Við ættum öll að vera femínistar

Nú þegar sumarið er komið, og Íslendingar eru farnir að eyða langtímum í bíl að ferðast um fallega landið okkar, er tilvalið að hlusta á góða hljóðbók. Síðustu helgi skruppum við kærastinn í frí á notalegu sveitahóteli og nýttum bílferðina í að hlusta á bókina We Should All Be Feminists eftir Chimamanda Ngozi Adichie. Bókin hefur verið þýdd yfir á íslensku og heitir á okkar ástkæra ylhýra, Við ættum öll að vera femínistar. Kvenréttindadagurinn 29. júní er tilvalinn dagur til að birta stutta umfjöllun um bókina.

Hvað þýðir það að vera femínisti?

Bókin er stutt, bara tæplega 45 mínútur í lestri og er lesin upp af höfundinum sjálfum. Bókin er í esseyjustíl þar sem Chimamanda veltir upp allskonar hugleiðingum frá sínu eigin lífi og uppeldi varðandi hvað það þýðir að vera femínisti. Af hverju eru svona margir hræddir, eða jafnvel reiðir, þegar einhver skilgreinir sig sem femínista? Chimamanda kemur svarinu ótrúlega vel frá sér.

“Some people ask: “Why the word feminist? Why not just say you are a believer in human rights, or something like that?” Because that would be dishonest. Feminism is, of course, part of human rights in general—but to choose to use the vague expression human rights is to deny the specific and particular problem of gender. It would be a way of pretending that it was not women who have, for centuries, been excluded. It would be a way of denying that the problem of gender targets women.”

Orðið „femínisti“ hefur einnig þungan farangur að bera. Sumir halda að femínistar séu reiðir, hati karlmenn og finnist að mæðraveldi eigi að yfirtaka feðraveldið. Svo er ekki. Chimamanda útskýrir hvað femínismi snýst um, jafnrétti kynjanna á sama tíma og viðurkennt er að núverandi kerfi stuðlar að því að halda niður konum kerfisbundið.

Er kyngervi íþyngjandi?

“The problem with gender is that it prescribes how we should be rather than recognizing how we are. Imagine how much happier we would be, how much freer to be our true individual selves, if we didn’t have the weight of gender expectations.”

Kyn okkar getur haldið okkur niðri. Ef við værum frjáls frá skilgreiningu kynjanna yrðum við líklega hamingjusamari og laus við þær væntingar sem eru gerðar til okkar út frá kyni. Chimamanda talar einnig um karlmennsku og hvernig karlar eru settir í lítið og þröngt box þar sem þeir eiga að vera sterkir og helst ekki sýna neina veikleika.

Chimamanda varpar ljósi á mismuninn sem hún hefur upplifað, út af þeirri einföldu staðreynd að hún er kona, með því að nota sögur úr eigin lífi. Hún talar um sína upplifun í Nígeríu þar sem hún gefur þjóni þjórfé en þjónninn þakkar vini hennar, karlmanninum sem er með henni, því þjónninn gerir ráð fyrir að allur peningur sem er í veski konu sé peningur karlmannsins. Á sumum stöðum í Lagos, höfuðborg Nígeríu, má hún ekki einu sinni fara inn því hún er kona.

Lausnin er í uppeldinu

Lausn Chimamanda er að ala upp börnin okkar á nýjan hátt. Hún veltir upp þessari gildu spurningu:

“What if, in raising children, we focus on ability instead of gender? What if we focus on interest instead of gender?”.

Já, hvað ef? Myndum við þá ekki enda með samfélag þar sem öll kyn eru hamingjusöm í eigin skinni og eru samkvæmari sjálfum sér? Ég gæti auðveldlega kafað mun dýpra ofan í bókina en ég vil skilja eitthvað eftir fyrir ykkur lesendurna, eða hlustendurna. Ég mæli með þessari bók fyrir alla, af öllum kynjum og á öllum aldri. Til hamingju með kvenréttindadaginn öllsömul!

 

 

Lestu þetta næst

Aðferðir til að lifa af

Aðferðir til að lifa af

Gáfaða dýrið er fimmta bók Sæunnar Kjartansdóttur en bókin kom út núna á vormánuðum 2024. Sæunn er...

Verur sem þjást

Verur sem þjást

Dani er venjuleg kona. Hún er komin níu mánuði á leið með dóttur sína Lotte, hún var að flytja...

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar Eden í Tjarnarbíó.  Í Tjarnarbíó hefur salnum verið breytt í náið rými....

Falskur léttleiki

Falskur léttleiki

Eyja er ung kona sem vinnur á fréttamiðli. Hún hefur verið í sambandi síðustu átta árin og býr...

Refarím og kanínukvæði

Refarím og kanínukvæði

Barnabækurnar Sokkarnir hans Rebba og Kanínan vill kúra eru nýlega komnar út í íslenskri þýðingu. Um er að ræða harðspjalda bækur með flipamyndum eftir breska höfundinn Julia Donaldson og hinn þýska myndhöfund Axel Scheffler.