Sögurnar um Sombínu, eftir Barböru Cantini, hafa nú allar fjórar komið út í framúrskarandi skemmtilegri þýðingu Heiðu Þórbergsdóttur.

Rakin upp á liðamótunum

Sombína er uppvakningur en hún er líka barn. Ævintýri hennar eru því nokkuð jarðbundin, en þó svo langt frá því. Cantini finnur þema fyrir hverja bók sem börn geta samsvarað sig við. Til dæmis eignast Sombína vini í fyrstu bókinni. Í annari bókinniSombína og dularfulla hvarfið, þurfa hún og vinir hennar að komast til botns í því af hverju allir eru að hverfa á Hrunvöllum. Í þriðju bókinniSombína og sumarfríið við Myrkavatn, fer Sombína í heimsókn til Herfu frænku og hins snobbaða Hróðmars sem eiga villu við Myrkavatn og í fjórðu bókinniSombína og draugurinn, kynnist hún nýjum vini sem er draugur. Hver saga hefur því sitt þema og í þeim öllum fær Sombína að njóta þess að vera uppvakningur. Vissuð þið til dæmis að uppvakningar eru saumaðir saman á liðamótunum? Það gerir það einstaklega auðvelt að hoppa niður úr glugga – þú lætur bara einn líkamspart detta í einu og saumar þig saman að stökki loknu!

Leikglaðar myndir

Bækurnar eru vandaðar léttlestrarbækur fyrir lesendur sem eru orðnir nokkuð þjálfaðir í lestri en geta ekki enn glímt við heilar blaðsíður af texta. Það besta við bækurnar um Sombínu eru þó myndirnar. Hver einasta blaðsíða er þakin litum og smáatriðum, litlum upplýsingatextum og undarlegum furðuverum. Hver síða gefur til kynna að Cantini hafi notið þess að skapa litríka veröld Sombínu. Af þeim stafar hlýju og leikgleði þótt inn á milli leynist dularfullar myndir og myrkar (Sombína er nú einu sinni uppvakningur). Eina athugasemdin sem ég hef við myndirnar er að þær hefðu mátt fá burðarhlutverk í söguframvindunni. Myndirnar sýna það sem textinn hefur þegar sagt og styðja þannig við textann og auðvelda lesskilninginn. Ég hefði viljað sjá myndirnar bera söguna meira uppi, í samvinnu við textann.

Hlýr uppvakningur

Bækurnar eru þýddar úr ítölsku og þýðingin er eintaklega vel heppnuð og þá sérstaklega nöfn persónanna. Þannig er hundurinn Harmur sérlegur aðstoðarhundur Sombínu. Svo eru það Bölríkur frændi, Feiga frænka, Herfa, snobbaði frændinn Hróðmar sem býr á Blúndustöðum og svo mætti lengi telja. Bækurnar hittu í mark hjá ungum lesendum í kringum mig.

Bækurnar um Sombínu eru hlýjar, skemmtilegar og vandaðar léttlestrarbækur um vinalegan og útjónarsaman uppvakning. Myndirnar í bókinni eru grípandi og dásamlega litríkar.

Lestu þetta næst

Aðferðir til að lifa af

Aðferðir til að lifa af

Gáfaða dýrið er fimmta bók Sæunnar Kjartansdóttur en bókin kom út núna á vormánuðum 2024. Sæunn er...

Verur sem þjást

Verur sem þjást

Dani er venjuleg kona. Hún er komin níu mánuði á leið með dóttur sína Lotte, hún var að flytja...

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar Eden í Tjarnarbíó.  Í Tjarnarbíó hefur salnum verið breytt í náið rými....

Falskur léttleiki

Falskur léttleiki

Eyja er ung kona sem vinnur á fréttamiðli. Hún hefur verið í sambandi síðustu átta árin og býr...

Refarím og kanínukvæði

Refarím og kanínukvæði

Barnabækurnar Sokkarnir hans Rebba og Kanínan vill kúra eru nýlega komnar út í íslenskri þýðingu. Um er að ræða harðspjalda bækur með flipamyndum eftir breska höfundinn Julia Donaldson og hinn þýska myndhöfund Axel Scheffler.