Tilnefningar til Maístjörnunnar

1. maí 2019

Tilnefningar til Maístjörnunnar voru kynntar við hátíðlega athöfn í Gunnarshúsi 29. apríl. Maístjarnan, ljóðabókaverðlaun Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns verða veitt í annað sinn í maí. Verðlaunin eru einu verðlaun á Íslandi sem veitt eru eingöngu fyrir útgefna íslenska ljóðabók, er þeim ætlað að hvetja skáld til að yrkja og koma ljóðum sínum í útgáfu. Að þessu sinni eru verðlaunin veitt fyrir ljóðabók sem var gefin út 2018.

Tilnefndar bækur og skáld eru:

 

 

 

 

 

 

 

Bækurnar eru allar til sýnis í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar.

Til verðlaunanna eru gjaldgengar allar útgefnar íslenskar ljóðabækur ársins 2018 sem skilað var til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og fékk dómnefnd þær til umfjöllunar.
Dómnefnd skipa Sveinn Yngvi Egilsson fyrir hönd Rithöfundasambandsins og Eva Kamilla Einarsdóttir fyrir hönd Landsbókasafnsins.

Í frétt af vef bókmenntaborgarinnar segir að verðlaunin verði veitt við athöfn í Þjóðarbókhlöðunni í maí og að verðlaunafé sé 350 þúsund krónur.

Lestu þetta næst

Sannleikanum er hvíslað

Sannleikanum er hvíslað

Ljóðabókin Mara kemur í heimsókn er önnur útgefin ljóðabók höfundar, en sú fyrri, Máltaka á...

Hús táknar sálina

Hús táknar sálina

Félagsland er fyrsta ljóðabók Völu Hauks, handhafa Ljóðstafs Jóns úr Vör árið 2024. Félagsland...

Ég fæðist dáin

Ég fæðist dáin

Gólem eftir Steinar Braga „Við erum öll líkön. Sjálf okkar eru líkön hýst í taugum. Efni er líkan...