Tilnefningar til Maístjörnunnar

Tilnefningar til Maístjörnunnar voru kynntar við hátíðlega athöfn í Gunnarshúsi 29. apríl. Maístjarnan, ljóðabókaverðlaun Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns verða veitt í annað sinn í maí. Verðlaunin eru einu verðlaun á Íslandi sem veitt eru eingöngu fyrir útgefna íslenska ljóðabók, er þeim ætlað að hvetja skáld til að yrkja og koma ljóðum sínum í útgáfu. Að þessu sinni eru verðlaunin veitt fyrir ljóðabók sem var gefin út 2018.

Tilnefndar bækur og skáld eru:

 

 

 

 

 

 

 

Bækurnar eru allar til sýnis í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar.

Til verðlaunanna eru gjaldgengar allar útgefnar íslenskar ljóðabækur ársins 2018 sem skilað var til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og fékk dómnefnd þær til umfjöllunar.
Dómnefnd skipa Sveinn Yngvi Egilsson fyrir hönd Rithöfundasambandsins og Eva Kamilla Einarsdóttir fyrir hönd Landsbókasafnsins.

Í frétt af vef bókmenntaborgarinnar segir að verðlaunin verði veitt við athöfn í Þjóðarbókhlöðunni í maí og að verðlaunafé sé 350 þúsund krónur.

Lestu þetta næst

Sögur til næsta bæjar

Sögur til næsta bæjar

Sagnagerð er lúmsk kúnst sem þarf að rækta. Í janúar kom saman hópur af upprennandi höfundum í...