Bókamerkið – Íslenskar skáldsögur

Katrín Lilja, Rebekka Sif og Sæunn Gísladóttir sitja saman í nýlegu bókaherbergi þeirrar síðastnefndu, dreypa á heitu súkkulaði og maula smákökur á meðan þær ræða um íslenskar skáldsögur í jólabókaflóðinu 2020. Til umræðu koma Ein eftir Ásdísi Höllu, Undir Yggdrasil eftir Vilborgu Davíðsdóttur, Sykur eftir Katrínu Júlíusdóttur, bækur Jóns Kalmans og Auðar Övu, Dauði skógar eftir Jónas Reyni og fleiri bækur.

Við viltum einnig fyrir okkur hvort tímabært sé að fjalla um kórónaveirufaraldurinn í skáldsögum eða þarf að melta faraldurinn lengur? Hvaða bækur vekja áhuga hjá okkur? Eru stafrænar bókakynningar betri eða verri fyrir sölutölur á bókum? Við reynum að svara þessum spurningum í þættinum, en eitt er alveg víst – bókaútgáfan er frjó í ár.

Hægt er að nálgast alla þætti Lestrarklefans í streymisveitunni Spotify undir leitarorðinu Bókamerkið.

Gerð þáttanna er styrkt af Miðstöð íslenskra bókmennta.

Lestu þetta næst

Aðferðir til að lifa af

Aðferðir til að lifa af

Gáfaða dýrið er fimmta bók Sæunnar Kjartansdóttur en bókin kom út núna á vormánuðum 2024. Sæunn er...

Verur sem þjást

Verur sem þjást

Dani er venjuleg kona. Hún er komin níu mánuði á leið með dóttur sína Lotte, hún var að flytja...

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar Eden í Tjarnarbíó.  Í Tjarnarbíó hefur salnum verið breytt í náið rými....

Falskur léttleiki

Falskur léttleiki

Eyja er ung kona sem vinnur á fréttamiðli. Hún hefur verið í sambandi síðustu átta árin og býr...

Refarím og kanínukvæði

Refarím og kanínukvæði

Barnabækurnar Sokkarnir hans Rebba og Kanínan vill kúra eru nýlega komnar út í íslenskri þýðingu. Um er að ræða harðspjalda bækur með flipamyndum eftir breska höfundinn Julia Donaldson og hinn þýska myndhöfund Axel Scheffler.