Áhugaverðar bækur og lesendur á Instagram

Nú á dögum er Instagram orðinn einn stærsti samfélagsmiðilinn og með vaxandi vinsældum hans meðal íslensku þjóðarinnar má loksins finna fjölbreytta flóru af íslenskum Instagram reikningum sem snúast nánast einungis um bækur! Við sem erum algjörir lestrarhestar og bókaperrar með meiru njótum þess að skoða fallegar myndir af bókmenntaverkum og fá meðmæli beint í æð frá lesanda. Lestrarklefinn hefur því hér tekið saman nokkra Instagram reikninga sem vert er að fylgjast með til að fylla veituna okkar af dásamlegum myndum af bókum og upplifun annarra lesanda.

[hr gap=”30″]

 

@lestrarklefinn

Við getum ekki annað en byrjað á okkar eigin Instagram-reikningi þar sem við erum minna að einblína á umfjöllun bókamenntaverka heldur deilum bókamyndum úr lífi okkar. Hversdagslestur, ferðalestur, kósílestur í allskonar umhverfi. Hér er hægt að fá hugmyndir af næstu bók, safna efni á leslistann og njóta fallegra mynda af bókum.

 

 

 

 

 

[hr gap=”30″]

 

@janahjorvarreads

Kristjana Mjöll J. Hjörvar er virkur lesandi og bókaunnandi sem vinnur á bókasafni! Hún er mjög dugleg að setja inn myndir af bókunum sem hún les og oftast fylgir stutt gagnrýni um bókina með myndinni. Hún stefnir á að lesa heilar 70 bækur á árinu og þegar þetta er skrifað er hún þegar búin með 22 stykki. Myndirnar hennar eru notalegar og fjölbreyttar, oftar en ekki leynist kaffibolli eða köttur að hjúfra sig við bækurnar.

 

 

 

 

[hr gap=”30″]

 

@islenskur_bokmenntaarfur

Inni á Instagram reikningi Íslensks bókmenntaarfs má finna myndir og meðmæli með bæði nýjum og eldri íslenskum bókmenntaverkum. Í desember hvert ár má fylgjast með jóladagatali þar sem mælt er með nýrri bók á hverjum degi. Hér er gott og gaman að fara til að kynnast bæði nýlegum verkum og gömlum. Í lýsingu reikningsins segir: „Við deilum skemmtilegum íslenskum bókakápum og veltum fyrir okkur áherslum, hönnun, fagurfræði og útgáfusögu bókmenntaþjóðar.“

 

 

 

[hr gap=”30″]

 

@hrafnhildurlinda

Hrafnhildur Linda frönskukennari og bókaunnandi vinnur á skólasafni og heldur úti aktívum Instagram reikningi þar sem hún setur inn myndir af bókunum sem hún er að lesa. Oft fylgir með stutt orðsending um gæði og skemmtanagildi bókanna. Margar þeirra eru nýjar íslenskar bækur og því gott að fá meðmæli um nýútkomin verk. Einnig má sjá margar myndir af erlendum bókum þannig hér er góð blanda af fjölbreyttum myndum af bókum fyrir alla.

 

 

 

 

[hr gap=”30″]

 

@bokahillan

Instagram reikningnum Bókahillan heldur Anna Kristín Hannesdóttir úti sem þar heldur til haga öllum sínum lestri í myndrænu formi. Myndunum fylgir stuttur texti um upplifun hennar á bókunum og blaðsíðufjöldi þeirra sem getur verið mjög nytsamlegt. Hún les á íslensku og ensku í bland og því hægt að finna fjölbreyttar bækur með því að skrolla í gegnum þennan Instagram reikning. Það sem er einnig skemmtilegt er að hún les þónokkuð af íslenskum barnabókum sem er aldrei nógu mikið fjallað um!

 

 

 

[hr gap=”30″]

Nú eru til miklu fleiri Instagram reikningar sem vert er að nefna, eru einhverjir sem þið kæru lesendur viljið mæla með? Endilega sendið okkur stutta línu á lestrarklefinn@lestrarklefinn.is ef þið vitið af frábærum Instagram reikningi tileinkuðum bókum fyrir framhaldsfærslu!

Lestu þetta næst

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar Eden í Tjarnarbíó.  Í Tjarnarbíó hefur salnum verið breytt í náið rými....

Falskur léttleiki

Falskur léttleiki

Eyja er ung kona sem vinnur á fréttamiðli. Hún hefur verið í sambandi síðustu átta árin og býr...

Refarím og kanínukvæði

Refarím og kanínukvæði

Barnabækurnar Sokkarnir hans Rebba og Kanínan vill kúra eru nýlega komnar út í íslenskri þýðingu. Um er að ræða harðspjalda bækur með flipamyndum eftir breska höfundinn Julia Donaldson og hinn þýska myndhöfund Axel Scheffler.

Tifandi rauðar klukkur

Tifandi rauðar klukkur

Sagan Rauðar klukkur (e. Red Clocks) gerist í Norður-Ameríku, í óljósri náframtíð. Þungunarrof eru...