Lesa allt nema ævisögur

Leshópurinn Köttur út í mýri var stofnaður 2016 og fyrsti fundurinn haldinn 20. febrúar. Þá voru meðlimirnir aðeins þrír. Sú sem stofnaði hópinn hafði áður verið í leshóp en sá hópur hafði hætt og þar að auki var hann staðsettur annars staðar á landinu.

Hópurinn hefur aldeilis vaxið síðan þá en nú telur hann Lilju Magnúsdóttur stofnanda (og penna Lestrarklefans), Kristínu Ölmu Sigmarsdóttur meðstofnanda, Herdísi Björnsdóttur
Elsa Björnsdóttur, Hjördísi Hlíðkvist Bjarnadóttur, Guðbjörgu Jenný Ríkarðssdóttur, Önnu Kristínu Magnúsdóttur, Heiðrúnu Hallgrímsdóttir, Selmu Rut Þorkelsdóttur, Sirrý Arnardóttur, Sólrúnu Guðjónsdóttur, Helgu Hafsteinsdóttur
Ríkey Konráðsdóttur og Önnu Júlíu Skúladóttur. Nokkrar eru brottfluttar en hafa af og til mætt og skellt sér með í ferðir. Þar eru helstar María Ósk Ólafsdóttir og Lína Hrönn Þorkelsdóttir.

 

Fara í menningarferðir og halda bókabíó

Köttur út í mýri er fjölbreyttur hópur sem kemur úr allskonar áttum. Að sögn Lilju eru þær aldrei sammála um bækurnar og hafa margoft sagt að skemmtilegast sé að fá í hendur bækur sem reynast svo frábærar en ekki endilega bækurnar sem þær hefðu valið sjálfar að lesa. Þær gera svo margt annað, fara í menningarferðir, nú síðast á Siglufjörð, fara í leikhús, halda bókabíó og allskonar. Þær halda jólafund í desember og eru með jóla-leynivinaleik þar sem þær gefa hvor annari jólabók í jólagjöf.

Hópurinn les allt nema ævisögur og sannar reynslusögur. Lilja segir að þrátt fyrir að þær séu aldrei nokkurn tímann sammála um bækurnar beri þær virðingu fyrir öllum skoðunum og taki engu persónulega.

Þær bækur sem hafa staðið upp úr frá stofnun eru t.d Fimm manneskjur sem þú hittir á himnum eftir Mitch Albom , Falsarinn eftir Björn Th. Björnsson, Karitas án titils eftir Kristínu Marju og Brestir eftir Frederik Backman.

Engar bækur hafa klofið hópinn þannig séð, að sögn Lilju. En nokkrar hafa vakið heitar umræður. Lolita eftir Nabokov var sú erfiðasta og ekki allar sem treystu sér til að klára bókina. Salka Valka vakti líka miklar umræður. Bók Terry Pratchet Litbrigði galdranna er sú bók sem þær voru flestar sammála um. Sú bók fékk arfaslakan dóm hjá þeim en þær telja reyndar að þýðingunni sé um að kenna. Bækur Pratchet eru þess eðlis að það er erfitt að skila húmornum í þýðingu og hann leikur sér mikið með tungumálið sem líka skilar sér illa, að sögn Lilju.

Ekki láta fundi detta niður!

Núna er hópurinn  að lesa bókina Enn er morgunn eftir Böðvar Guðmundsson, hvað verður svo er ekki gott að segja. Þær skiptast á að velja bók og sú bók sem verður valin á eftir bókinni hans Böðvars verður ekki gerð opinber fyrr á næsta fundi. Svo þær hafa ekki hugmynd um hvernig flóran verður í vetur hjá þeim.

Spurð um ráð fyrir aðra bókaklúbba segir Lilja það vera að hittast alltaf reglulega og helst að láta fundi ekki detta niður. Taka því ekki persónulega þó þú sért sú eina sem elskar bókina og öllum hinum finnist hún ömurleg. Taka umræðurnar skipulega, gefa þeirri sem á orðið frið til að koma sínu að. Eftir að allir hafa tjáð sig er svo hægt að fara í rökræður og þref (sem er oft skemmtilegast). Borða eitthvað gott á fundinum og láta ævisögurnar alveg eiga sig. Þær eru bara fyrir fólk 80+ segir Lilja kíminn.

Við þökkum Ketti út í mýri kærlega fyrir að segja okkur frá leshópi sínum og óskum þeim góðs lesturs í vetur!

Á myndunum eru: Lilja, Selma Rut, Kristín Alma, Herdís, Elsa, Anna Kristín, Sólrún, Lína Hrönn og Heiðrún.

 

Lestu þetta næst

Fangelsi hugans

Fangelsi hugans

Hvað ef þú værir geimvera? Og geimskipið þitt hefði skilið þig eftir á jörðinni, í venjulegri,...

Anniemenni

Anniemenni

Anniemenni (e. Annie bot) eftir Sierra Greer  Annie er vélmenni. Hún er með hleðslustöð í hælnum,...

Með iðrun úti

Með iðrun úti

Þrjár stúlkur á sautjánda ári pyntuðu skólasystur sína og kveiktu í henni í rólega breska...

Þú ert Blú!

Þú ert Blú!

Ég er mætt á söngleikinn Vitfús Blú og vélmennin. Ljósin kvikna og þrjár verur stíga á mitt sviðið. Þetta eru örlagaskvísurnar sem segja og syngja söguna með ákveðni og stæl. Sagan fjallar um nýjan heim, árið er 3033 og vélkvendið Algríma Alheimsforseti ætlar sér að taka yfir heiminn. En samkvæmt fornum spádómi eru örlög mannkynsins í höndum hins unga Vitfúsar Blú. Hann er eins konar messías sem þarf að bjarga öllum, þrátt fyrir að vera frekar klaufskur og einfaldur. Það er augljóst að verkið og sýningin er unnin með miklu hjarta alveg frá fyrstu drögum, mikil orka streymir frá leikhópnum og leikgleði einkennir verkið.

Ljóðræn hrollvekja

Ljóðræn hrollvekja

Þegar bækur sitja í huga manns lengi eftir lestur þá hefur maður dottið niður á góða bók, það er...