Barnabækur í áskrift frá Angústúru

21. mars 2019

Fyrsta bókin í seríunni. Kápan er svo miklu fallegri en danska útgáfan!

Bókaútgáfan Angústúra ætlar að bjóða börnum á aldrinum 9-13 ára að ganga í áskrift að barnabókum. Bækurnar sem nú þegar hafa komið út í áskrift er bókaflokkarnir VillinornÓtrúleg ævintýri Brjálínu Hansen og nýr íslenskur bókaflokkur. Von er á umsögn um Brjálínu Hansen í Lestrarklefanum fljótlega. Þess má geta að önnur bók úr bókaflokknum um Villinorn hefur setið ofarlega á metsölulista Pennans Eymundsson í nokkrar vikur og er í fyrsta sæti eins og er.

Á heimasíðu Angústúru segir að boðið verði upp á bæði íslenskar bækur og þýddar í áskrift. Verð á stakri bók er 2.800 krónur með sendingargjaldi innanlands. Lestrarklefinn fagnar þessu framtaki Angústúru, enda áður gagnrýnt skort á bókum í áskrift fyrir börn. Lestrarklefinn hvetur að sjálfsögðu alla foreldra og forráðamenn til að nýta sér þetta frábæra tilboð, enda um spennandi og skemmtilegar barnabækur að ræða.

Lestu þetta næst

Sannleikanum er hvíslað

Sannleikanum er hvíslað

Ljóðabókin Mara kemur í heimsókn er önnur útgefin ljóðabók höfundar, en sú fyrri, Máltaka á...

Hús táknar sálina

Hús táknar sálina

Félagsland er fyrsta ljóðabók Völu Hauks, handhafa Ljóðstafs Jóns úr Vör árið 2024. Félagsland...

Ég fæðist dáin

Ég fæðist dáin

Gólem eftir Steinar Braga „Við erum öll líkön. Sjálf okkar eru líkön hýst í taugum. Efni er líkan...