Lestrarklefinn á Storytel: Glæpir, mannabein og lífsháski

Rebekka Sif, Kristín Björg og Katrín Lilja spjalla um bækur.

Í öðrum þætti Lestr­ar­klef­ans á Stor­ytel hitt­ir Re­bekka Sif barna­bóka­höf­und­inn Bergrúnu Írisi Sæv­ars­dótt­ur á vinnu­stofu henn­ar í Íshúsinu Hafnar­f­irði. Þær spjalla meðal annars um bók­ina Kenn­ar­inn sem fuðraði upp sem kem­ur út sem hljóðbók í byrj­un des­em­ber. Annars er alltaf mikið að gera hjá hinni fjölhæfu Bergrúnu og segir hún okkur einnig frá verkefninu um Míu Magic. 

Katrín Lilja Jóns­dótt­ir og Krist­ín Björg Sig­ur­vins­dótt­ir mæta í settið til að ræða um barna­bæk­urn­ar Ævin­týri Freyju og Frikka eft­ir Fel­ix Bergs­son og glæpa­sög­una Andnauð eft­ir Jón Atla Jónas­son. Einnig mun Þuríður Blær Jó­hanns­dótt­ir leik­lesa fyr­ir okk­ur æsispenn­andi senu úr Ævin­týri Freyju og Frikka.

Þátta­stjórn er í hönd­um rit­höf­und­ar­ins Re­bekku Sifjar Stef­áns­dótt­ur sem er einnig aðstoðarrit­stjóri Lestrarklefans. Við viljum sérstaklega þakka Brá verslun fyrir fallegan fatnað sem bæði Rebekka og Katrín klæðast.  

Bergrún Íris og Rebekka Sif rýna í Kennarann sem fuðraði upp.

Lestu þetta næst

Jarðsyngdu mig

Jarðsyngdu mig

Ég fékk ljósbláa bók að gjöf. Framan á kápu stendur aðeins titill verksins með smáu, hvítu letri....

Fangelsi hugans

Fangelsi hugans

Hvað ef þú værir geimvera? Og geimskipið þitt hefði skilið þig eftir á jörðinni, í venjulegri,...

Anniemenni

Anniemenni

Anniemenni (e. Annie bot) eftir Sierra Greer  Annie er vélmenni. Hún er með hleðslustöð í hælnum,...

Með iðrun úti

Með iðrun úti

Þrjár stúlkur á sautjánda ári pyntuðu skólasystur sína og kveiktu í henni í rólega breska...

Þú ert Blú!

Þú ert Blú!

Ég er mætt á söngleikinn Vitfús Blú og vélmennin. Ljósin kvikna og þrjár verur stíga á mitt sviðið. Þetta eru örlagaskvísurnar sem segja og syngja söguna með ákveðni og stæl. Sagan fjallar um nýjan heim, árið er 3033 og vélkvendið Algríma Alheimsforseti ætlar sér að taka yfir heiminn. En samkvæmt fornum spádómi eru örlög mannkynsins í höndum hins unga Vitfúsar Blú. Hann er eins konar messías sem þarf að bjarga öllum, þrátt fyrir að vera frekar klaufskur og einfaldur. Það er augljóst að verkið og sýningin er unnin með miklu hjarta alveg frá fyrstu drögum, mikil orka streymir frá leikhópnum og leikgleði einkennir verkið.