Sögur til næsta bæjar: Silfurfjaðrir

Silfurfjaðrir

Eftir Klaudia Roman

Silfurfjaðrir eða Silver Feathers var stærsta rokkhljómsveit Íslands sem hópur ungra tónlistarmanna stofnaði snemma á sjöunda áratugnum, sem sameiginlegri ást á rokki og róli dró saman. Í hljómsveitinni voru meðal annars: Benedikt „Benni“ Jónsson – forsprakki sveitarinnar, gítarleikari og lagahöfundur, Íris María Júlíusdóttir – söngkona og lagahöfundur, Jónas Þór Kristjánsson – bassaleikari og systkini Magnús Þór Skúlason – trommari og Ásta Björk Skúladóttir – hljómborðsleikari og bakraddasöngkona.

 

Þau urðu fljótt leiðarljós í íslensku tónlistarlífi. Þau höfðu á meðaltali gefið út níu plötur og leikið í tveimur kvikmyndum sem allar höfðu fengi góðar móttökur. Með tímanum náðu þau að fylla ýmis tónlistarhús, meðal annars Laugardalshöll. Þó að þau voru vel þekkt heima á Íslandi, áttu þau einnig stóra aðdáendahópa í Bandaríkjunum og Bretlandi og flestar af þeirra tónleikaferðum í þessum löndum voru margoft uppseldar.

 

Hins vegar þegar Silfurfjaðrir klifraði upp stiga velgengninnar jókst þrýstingurinn í hljómsveitinni. Plötusamningar færðu fyrirheit um frægð og frama, en bæru einnig með sér svik. Þrátt fyrir stórkostlega sviðsframkomu og að uppselt væri á alla tónleika hjá þeim, þá lá að baki dramatík og spenna. Kjarninn í þessu öllu var óstöðugt samband milli Benna og Írisar. Ást þeirra logaði jafn ákaft og tónlistin þeirra. Hins vegar slokknaði ást þeirra oft með tilfinningum af afbrýðisemi og óöryggi. Á sama tíma leyndist í lífi Jónasar fíkn sem líkt og skuggi, leiddi hann inn í heim þar sem eiturlyf og áfengi buðu upp á tímabundna flótta undan þrýstingi stjörnuhiminsins. Að auki var sambandið milli systkina einnig fyllt af drama, þar sem Magnús, sem var ofverndandi eldri bróðir, vildi vernda og stjórna ákvörðunum Ástu. Með tímanum fann hún fyrir köfnun vegna stöðugra afskipta hans af lífi hennar, sem leiddi til margra rifrilda á milli þeirra

 

Þetta var sumarið 1975, þegar Silfurfjaðrir náðu mikilvægum tímamótum á tónleikaferð sinni. Hrífandi sýning þeirra á virtri tónlistarhátíð í San Francisco í Bandaríkjunum náði hápunkti með vinsælasta lagi þeirra, „Life Without Secrets“. Þegar lokahljómarnir ómuðu út í hlýja loftið braust mannfjöldinn upp í læti með villtu lófataki og áköfum fagnaðarlátum.

 

Hljómsveitarmeðlimir skiptust á augnaráði með bros á vör, og hjörtu þeirra þrútnuðu af stolti og gleyptu í sig magnaða orku augnabliksins. Þetta var hápunktur sem styrkti sess þeirra í tónlistarsögunni og ýtti undir ásetning þeirra til að njóta enn meiri velgengni í rokkheiminum. Í kjölfar rafmagnaðs flutnings þeirra, lentu Silfurfjaðrir í hringiðu vellíðan og adrenalíns þar sem fagnaðarlæti mannfjöldans enn ómuðu í eyrum þeirra þegar þau lögðu leið sína baksviðs, og hjörtu þeirra slógu í gegn af vímuefnahlaupi velgengninnar.

 

Í baksviðsspjalli, stóð Benni í miðri kaos og fylgdist með því hvað var að gerast. Hann gat ekki bægt frá sér eirðarleysi sem nagaði innan frá. Þegar Benni skiptist á brosum og gaf fimmu við félaga sína, hvarf hugur hans á annan stað. Týndur í hugsunum tók hann varla eftir Írisi sem nálgaðist hann með geislandi bros.

 

„BENNI! Geturðu ímyndað þér hvað við gerðum þarna?!“ hrópaði Íris, augu hennar ljómuðu af spenningi. „Þetta var klikkað! Guð minn góður.. Við negldum þessari sýningu!“ sagði hún heilluð af því sem hafði átt sér stað.

 

Benni þvingaði fram bros, en undir yfirborðinu geisaði stormur innra með honum. Hann gat ekki losnað við þeirri tilfinningu að eitthvað stórt væri við sjóndeildarhringinn. Eitthvað sem óafturkallanlega myndi breyta lífi þeirra. Áður en Benni ætlaði að svara Írisi, kom umboðsmaður sveitarinnar, Eddie Thompson, til að óska þeim til hamingju með velgengnina á sýningunni.

 

„That was one hell of a show folks.. Great job!“ tilkynnti Eddie með sinum ameríska hreimi.

„Thanks man! We really brought the house down tonight,“ sagði Jónas, með sínum ensk-íslenska hreim.

„It was electric out there! The crowd‘s energy was unreal!“ hrópaði Íris.

„Best show yet, no doubt!“ Ásta kinkaði kolli til samþykkis. Augu Eddie tindruðu af stolti þegar hann horfði á hljómsveitina. „You all have come a long way and tonight proves it. So let‘s celebrate tonight‘s triumph.. I already booked a table for us at the restaurant!“ hélt Eddie áfram með stolti í tóninum.

 

Hópurinn fylgdi Eddie, en Benni og Íris urðu eftir. Það var eitthvað sem Benni þurfti að segja henni sem gæti breytt miklu um framtíð sveitarinnar og samband þeirra.

„Íris..“ byrjaði hann, rödd hans var óviss „Það er eitt sem ég þarf að segja þér.“ Íris sneri sér að honum, augu hennar loguðu enn af adrenalíninu. „Hvað er að? Þú lítur alvarlega út,“ sagði hún.

 

Benni hikaði og byrjaði að leita að réttum orðum til að koma á framfæri þunga þess sem hann ætlaði að opinbera. „Mér… mér var boðinn sólósamningur,“ játaði hann, rödd hans var næstum óheyranleg yfir hvíslið.

 

Brosið hennar Írisar hvarf nánast strax, svipurinn hennar breyttist í grímu vantrúar og sársauka. „Sólósamningur?“ endurtók hún, orðin svifuðu á milli þeirra eins og þung þoka. Benni kinkaði kolli og gat ekki mætt augnaráði hennar. „Jáa… þetta er frekar stórt tækifæri til að skapa mér nafn,“ svaraði hann.

 

Köld hræðslutilfinning byrjaði að hvolfast í maganum á Írisi þegar orð Benna flugu í loftinu. Hin líflega orka baksviðs virtist minnka og hverfa í skuggann af opinberuninni sem ógnaði að leysa upp allt sem þau höfðu byggt. Með hverri sekúndu sem leið, sökk sannleikurinn um boðið hans dýpra inn í vitund Írisar sem skildi eftir sig holu og svikna tilfinningu. Draumurinn sem þau höfðu deilt um að sigra tónlistarheiminn saman, lá nú mölbrotinn við fætur hennar. Í stað þess kom harður veruleiki aðskilnaðar og yfirgefningar.

 

„Ætlarðu bara að yfirgefa hljómsveitina?“ spurði Íris, rödd hennar skalf af blöndu sorgar og reiði. Benni rétti fram höndina til að snerta handlegg hennar en hún dró sig til baka. „Íris.. plís, þú verður að skilja,“ bað hann með vott af örvæntingu. „Þetta er tækifæri sem ég fæ einu sinni á ævinni. Ég get ekki látið það hverfa.. og ég þarf meira frelsi,“ hann hvíslaði seinustu orðin með von að Íris hafði ekki heyrt þau.

 

Tár streymdu úr augum Írisar þegar hún barðist við að vinna úr svikunum sem umluktu hana. „Og hvað með okkur, Benni? Hvað verður um allt sem við höfum byggt saman?“ spurði hún með sorg í röddinni.

 

Ákveðni Benna hvarf þegar hann horfði í tárafull augu Írisar, og þyngdin ákvörðunar hans hrundi yfir hann eins og tonn af múrsteinum. „Ég.. ég bara veit það ekki, Íris“ viðurkenndi hann, rödd hans brast af tilfinningum.

 

Hjarta Írisar var þungt þegar hún drakk í sig orð Benna. Sársaukinn af svikum hans skarst djúpt í sál hennar. Þau höfðu verið meira en bara hljómsveitarfélagar.. þau voru tveir einstaklingar, sem ástríða fyrir tónlist sameinaði og sem dreymdu um að setja mark sitt á heiminn. Rödd Írisar titraði af geðshræringu þegar hún mætti augum hans og augnaráð hennar fylltist blöndu af sorg og einbeitni.

„Sviðið var striginn okkar Benedikt,“ sagði hún lágt og orðin héngu þungt í loftinu eins og grátlegt lag „og tónlist okkar var pensillinn sem málaði sögu okkar.. en það virðist vera að þú sért tilbúinn til að mála nýja mynd.. bara án mín.“ hvíslaði hún, tárin streymdu niður kinnar hennar. Hún sneri sér á hæl og gekk í burtu. Benni horfði á hana fara, hjartað hans var þungt af eftirsjá. Hann vildi ákalla hana.. biðjast fyrirgefningar, en orðin festust í hálsi hans eins og glerbrot.

Klaudia Roman er nemandi í Kvikmyndafræði og Ritlist. Hún er upprunalega frá Póllandi en alin upp í Hafnarfirði. Klaudia hefur alltaf haft gaman í að lesa fan fiction, og tók sín fyrstu skref með því að skrifa sínar eigin sögur byggðar á sínum uppáhalds sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Hún er mikill draumórakona með metnaðarfull markmið, þar á meðal að vinna í kvikmyndaiðnaði og mögulega gefa út eitt smásagnasafn.

Sögur til næsta bæjar er safn smásagna eftir nemendur í samnefndri smiðju í ritlist við Háskóla Íslands. Sögurnar birtast í samstarfi við Lestrarklefann í fjórar vikur í apríl og maí 2024. Umsjónarmaður verkefnsins er kennari námskeiðsins, Rebekka Sif Stefánsdóttir.

Lestu þetta næst