Myndirnar eru yndislega hlýlegar. Á hverri síðu eru svo mörg smáatriði að það var unun að leita að einhverju nýju og skemmtilegu. Í bókinni Bangsi litli í skóginum leiðist bangsa litla svo ógurlega að hann ákveður að hætta að vera bangsi og gerast krakki; það sé örugglega skemmtilegra líf. Hann röltir um skóginn og neitar gylliboðum annarra dýra því hann ætlar að verða krakki. Þegar hann kemur að stóru rauðu húsi fer hann inn í það, röltir um en heyrir svo háan skarkala og fer að kanna. Húsið sem áður var hlýlegt og spennandi er skyndilega yfirfullt af ímynduðum skrímslum og hættum.

Bangsi litli í skóginum er falleg barnabók í stóru broti, sem ég get vel ímyndað mér að börn geti setið með í fanginu eða legið yfir á gólfinu og flett í gegnum tímunum saman (eða, þið vitið, alla vega í fimm mínútur því tíminn hjá börnum er allt öðruvísi en hjá fullorðnum).

 

Lestu þetta næst

Raddir sem heyrast of sjaldan

Raddir sem heyrast of sjaldan

Ég vildi að ég hefði fæðst strákur er fyrsta útgefna skáldsaga Önnu Elísabetar Ólafsdóttur, sem er...

Tilbrigði við sannleika

Tilbrigði við sannleika

Staðreyndirnar er þriðja skáldsaga Hauks Más Helgasonar, sem er menntaður heimspekingur og hefur...

Framandi, lifandi fegurð

Framandi, lifandi fegurð

Þórdís Helgadóttir sló rækilega í gegn með margslungnu skáldsögunni Armeló sem kom út í fyrra. Í...

Hleypum öllum inn

Hleypum öllum inn

 Eigendur 300 milljóna og 300 fermetra glæsiíbúða eiga í vændum erfiðan húsfund. Kosið skal um...

Meistaraleg frönsk flétta

Meistaraleg frönsk flétta

Nýverið kom út franski krimminn Dauðinn og stúlkan eftir Guillaume Musso í þýðingu Kristínar...