Jólagjöf

Síðustu dagar fyrir jólin og þú átt ennþá eftir að kaupa jólagjöfina fyrir litlu frænku eða frænda. Eða unglinginn í ættinni! Er nokkuð erfiðara en það?

Við í Lestrarklefanum mælum auðvitað alltaf með að gefa bók og hér eru því nokkrar bækur sem ættu að vera öruggar í jólapakkann. 

Listinn hér að neðan er ekki tæmandi, enda eru ótal bækur í boði fyrir börn og við hvetjum lesendur okkar til að kíkja í næstu bókabúð og yfirheyra starfsmann um hverju hann mælir með! 

Fyrir þau yngstu

Leitin að Lúru eftir Margréti Tryggvadóttur og Önnu Cynthiu Leplar

Hér er á ferðinni falleg og einföld saga fyrir yngstu lesendurna, þar sem hundurinn Kaffon er á ferð og leitar kisunnar Lúru. Á leiðinni hittir hann fjölda dýra. 

Múmínstnáðinn úti í náttúrunni

Við fullorðna fólkið kunnum ágætlega við múmínálfana og viljum gjarnan kynna þá fyrir ungviðinu. Hér er bók með sterka og góða flipa, sem erfitt er að beygla og brjóta og fjallar um múmínsnáðann.

Júlían er hafmeyja eftir Jessicu Love

Hér er falleg saga um Júlían sem langar að verða hafmeyja. Myndirnar eru dásamlegar og boðskapurinn ekki síðri. 

Barnabækur fyrir 6-12 ára

Gling Gló eftir Rebekku Sif Stefánsdóttur

Gling Gló er spennandi saga fyrir stráka og stelpur þar sem tölvuleiki, símar, tímaflakk og dularfullar ráðgátur koma við sögu. 

Hundmann og kattmann eftir Dav Pilkey

Bækurnar um Hundmann eiga sérstaklega vel við unga manninn í lífi þínu sem hefur sérstaklega gaman af hamagangi og gríni. 

Kollhnís eftir Arndísi Þórarinsdóttur

Hér er gullfalleg saga um fimleikastrákinn Álf. Sagan er full af tilfinningum og íslenskum raunveruleika og á erindi til allra lesenda, barna og fullorðinna. 

Unglingabækur 

Bronsharpan eftir Kristínu Björgu Sigurvinsdóttur

bronsharpan kristín björg

Bronsharpan er önnur bókin í Dulastafaseríunni, en stendur vel sem stök ævintýrabók. Hér hefst nýtt ævintýri! Aðdáendur Dóttur hafsins ættu ekki að láta þessa framhjá sér fara.

Drengurinn með ljáinn eftir Ævar Þór Benediktsson

Drengurinn með ljáinn Ævar Þór Benediktsson

Hér er á ferðinni dramatísk og myrk saga með geggjuðum myndlýsingum. Tilfinningarík unglingabók um alvarleg málefni. 

Uppskrift að klikkun eftir Ditu Zipfel

Lúsí er 13 ára og dreymir um að flytja til Berlínar. Hún ræður sig í vinnu hjá skrítnum gömlum karli sem er að skrifa vægast sagt undarlega uppskriftabók. 

Eins og sagt var hér að ofan þá er þessi listi langt frá því að vera tæmandi. Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur bókmenntasmekk barnanna í kringum ykkur, áhugamálum þeirra og lestrargetu. Með þá þekkingu í höndunum er auðvelt að finna réttu bókina í næstu bókabúð. 

Lestu þetta næst

Aðferðir til að lifa af

Aðferðir til að lifa af

Gáfaða dýrið er fimmta bók Sæunnar Kjartansdóttur en bókin kom út núna á vormánuðum 2024. Sæunn er...

Verur sem þjást

Verur sem þjást

Dani er venjuleg kona. Hún er komin níu mánuði á leið með dóttur sína Lotte, hún var að flytja...

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar Eden í Tjarnarbíó.  Í Tjarnarbíó hefur salnum verið breytt í náið rými....

Falskur léttleiki

Falskur léttleiki

Eyja er ung kona sem vinnur á fréttamiðli. Hún hefur verið í sambandi síðustu átta árin og býr...

Refarím og kanínukvæði

Refarím og kanínukvæði

Barnabækurnar Sokkarnir hans Rebba og Kanínan vill kúra eru nýlega komnar út í íslenskri þýðingu. Um er að ræða harðspjalda bækur með flipamyndum eftir breska höfundinn Julia Donaldson og hinn þýska myndhöfund Axel Scheffler.