Lestrarklefinn á Storytel: Glæpir, mannabein og lífsháski

28. nóvember 2022

Rebekka Sif, Kristín Björg og Katrín Lilja spjalla um bækur.

Í öðrum þætti Lestr­ar­klef­ans á Stor­ytel hitt­ir Re­bekka Sif barna­bóka­höf­und­inn Bergrúnu Írisi Sæv­ars­dótt­ur á vinnu­stofu henn­ar í Íshúsinu Hafnar­f­irði. Þær spjalla meðal annars um bók­ina Kenn­ar­inn sem fuðraði upp sem kem­ur út sem hljóðbók í byrj­un des­em­ber. Annars er alltaf mikið að gera hjá hinni fjölhæfu Bergrúnu og segir hún okkur einnig frá verkefninu um Míu Magic. 

Katrín Lilja Jóns­dótt­ir og Krist­ín Björg Sig­ur­vins­dótt­ir mæta í settið til að ræða um barna­bæk­urn­ar Ævin­týri Freyju og Frikka eft­ir Fel­ix Bergs­son og glæpa­sög­una Andnauð eft­ir Jón Atla Jónas­son. Einnig mun Þuríður Blær Jó­hanns­dótt­ir leik­lesa fyr­ir okk­ur æsispenn­andi senu úr Ævin­týri Freyju og Frikka.

Þátta­stjórn er í hönd­um rit­höf­und­ar­ins Re­bekku Sifjar Stef­áns­dótt­ur sem er einnig aðstoðarrit­stjóri Lestrarklefans. Við viljum sérstaklega þakka Brá verslun fyrir fallegan fatnað sem bæði Rebekka og Katrín klæðast.  

Bergrún Íris og Rebekka Sif rýna í Kennarann sem fuðraði upp.

Lestu þetta næst

Sannleikanum er hvíslað

Sannleikanum er hvíslað

Ljóðabókin Mara kemur í heimsókn er önnur útgefin ljóðabók höfundar, en sú fyrri, Máltaka á...

Hús táknar sálina

Hús táknar sálina

Félagsland er fyrsta ljóðabók Völu Hauks, handhafa Ljóðstafs Jóns úr Vör árið 2024. Félagsland...

Ég fæðist dáin

Ég fæðist dáin

Gólem eftir Steinar Braga „Við erum öll líkön. Sjálf okkar eru líkön hýst í taugum. Efni er líkan...