Not Too Late: Changing the Climate Story from Despair to Possibility í ritstjórn Rebecca Solnit og Thelma Young Lutunatabua er safn ritgerða um loftslagsbreytingar og stöðu mála. Bókin kom út fyrr á þessu ári og var markmið hennar að hvetja ungt fólk til aðgerða og draga úr vonleysi.

Fögnum líka sigrunum í loftslagsbaráttunni!

Eins og margir aðrir verð ég auðveldlega svartsýn yfir stöðunni í heiminum og vegna ógnarinnar sem stendur af loftslagsbreytingum. Oft líður man eins og enginn markmið muni nást og þetta sé töpuð barátta. En þá er einmitt málið að gefast ekki upp og lesa bók eins og þessa. Hún er stutt og er hver ritgerð, eftir sérfræðing á sviði loftslagsmála, knöpp og kraftmikil. 

Ritgerðarhöfundar eru fjölbreyttir þegar kemur að aldri, reynslu og uppruna en eiga það sameiginlegt að berjast fyrir bættri jörð. Meðal þeirra eru Julian Aguon, Jade Begay, adrienne maree brown, Edward Carr, Renato Redantor Constantino, og Joelle Gergis. Það eru margir góðir kaflar en ég myndi segja að einn besti kaflinn væri einfaldlega sá sem fer yfir sigrana í loftslagsbaráttunni og minnir man á allt það merka sem hefur áunnist.

Hlustum á raddir frumbyggja

Það er þó ekki þar með sagt að við eigum auðvelda baráttu framundan, margir kaflar í bókinni undirstrika stærð vandans. Lykilatriði er jafnframt að hafa fjölbreyttar raddir fólks við ákvarðanatöku á sviðum loftslagsmála. Mikil áhersla er lögð á að hlusta á raddir frumbyggja og íbúa lítilla eyja sem verða oft fyrir meiri áhrifum af loftslagsbreytingum en íbúar stærri landa sem hafa meira vald. Einnig er undirstrikað að baráttan þurfi einnig að vera feminísk.

 “What gives me hope is that human history is full of examples of people across the ages who have risen to face the great challenges of their time and have succeeded. Victory is not the arrival in some promised land; it is the series of imperfect victories along the way that edge us closer to building the critical mass that eventually shifts the status quo.”

Tilvitnunin í bókina hér að ofan kristallar lykilskilaboð bókarinnar: Það er ekki í boði að gefast upp, en jafnframt að við gerum ekkert ein. Ég mæli með að öll kynni sér þessa bók og missi ekki móðinn. Sjálf fann ég hvað ég þurfti mikið á þessari bók að halda til að halda áfram í vonina í þessari stærstu baráttu okkar tíma.

Lestu þetta næst

Aðferðir til að lifa af

Aðferðir til að lifa af

Gáfaða dýrið er fimmta bók Sæunnar Kjartansdóttur en bókin kom út núna á vormánuðum 2024. Sæunn er...

Verur sem þjást

Verur sem þjást

Dani er venjuleg kona. Hún er komin níu mánuði á leið með dóttur sína Lotte, hún var að flytja...

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar Eden í Tjarnarbíó.  Í Tjarnarbíó hefur salnum verið breytt í náið rými....

Falskur léttleiki

Falskur léttleiki

Eyja er ung kona sem vinnur á fréttamiðli. Hún hefur verið í sambandi síðustu átta árin og býr...

Refarím og kanínukvæði

Refarím og kanínukvæði

Barnabækurnar Sokkarnir hans Rebba og Kanínan vill kúra eru nýlega komnar út í íslenskri þýðingu. Um er að ræða harðspjalda bækur með flipamyndum eftir breska höfundinn Julia Donaldson og hinn þýska myndhöfund Axel Scheffler.