Lestrarklefinn á Storytel: Glæpir, mannabein og lífsháski

Rebekka Sif, Kristín Björg og Katrín Lilja spjalla um bækur.

Í öðrum þætti Lestr­ar­klef­ans á Stor­ytel hitt­ir Re­bekka Sif barna­bóka­höf­und­inn Bergrúnu Írisi Sæv­ars­dótt­ur á vinnu­stofu henn­ar í Íshúsinu Hafnar­f­irði. Þær spjalla meðal annars um bók­ina Kenn­ar­inn sem fuðraði upp sem kem­ur út sem hljóðbók í byrj­un des­em­ber. Annars er alltaf mikið að gera hjá hinni fjölhæfu Bergrúnu og segir hún okkur einnig frá verkefninu um Míu Magic. 

Katrín Lilja Jóns­dótt­ir og Krist­ín Björg Sig­ur­vins­dótt­ir mæta í settið til að ræða um barna­bæk­urn­ar Ævin­týri Freyju og Frikka eft­ir Fel­ix Bergs­son og glæpa­sög­una Andnauð eft­ir Jón Atla Jónas­son. Einnig mun Þuríður Blær Jó­hanns­dótt­ir leik­lesa fyr­ir okk­ur æsispenn­andi senu úr Ævin­týri Freyju og Frikka.

Þátta­stjórn er í hönd­um rit­höf­und­ar­ins Re­bekku Sifjar Stef­áns­dótt­ur sem er einnig aðstoðarrit­stjóri Lestrarklefans. Við viljum sérstaklega þakka Brá verslun fyrir fallegan fatnað sem bæði Rebekka og Katrín klæðast.  

Bergrún Íris og Rebekka Sif rýna í Kennarann sem fuðraði upp.

Lestu þetta næst

Í heimi Juliu Quinn

Í heimi Juliu Quinn

  Nú þegar þriðja serían af Bridgerton fer bráðum í loftið er kannski kominn tími til að ég...