Barnabækur í áskrift frá Angústúru

Fyrsta bókin í seríunni. Kápan er svo miklu fallegri en danska útgáfan!

Bókaútgáfan Angústúra ætlar að bjóða börnum á aldrinum 9-13 ára að ganga í áskrift að barnabókum. Bækurnar sem nú þegar hafa komið út í áskrift er bókaflokkarnir VillinornÓtrúleg ævintýri Brjálínu Hansen og nýr íslenskur bókaflokkur. Von er á umsögn um Brjálínu Hansen í Lestrarklefanum fljótlega. Þess má geta að önnur bók úr bókaflokknum um Villinorn hefur setið ofarlega á metsölulista Pennans Eymundsson í nokkrar vikur og er í fyrsta sæti eins og er.

Á heimasíðu Angústúru segir að boðið verði upp á bæði íslenskar bækur og þýddar í áskrift. Verð á stakri bók er 2.800 krónur með sendingargjaldi innanlands. Lestrarklefinn fagnar þessu framtaki Angústúru, enda áður gagnrýnt skort á bókum í áskrift fyrir börn. Lestrarklefinn hvetur að sjálfsögðu alla foreldra og forráðamenn til að nýta sér þetta frábæra tilboð, enda um spennandi og skemmtilegar barnabækur að ræða.

Lestu þetta næst

Stormasamt hjónabandslíf

Stormasamt hjónabandslíf

Gift eftir Tove Ditlevsen er minningarbók sem segir frá hjónabandslífi danska rithöfundarins sem...

Ótrúlegt aðdráttarafl

Ótrúlegt aðdráttarafl

Sú hefð hefur skapast á mínu heimili að enda daginn alltaf á að lesa. Kvöldlestur er hluti af...

Ameríka er líka blekking

Ameríka er líka blekking

Fólk var hneppt í þrældóm frá mismunandi svæðum í Afríku nýlendutímans. Það var flutt í gegnum...

Júlían er fullkominn

Júlían er fullkominn

Aumingja Efia er bara átta ára og stjúpmamma hennar pínir hana til að lesa með sér barnabækur til...