Næturdýrin eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur kom út í nóvember árið 2018. Í bókinni prakkarast Lúna og Nói bróðir hennar að nóttu til. Þau neita að sofna og vaka á næturnar. Þetta veldur foreldrunum að sjálfsögðu nokkrum ama og þau eru með bauga niður á tær. Það er ekki fyrr en Prófessor Dagbjartur kemur inn á heimilið og kennir börnunum um kosti svefnsins og hve auðvelt sé að stjórna draumunum sínum sem börnin fara að sofa betur. Nói glímir nefnilega við martraðir. Eftir að Dagbjartur kennir þeim á leyndardóma drauma og svefns fara systkinin saman í dásamlegt draumaland, með sykurfrauði og sleikjóum. Þegar köngulóin sem Nói hræðist kemur inn í drauminn vita þau nákvæmlega hvað á að gera. Börnin sofa alla nóttina og foreldrarnir fá loksins hvíldina sem þau þarfnast svo mjög.

Bókin vakti strax athygli þegar hún kom út, enda vönduð og metnaðarfull bók. Henni fylgir bókinni geisladiskur með söng Ragnheiðar Gröndal á textum Bergrúnar Írisar. Bókin skautaði þó undir radarinn hjá mér árið sem hún kom út en nýlega rak ég augin í bókina í bókahillunni og fór að lesa hana fyrir tveggja ára guttann sem er forfallinn bókaunnandi. Í dag höfum við marglesið bókina sem trompaði meira að segja vinsældir Hvolparnir bjarga jólunum bókarinnar sem átti hug hans og hjarta yfir jólin og langt fram í janúar.

Næturdýrin er metnaðarfull barnabók með vönduðum teikningum og texta eftir Bergrúnu Írisi. Söngtextarnir í bókinni eru heillandi ljóð og í flutningi Ragnheiðar Gröndal og barnakórs verða þeir að dulmögnuðum vögguvísum. Tónlistin fylgir með bókinni á geisladisk, en mörg nútímaheimili búa ekki yfir geislaspilara. Þá er mjög hentugt að hægt er að nálgast öll lögin á Spotify. Okkur mæðginum finnst best að hlusta á Lúna litla og Morgunljóð þegar fara á að sofa en til að fá svolítið meira fútt þá hlustum við á Könguló.

 

Lestu þetta næst

Yrsa, Kuldi og klækjabrögð

Yrsa, Kuldi og klækjabrögð

Kuldi eftir Yrsu Sigurðardóttur kom út árið 2012, en bíður nú nýtt líf þar sem kvikmynduð útgáfa...

Barist við Miðgarðsorm

Barist við Miðgarðsorm

Skólarnir eru byrjaðir og fróðleiksfúsir nemendur flykkjast um götur og stræti á leið í sína...

Pageboy

Pageboy

Kanadíski leikarinn Elliot Page skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann lék ófrískan ungling í...

Bókin sem ég þurfti

Bókin sem ég þurfti

Not Too Late: Changing the Climate Story from Despair to Possibility í ritstjórn Rebecca Solnit og...

Sögur sem leyna á sér

Sögur sem leyna á sér

Hinum megin við spegilinn er brakandi ferskt smásagnasafn eftir Kára S. Kárason sem kveður sér hér...