Barnabækur í áskrift frá Angústúru

Fyrsta bókin í seríunni. Kápan er svo miklu fallegri en danska útgáfan!

Bókaútgáfan Angústúra ætlar að bjóða börnum á aldrinum 9-13 ára að ganga í áskrift að barnabókum. Bækurnar sem nú þegar hafa komið út í áskrift er bókaflokkarnir VillinornÓtrúleg ævintýri Brjálínu Hansen og nýr íslenskur bókaflokkur. Von er á umsögn um Brjálínu Hansen í Lestrarklefanum fljótlega. Þess má geta að önnur bók úr bókaflokknum um Villinorn hefur setið ofarlega á metsölulista Pennans Eymundsson í nokkrar vikur og er í fyrsta sæti eins og er.

Á heimasíðu Angústúru segir að boðið verði upp á bæði íslenskar bækur og þýddar í áskrift. Verð á stakri bók er 2.800 krónur með sendingargjaldi innanlands. Lestrarklefinn fagnar þessu framtaki Angústúru, enda áður gagnrýnt skort á bókum í áskrift fyrir börn. Lestrarklefinn hvetur að sjálfsögðu alla foreldra og forráðamenn til að nýta sér þetta frábæra tilboð, enda um spennandi og skemmtilegar barnabækur að ræða.

Lestu þetta næst

Aðferðir til að lifa af

Aðferðir til að lifa af

Gáfaða dýrið er fimmta bók Sæunnar Kjartansdóttur en bókin kom út núna á vormánuðum 2024. Sæunn er...

Verur sem þjást

Verur sem þjást

Dani er venjuleg kona. Hún er komin níu mánuði á leið með dóttur sína Lotte, hún var að flytja...

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar Eden í Tjarnarbíó.  Í Tjarnarbíó hefur salnum verið breytt í náið rými....

Falskur léttleiki

Falskur léttleiki

Eyja er ung kona sem vinnur á fréttamiðli. Hún hefur verið í sambandi síðustu átta árin og býr...

Refarím og kanínukvæði

Refarím og kanínukvæði

Barnabækurnar Sokkarnir hans Rebba og Kanínan vill kúra eru nýlega komnar út í íslenskri þýðingu. Um er að ræða harðspjalda bækur með flipamyndum eftir breska höfundinn Julia Donaldson og hinn þýska myndhöfund Axel Scheffler.