Bókamerkið – Íslenskar skáldsögur

Katrín Lilja, Rebekka Sif og Sæunn Gísladóttir sitja saman í nýlegu bókaherbergi þeirrar síðastnefndu, dreypa á heitu súkkulaði og maula smákökur á meðan þær ræða um íslenskar skáldsögur í jólabókaflóðinu 2020. Til umræðu koma Ein eftir Ásdísi Höllu, Undir Yggdrasil eftir Vilborgu Davíðsdóttur, Sykur eftir Katrínu Júlíusdóttur, bækur Jóns Kalmans og Auðar Övu, Dauði skógar eftir Jónas Reyni og fleiri bækur.

Við viltum einnig fyrir okkur hvort tímabært sé að fjalla um kórónaveirufaraldurinn í skáldsögum eða þarf að melta faraldurinn lengur? Hvaða bækur vekja áhuga hjá okkur? Eru stafrænar bókakynningar betri eða verri fyrir sölutölur á bókum? Við reynum að svara þessum spurningum í þættinum, en eitt er alveg víst – bókaútgáfan er frjó í ár.

Hægt er að nálgast alla þætti Lestrarklefans í streymisveitunni Spotify undir leitarorðinu Bókamerkið.

Gerð þáttanna er styrkt af Miðstöð íslenskra bókmennta.

Lestu þetta næst

Fangelsi hugans

Fangelsi hugans

Hvað ef þú værir geimvera? Og geimskipið þitt hefði skilið þig eftir á jörðinni, í venjulegri,...

Anniemenni

Anniemenni

Anniemenni (e. Annie bot) eftir Sierra Greer  Annie er vélmenni. Hún er með hleðslustöð í hælnum,...

Með iðrun úti

Með iðrun úti

Þrjár stúlkur á sautjánda ári pyntuðu skólasystur sína og kveiktu í henni í rólega breska...

Þú ert Blú!

Þú ert Blú!

Ég er mætt á söngleikinn Vitfús Blú og vélmennin. Ljósin kvikna og þrjár verur stíga á mitt sviðið. Þetta eru örlagaskvísurnar sem segja og syngja söguna með ákveðni og stæl. Sagan fjallar um nýjan heim, árið er 3033 og vélkvendið Algríma Alheimsforseti ætlar sér að taka yfir heiminn. En samkvæmt fornum spádómi eru örlög mannkynsins í höndum hins unga Vitfúsar Blú. Hann er eins konar messías sem þarf að bjarga öllum, þrátt fyrir að vera frekar klaufskur og einfaldur. Það er augljóst að verkið og sýningin er unnin með miklu hjarta alveg frá fyrstu drögum, mikil orka streymir frá leikhópnum og leikgleði einkennir verkið.

Ljóðræn hrollvekja

Ljóðræn hrollvekja

Þegar bækur sitja í huga manns lengi eftir lestur þá hefur maður dottið niður á góða bók, það er...