Rithornið: Sjálfsmynd

Sjálfsmynd

 

ég lýt höfði þunglega

eins og hár mín tilheyrðu

tröllkonu í dögun

 

og vorstormur

þessi arfur

vetrarmyrksins

hvílir yfir mér

 

á úlnliðnum

klofnar ísúr í tvennt

glerhaf tímans

með óblasnar leifar

af uppeldissvörfum

 

nýkomnar býflugur

yrkja garðsláttarvísu

í handfylli mínu

 

hunangstár

á vanga

renna ofan í

ballettskómold

 

á grasflötum

rjúkandi fingraför

horfinna skugga

 

eini perlufesti

sem ég get ekki

afklætt

 

[hr gap=”30″]

 

Jakub Stachowiak er pólskur nemandi á öðru ári í íslensku sem annað mál.
Hann hefur nýlega byrjað að yrkja ljóð, þá á íslensku. Hann hefur búið á Íslandi í rúmlega þrjú ár og vinnur sem bréfberi meðfram námi.

Lestu þetta næst

Í heimi Juliu Quinn

Í heimi Juliu Quinn

  Nú þegar þriðja serían af Bridgerton fer bráðum í loftið er kannski kominn tími til að ég...