Sniðgöngum Iceland Noir

15. nóvember 2023

Iceland Noir

Lestrarklefinn leggur metnað sinn í að fjalla um bókmenntahátíðir hér á landi og bækur þeirra höfunda sem taka þátt í þeim. Við viljum þó gera undantekningu þar á og ætlum ekki að fjalla um Iceland Noir hátíðina í ár, efni hennar eða höfunda.
Ástæðan er sérstakur heiðursgestur hátíðarinnar, Hillary Rodham Clinton, sem talar gegn vopnahléi í Gaza og kallar þá sem mótmæla stríðsglæpum Ísraelshers gyðingahatara.

Hillary Clinton er stjórnmálamaður með völd áhrif og orð hennar hafa afleiðingar. Að bjóða hana velkomna á íslenska listahátíð er stuðningur við hennar málflutning. Í því felst afstaða gegn vopnahléi, gegn Palestínu og með ofbeldi. Sú ritskoðun sem Iceland Noir hátíðin hefur verið staðin að gagnvart gagnrýnisröddum sýnir það svart á hvítu að aðstandendur hátíðarinnar eru meðvitaðir um þessa staðreynd.

Iceland Noir hátíðin var einnig gagnrýnd í fyrra fyrir að bjóða forsetisráðherra Íslands, Katrínu Jakobsdóttur, sem gest á hátíðina þrátt fyrir meðferð ríkistjórnar hennar á hælisleitendum á Íslandi. Skáldið Sjón tók þá opinbera afstöðu gegn hátíðinni og sniðgekk hana.

Fólk sem hefur gagnrýnt Iceland Noir hátíðina í ár fyrir að bjóða Hillary Clinton eru meðal annarra Bergþóra Snæbjörsdóttir, rithöfundur og Salvör Gullbrá, sviðslistakona, sem birti meðal annars þessi skjáskot á Instagram reikningi sínum. Við tökum undir með þeim og hvetjum skáld, bókmenntafólk og alla aðra til að sniðganga hátíðina í ár og þann málflutning sem hún stendur fyrir. 

 

Hér eru skjáskot af instagram reikningi Bergþóru. Allar myndir eru birtar með leyfi höfunda.

Hér eru nokkrir hlekkir þar sem hægt er að kikja á afstoðu Clinton:
https://www.youtube.com/watch?v=7Vrm2frtqiw
https://english.alarabiya.net/News/middle-east/2023/10/30/Hillary-Clinton-says-Gaza-ceasefire-not-possible-would-be-gift-to-Hamas
https://www.nydailynews.com/2023/11/02/columbia-university-students-walk-out-hillary-clinton-israel-hamas-doxxing/
Einnig mælum við með að skoða samfélagsmiðlaaðganga Decolonize This Place, Félagsins Íslands Palestínu og Solaris. 

Þá fjallaði Heimildin um ritskoðun hátíðarinnar á ummælum og gagnrýni hér: https://heimildin.is/grein/19613/iceland-noir-hatid-ritskodar-ummaeli/ 

 

Hér eru svo skjáskot af ummælum frá notanda instagram, og viðbrögðin sem hún fékk um að ummæli sín væru ekki í lagi og þau fjarlægð:

Lestu þetta næst

Hamingjusöm sögulok?

Hamingjusöm sögulok?

Þessi umfjöllun inniheldur spilla.  Ég er nýflutt í íbúð með góðar svalir sem baðaðar eru...

Hinsegin hugarheimur

Hinsegin hugarheimur

Sjálfsævisögulegi söngleikurinn Góðan daginn faggi kom fyrst á svið árið 2021 og hlaut mikið og...

Að sleppa tökunum

Að sleppa tökunum

Spennusagan Bylur er önnur bók höfundarins Írisar Aspar Ingjaldsdóttur sem hefur áður gefið út...

Mega þorskar segja frá?

Mega þorskar segja frá?

Þorskasaga  eftir HAFstein Níelsson og Ólíver Þors(k)teinsson    Nú er loksins komið að því! Ég...

Ég vil bara að einhver muni

Ég vil bara að einhver muni

Ég vil bara að einhver muniGunnella eftir Kötlu Þórudóttur Njálsdóttur hjá Afturámóti Á sviðinu er...

Rústaðu mér

Rústaðu mér

Vinkona mín gerði mér á dögunum tilboð sem ég gat ekki hafnað. Hún var með tæplega 800 blaðsíðna...