Jólabækur fyrir aðventuna

Jóla, jóla, jóla, jóla! Jólin eru að koma, fyrsti í aðventu og það er af nægu að taka ef lesturinn á að vera í jólaþema fyrir hátíðarnar. Lestrarklefinn tekur hér saman nokkrar bækur í jólaþema.

[hr gap=”30″]

 

 

Töfrandi jólastundir eftir Jönu Maríu Guðmundsdóttir er skemmtilegt föndur jóladagatal. Jana María hefur tínt saman alls kyns föndur sem er auðvelt og skemmtilegt að gera. Eitt verkefni fyrir hvern dag fram að aðfangadegi. Þeir sem geta föndrað allt í bókinni geta verið vissir um að heimilið verður fallega skreytt.

 

 

 

[hr gap=”30″]

 

Ef lesendur okkar eru ekki í skapi fyrir jólaföndur þá er alltaf hægt að finna bók sem hentar í jólalesturinn. Snjósystirin eftir Maju Lunde er falleg bók með heildstæðri sögu í tuttugu og fjórum köflum. Einn kafli á dag fram að jólum! Sagan segir frá strák sem hefur misst systur sína og hvernig ný vinkona hans fær heiminn til að snúast á hvolf. Bókin hentar vel fyrir lesendur frá átta ára aldri.

 

 

 

[hr gap=”30″]

 

Jólasveinarannsóknin  eftir Benný Sif Ísleifsdóttur er tilvalin bók til að lesa með börnunum þegar jólasveinarnir fara að tínast til byggða. Baldur leggst í ítarleg rannsókn á tilveru jólasveinanna, vopnaður vasaljósi og iPad! Hver er það eiginlega sem setur í skóinn?

 

 

 

 

[hr gap=”30″]

 

Fyrir yngri lesendur sem vilja lesa sjálfir þá mælum við með skemmtilegu sögunni um Stúf eftir Evu Rún Þorgeirsdóttur. Stúfur hættir að vera jólasveinn er gamansöm saga úr Ljósaseríu Bókabeitunnar, en bækur úr þeirri seríu eru sérsniðnar að yngri lestrarhestum. Stúfur ákveður einn daginn að hætta að vera jólasveinn!

 

 

 

 

[hr gap=”30″]

 

Hvolparnir bjarga jólunum er bók sem ætti að falla vel í kramið hjá Hvolpasveitarsjúkum ungdómi. Hvolparnir í Hvolpasveitinni takast á við enn eitt verkefnið og bjarga jólunum, eins og þeim einum er lagið.

 

 

 

 

 

 

[hr gap=”30″]

 

 

Jenny Colgan hefur heillað lesendur með yndislegum sögum um bakarí og bókabúðir. Það er því ekki leiðinlegt að hún gaf út bók með jólaþema fyrir stuttu. Yndislesning fyrir jólin, uppfull af ást og rómantík!

 

 

 

 

[hr gap=”30″]

Það er nauðsynlegt að kunna jólalögin og best er að byrja að kenna börnunum þau snemma. Jólalögin okkar eftir Jón Ólafsson píanóleikara spilar lögin og textarnir fylgja með. Bókin spilar 20 jólalög sem allir ættu að þekkja. Bók fyrir alla fjölskylduna!

 

 

 

 

[hr gap=”30″]

 

 

Hvað gerist þegar jólasveinarnir fá sér hunda? Jú, hundarir verða að Hvuttasveinum! Hvuttasveinar eftir Ásrúnu Magnúsdóttur er skemmtilegt og gamansamt kver um Hvuttasveinana.

Lestu þetta næst

Er þetta gaman?

Er þetta gaman?

Er þetta gaman?  Félagsskapur með sjálfum mér í Tjarnarbíó Á sviðinu er legubekkur, örfáar bækur,...

Sögur til næsta bæjar

Sögur til næsta bæjar

Sagnagerð er lúmsk kúnst sem þarf að rækta. Í janúar kom saman hópur af upprennandi höfundum í...