Stórar stelpur fá raflost…og hvað gerist svo?

Kápa bókarinnar Stórar stelpur fá raflostÉg heillast alltaf af bókum sem sýna mér inn í kima samfélagsins – já eða jafnvel heimsins – sem ég þekki ekki nógu vel. Stórar stelpur frá raflost. Heim úr svartholi óminnis eftir Gunnhildi Unu Jónsdóttur er ein af þessum bókum og hana las ég upp til agna á um það bil klukkutíma.

Bókin fjallar um upplifun Gunnhildar sjálfrar á eftirköstum raflostmeðferðar sem hún fór í árið 2016 sem meðferð við mjög alvarlegu þunglyndi, hvernig hún tókst á við daglegt líf og hvaða áhrif þetta hafði á hana, börnin hennar og fjölskyldu.

Bókin er í  nokkurs konar dagbókarstíl, án þess að kaflarnir séu þó tímasettir – sumar færslur vart meira en setning en segja samt meira en þúsund orð.  Gunnhildur er frábær penni og tókst virkilega að snerta einhverja strengi í mér. Ég vissi það strax eftir fyrstu blaðsíðuna – eiginlega fyrstu setninguna að ég myndi eiga erfitt með að leggja bókina frá mér.

Ég stóð sjálfa mig svo að því að hugsa um bókina í nokkra daga þegar ég var búin – bar hana meira að segja undir betri helminginn sem aldrei þessu vant hlustaði á af áhuga. Hvorugt okkar hafði hugmynd um að enn væri verið að beita raflosti sem meðferðarúrræði við þunglyndi. Í fáfræði minni taldi ég slík meðferðarúrræði tilheyra fortíðinni. Þá hef ég heldur aldrei nokkurn tímann lesið um upplifun einhvers af slíkri meðferð, sem er svo fjarstæðukennt þegar maður pælir í því hversu lengi þessu meðferðarúrræði hefur verið beitt. 

 

 

Lestu þetta næst

Aðferðir til að lifa af

Aðferðir til að lifa af

Gáfaða dýrið er fimmta bók Sæunnar Kjartansdóttur en bókin kom út núna á vormánuðum 2024. Sæunn er...

Verur sem þjást

Verur sem þjást

Dani er venjuleg kona. Hún er komin níu mánuði á leið með dóttur sína Lotte, hún var að flytja...

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar Eden í Tjarnarbíó.  Í Tjarnarbíó hefur salnum verið breytt í náið rými....

Falskur léttleiki

Falskur léttleiki

Eyja er ung kona sem vinnur á fréttamiðli. Hún hefur verið í sambandi síðustu átta árin og býr...

Refarím og kanínukvæði

Refarím og kanínukvæði

Barnabækurnar Sokkarnir hans Rebba og Kanínan vill kúra eru nýlega komnar út í íslenskri þýðingu. Um er að ræða harðspjalda bækur með flipamyndum eftir breska höfundinn Julia Donaldson og hinn þýska myndhöfund Axel Scheffler.