„Þraut sem þarf að leysa“

Hér má horfa á þáttinn í heild sinni á YouTube rás Storytel

Í nýj­asta þætti Lestr­ar­klef­ans á Stor­ytel ræða Re­bekka Sif, Katrín Lilja og Sjöfn Asare um bæk­urn­ar Und­ir yf­ir­borðinu eft­ir Freidu McFadd­en og Inn­gang­ur að efna­fræði eft­ir Bonnie Garm­us. Re­bekka Sif tek­ur viðtal við þýðand­ann og skáldið Sunnu Dís Más­dótt­ur og einnig má heyra upp­lest­ur leik­kon­unn­ar Kötlu Njáls­dótt­ur úr Und­ir yf­ir­borðinu.

Sál­fræðitryll­ir sem held­ur manni

Und­ir yf­ir­borðinu er spenn­andi bók sem hef­ur verið gíf­ur­lega vin­sæl á Stor­ytel. „Ég myndi mæla með henni, sér­stak­lega fyr­ir fólk sem er fyr­ir sál­fræðispennu­trylla. Hún er fín­asta afþrey­ing,“ seg­ir Sjöfn Asare, rit­höf­und­ur. Hún fell­ur þó í þá gryfju að nýta sér marg­ar þekkt­ar klisj­ur. „Bók­in tekst að halda manni en að sama skapi er hún upp­full af klisj­um, en það er kannski það sem maður leit­ar eft­ir þegar maður er að lesa svona bók,“ seg­ir Katrín Lilja, rit­stjóri Lestr­ar­klef­ans.

Marg­ir hatt­ar í litl­um heimi

Re­bekka Sif hitti Sunnu Dís Más­dótt­ur, skáld og þýðanda, í Grön­dals­húsi og ræddi við hana um bæði þýðingu henn­ar á skáld­sög­unni Inn­gangi að efna­fræði eft­ir Bonnie Garm­us og ljóðabók­ina henn­ar Plóm­ur sem kom út síðasta haust. Sunna Dís er vel þekkt í bók­mennta­heim­in­um og sinn­ir þar mörg­um hlut­verk­um. „Það er stund­um pínu snúið að skipta um hatta, því þetta er lít­ill heim­ur og pínu flókið stund­um að vera í mörg­um hlut­verk­um,“ seg­ir Sunna Dís en hún starfar meðal ann­ars sem rit­stjóri, yf­ir­les­ari, rit­list­ar­kenn­ari, gagn­rýn­andi og auðvitað rit­höf­und­ur líka.

Síðasta haust komu svo út tvær bæk­ur í henn­ar þýðingu en henni lík­ar vel við þýðand­a­starfið. „Þetta er gáta eða þraut sem þarf að leysa. Mér finnst þetta vinna vel með mín­um skrif­um.“ Aðspurð um hvaða mögu­leika henni finnst ljóðabæk­ur hafa sem hljóðbæk­ur seg­ir hún: „Mér finnst þær nefni­lega eiga alls kyns mögu­leika. Það verður rosa­lega mik­il nánd, sér­stak­lega þegar höf­und­ur les, maður er al­gjör­lega kom­inn inn í hljóðheim­inn.“

„Gleypti hana í mig á einni helgi“

Að lok­um ræddu gagn­rýn­end­ur um Inn­gang að efna­fræði sem fjall­ar um efna­fræðing­inn og sjón­varp­s­kokk­inn El­iza­beth Zott. „Mér finnst það auka dýpt bók­ar­inn­ar að við sjá­um hlut­ina frá mis­mun­andi sjón­ar­horn­um,“ seg­ir Sjöfn en frá­sagn­ar­form bók­ar­inn­ar er fjöl­breytt og skipt­ir höf­und­ur oft um sjón­ar­horn á milli per­sóna. Gagn­rýn­end­ur voru all­ir sam­mála um að þetta væri gríp­andi og vel skrifuð bók. „Mér fannst þessi bók al­veg æðis­leg,“ seg­ir Katrín Lilja. „Ég gleypti hana í mig á einni helgi. Ég átti erfitt með að hætta eft­ir að ég las fyrstu blaðsíðuna.“

Rebekka Sif, Katrín Lilja og Sjöfn ræða um hljóðbækur.

Að lokum mæla þær stöllur með hljóðbókum sem vert er að hlusta á. Þáttastjórn er í höndum rithöfundarins Rebekku Sifjar Stefánsdóttur aðstoðarritstjórans okkar. 

Við viljum sérstaklega þakka Brá verslun fyrir fallegan fatnað sem bæði Rebekka og Katrín klæðast.

Lestu þetta næst

In memoriam

In memoriam

Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur (úr...