Grískar goðsagnir og KFC

Hér má horfa á þáttinn í heild sinni á YouTube rás Storytel

Í ní­unda og síðasta þætti Lestr­ar­klef­ans á Stor­ytel fáum við að heyra upp­lest­ur Sig­ríðar Eyrún­ar Friðriks­dótt­ur úr spennu­sög­unni Blindu eft­ir Ragn­heiði Gests­dótt­ur ásamt því að sjá viðtal við Örvar Smára­son sem er höf­und­ur smá­sagna­safns­ins Svefn­grím­an. Í sett­inu ræða Re­bekka Sif, Katrín Lilja og Hug­rún um bæði Blindu og pistla­safnið Við erum bara að reyna að hafa gam­an eft­ir Hall­dór Armand.

Til­finn­inga­rótið við að missa sjón­ina

Blinda er þriðja spennu­saga Ragn­heiðar Gests­dótt­ur en hún fjall­ar um Sól­veigu, sex­tuga ekkju, sem er að missa sjón­ina en vill ná hefnd­um áður en það ger­ist. „Innri heim­ur og upp­lif­un konu sem er að missa sjón­ina finnst mér kom­ast vel til skila,“ seg­ir Katrín Lilja um per­sónu­sköp­un­ina. Bók­in ger­ist á Covid-tím­um og tal­ar mikið inn í sam­tím­ann til dæm­is með Met­oo-mál­um og þráðum sem les­end­ur kann­ast við úr ný­leg­um álita­mál­um. „Þetta var ekki beint glæpa­saga, at­b­urðarás­in var of hæg til að kalla þetta glæpa­sögu. Þetta fjall­ar meira um Sól­veigu og henn­ar til­finn­ingarót og upp­lif­un af því að missa sjón­ina og hafa harm að hefna. Það var ekki nógu vel unnið úr end­an­um,“ seg­ir Hug­rún um bók­ina. Katrín tek­ur und­ir það að end­ir­inn hafi verið svo­lítið snubbótt­ur. „Já, maður er skil­inn svo­lítið eft­ir í lausu lofti.“

Gald­ur­inn í hljóðbók­inni

Re­bekka Sif hitti Örvar Smára­son, tón­list­ar­mann og rit­höf­und, á Bóka­sam­lag­inu og spurði hann út í þetta áhuga­verða og tölu­vert súr­realíska smá­sagna­safn, Svefn­grím­una. „Það sem vakti fyr­ir mér var að gera eitt­hvað mjög venju­legt. Ég er að reyna að skrifa um hvers­dags­leik­ann í þess­ari bók en það dregst alltaf ein­hvern veg­inn í átt­ina að ein­hverju furðulegu. Mér finnst þetta næst því að vera mjög míni­malísk­ur vís­inda­skáld­skap­ur með kannski smá hroll­vekju elementi.“

Smá­sagna­safnið kem­ur mjög á óvart og sög­urn­ar eru mjög ólík­ar og fjöl­breytt­ar, en það er spurn­ing hvaðan þess­ar góðu hug­mynd­ir koma. „Ég fæ hug­mynd­ir eins og flest­ir fá hug­mynd­ir, við upp­vask, í sundi eða rétt áður en maður sofn­ar. En trixið er að ná að skrifa þær niður, það er aðal­atriðið.“ Svefn­grím­an kom út sem hljóðbók á svipuðum tíma og hún kom út í prenti, en hljóðbók­in vek­ur sér­staka at­hygli fyr­ir töfr­andi hljóðheim og metnaðarfull­an lest­ur margra leik­ara. „Ég hef mik­inn áhuga á bæði hljóðbóka­form­inu og út­varps­leik­húsi. Ég laðast að margradda hljóðbók­um og þegar er verið að vinna með hljóðheim­inn og tónlist.“ Örvar seg­ir svo að hann hafi fengið ein­mitt þá leik­ara sem hann hafði óskað sér og lásu þau sög­urn­ar með prýði. „Mér fannst koma allt ann­ar karakt­er í per­són­urn­ar, mér fannst það svo fal­legt og það er svo mik­ill gald­ur í því.“

Húm­orískt ess­eyjusafn

Næst var hljóðsess­eyjusafnið Við erum bara að reyna að hafa gam­an eft­ir Hall­dór Armand tekið fyr­ir.
„Hann er ofboðsleg­ur húm­oristi hann Hall­dór. Hann skrif­ar skemmti­lega pistla, hann skrif­ar líka þunga pistla og heim­speki­lega pistla sem fá mann til að hugsa,“ seg­ir Hug­rún sem var mjög hrif­in af hljóðbók­inni. „Marg­ir pistl­arn­ir náðu vel til mín,“ sam­sinn­ir Katrín. „Þetta eru mis­góðir pistl­ar, mis­gríp­andi, en fyr­ir vikið eru þeir fjöl­breytt­ir og höfða þá til fjöl­breytts fólks.“ All­ar eru þær sam­mála því að frá­sagn­ar­mát­inn er gríp­andi og skap­andi en Hall­dór á auðvelt með að tengja sam­an fyr­ir­bæri sem virðast í fyrstu gjör­ólík. „Það er gam­an hvernig hann tek­ur há­menn­ingu og lág­menn­ingu og bland­ar þeim sam­an en samt meik­ar þetta sens. Samt er maður sam­mála hon­um og sér hvernig hann gat leitt sam­an gríska goðsögn og KFC,“ seg­ir Katrín Lilja að lok­um.

Rebekka Sif, Katrín Lilja og Hugrún ræða um hljóðbækur.

Að lokum mæla þær stöllur með hljóðbókum sem vert er að hlusta á. Þáttastjórn er í höndum rithöfundarins Rebekku Sifjar Stefánsdóttur aðstoðarritstjórans okkar. 

Við viljum sérstaklega þakka Brá verslun fyrir fallegan fatnað sem bæði Rebekka og Katrín klæðast.

Lestu þetta næst

Aðferðir til að lifa af

Aðferðir til að lifa af

Gáfaða dýrið er fimmta bók Sæunnar Kjartansdóttur en bókin kom út núna á vormánuðum 2024. Sæunn er...

Verur sem þjást

Verur sem þjást

Dani er venjuleg kona. Hún er komin níu mánuði á leið með dóttur sína Lotte, hún var að flytja...

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar Eden í Tjarnarbíó.  Í Tjarnarbíó hefur salnum verið breytt í náið rými....

Falskur léttleiki

Falskur léttleiki

Eyja er ung kona sem vinnur á fréttamiðli. Hún hefur verið í sambandi síðustu átta árin og býr...

Refarím og kanínukvæði

Refarím og kanínukvæði

Barnabækurnar Sokkarnir hans Rebba og Kanínan vill kúra eru nýlega komnar út í íslenskri þýðingu. Um er að ræða harðspjalda bækur með flipamyndum eftir breska höfundinn Julia Donaldson og hinn þýska myndhöfund Axel Scheffler.