Sumaráskorun Lestrarklefans!

3. júlí 2019

Hápunktur sumarsins, hinn hlýi og notalegi júlí, og flestir detta í sumarfrí. Þar sem hið eiginlega sumar á Íslandi er frekar stutt eru sumarmánuðurnir yfirleitt sneisafullir af því sem þarf að gera. Það ÞARF að fara í útilegu. Það ÞARF að dytta að húsinu/garðinum/íbúðinni. Það ÞARF að sinna dýrum og heyönnum. Það þarf að gera svo margt! En það ÞARF líka að lesa. Það er afslappandi að lesa og þegar það þarf að gera svona margt þá er ekkert en að setjast niður með bók og njóta þess að hægja á huganum. Fyrir utan hvað þú verður ógeðslega góð fyrirmynd fyrir börnin í kringum þig!

Allt of margir á aldrinum 20-40 ára segjast ekkert lesa. „Ég hef ekki tíma fyrir það!“, „það er brjálað að gera“, „ég næ ekki að halda athygli yfir bók“, „mér finnst betra að horfa á sjónvarpið“. Það þarf að gefa sér tíma til að lesa. Það á ekki að vera svo brjálað að gera alla daga að þú getir ekki gefið sjálfri/sjálfum þér tíma til að lesa. Ef þú nærð ekki að halda athygli yfir bók, reyndi þá aðrar tegundir af bókum. Smásögur eru til dæmis alveg frábær stuttulesning! Það er voðalega gott að horfa á sjónvarpið, en hvers vegna ekki breyta til og lesa bók?

Lestrarklefinn ætlar því að vera með örlitla áskorun í sumar.

Lesið…

  • …smásagnasafn

  • …eina lengri barnabók

  • …stutta glæpasögu

  • …ljóðabók

  • …EINA UNGMENNABÓK

  • …skvísubók

Við minnum svo á töggin! #sumarlestur og #lestrarklefinn. Segðu okkur frá því ef þú ætlar að taka áskoruninni með því að gera @lestrarklefinn. Gerum bækur sýnilegar á samfélagsmiðlum!

Lestu þetta næst

Marglaga og mannlegur Laddi

Marglaga og mannlegur Laddi

Ég var mjög óviss þegar ég sá fyrstu auglýsingar birtast fyrir nýja sýningu um líf og störf Ladda...

Hratt, hratt…hægt

Hratt, hratt…hægt

Mér er það afar minnisstætt þegar ég fletti fyrst í gegnum Reese's Book Club í leit minni að góðri...

Ég er ofurhetja

Ég er ofurhetja

Kapteinn Frábær í Tjarnarbíó. Kapteinn Frábær er engin venjuleg hetja. Eða er hann kannski allra...

Dásamlega upplífgandi

Dásamlega upplífgandi

Á dögunum var ég í leit að góðri ástarsögu, the Guardian var með fínustu samantekt þar sem...