Bókagram: Bækur á Instagram

Penni: Rebekka Sif Stefánsdóttir

Hér kemur hin margrómaða framhaldsfærsla við Áhugaverðar bækur og lesendur á Instagram. Ég hef fundið nokkra skemmtilega prófíla til viðbótar fyrir ykkur þannig endilega opnið Instagram eftir lesturinn og fylgið þessum fallegu bókagrömmum (er það ekki ágætis nýyrði)?

 

[hr gap=”30″]

 

@bokaalfurinn

Á þessum skemmtilega Instagram reikningi eru fantasíu bækur í aðalhlutverki. Sumir lesa aðallega innan ákveðinnar bókmenntastefnu og því eru svona prófílar frábærir til að fá meðmæli sem hitta beint í mark. Umsagnirnar eru bæði á íslensku og ensku og koma inn á persónulegu upplifun lesandans. Einnig má sjá stjörnugjöf fyrir þá sem vilja skrolla hratt í gegnum myndirnar! Einnig er gaman að sjá hér að margar bækurnar eru lesnar á lesbretti. Að mati stofnanda reikningsins eru allar bækur sem innihalda töfra, hulduheima, geiminn eða dystópíur og heimsenda skemmtilegastar. Markmiðið með prófílnum er að ná yfir sem fjölbreyttastar bækur af þessari tegund, bæði íslenskar og erlendar.

 

 

 

[hr gap=”30″]

 

 

@storiesofbooksandtea

Meðmæli með dagbókarívafi! Myndirnar á þessum instagram reikning eru virkilega fallegar fagurfræðilega séð og ekki skemma vel ígrundið meðmæli undir myndunum ásamt vangaveltum þess sem sér um prófílinn bæði um bækur og ritstörf. Tebolli er aldrei langt undan en það er yndislegt að gæða sér á einum svoleiðis við lestur. Sú sem sér um reikninginn heitir Unnur sem kemur úr sveit að norðan en flutti í bæinn til að læra bókmenntafræði. Í frístundum sínum skrifar hún sögur og deilir hún hluta af sköpunarferlinu undir sumum myndunum.

 

 

 

[hr gap=”30″]

 

 

@baekur_a_hlaupum

Bækur á hlaupum er tiltölulega nýr reikningur þar sem umsjónarmaður byrjaði að skrásetja lesturinn sinn í miðju kófi og hefur lesið sjötíu bækur síðan síðsta sumar. Hér má sjá í fljótu bragði margar bækur sem hægt er að bæta á leslistann, mikið af nýlegum íslenskum skáldsögum en einnig má sjá þýðingar og fleiri bókmenntategundir. Sú sem sér um reikninginn heitir Gunnhildur og er 39 ára Kópavogsbúi sem lifir og andar bókum. Íslenskar bókmenntir eru hennar áhugasvið og les hún oft upp höfunda og hefur sérstakan áhuga á vel hönnuðum bókakápum og vel skrifuðum barnabókum. Einnig finnst henni góð barnabók með innihaldi af viti vera margfalt betri vel myndlýst og á hún nokkra uppáhalds myndhöfunda.

 

 

 

[hr gap=”30″]

 

@villtulesa

Á þessu bókagrammi gætir mikillar fjölbreytni! Það má sjá myndir af barnabókum, sjálfshjálparbókum, skáldsögum, ljóðabókum og fræðslubókum. Lesandinn fjallar stuttlega um hverja bók og gefur henni svo stjörnur. Umsjónarmaðurinn er tvítugur drengur sem elskar að lesa bækur en þekkir því miður ekki marga sem lesa. Hann startaði reikningnum til að gefa fólki hugmyndir um hvað það getur lesið og til að vekja frekari athygli á áhugaverðum bókum.

 

 

 

 

[hr gap=”30″]

 

 

@bokog_te

Hér er annar reikningur þar sem te er í aðalhlutverki, þó á allt annan hátt! Hjá Bók og te er hægt að kaupa bókapakka með tei sem er algjör óvissuferð þar sem þú hefur ekki hugmynd um hvaða bók leynist í pakkanum! Hægt er að fá bókapakka fyrir bæði fullorðna og börn (Swiss miss fyrir þau yngri!). Með pakkanum gæti svo líka leynst súkkulaði og kremprufur. Sú sem sér um reikninginn er guðfræðingurinn Sylvía Magnúsdóttir sem hefur mikinn áhuga á bókum.

 

 

 

Lestu meira

Í ástarsorg í Víetnam

Í ástarsorg í Víetnam

Það má með sanni segja að heimurinn hafi minnkað töluvert í pestarástandinu sem ríkir í heiminum. Ferðalög á milli landa liggja niðri að mestu og sjálf hef ég ekki ferðast út fyrir Íslandsstrendur síðan 2019, eins og eflaust flestir landsmenn. Það því dýrmætt að geta...