Öðruvísi unglingasaga

11. febrúar 2018

Eleanor & Park
Rainbow Rowell
Bókabeitan
Reykjavík, 2013

Þessi hugljúfa og átakanlega unglingaástarsaga greip mig ekki í fyrstu og tók mig talsverðan tíma að komast í gegnum fyrstu blaðsíðurnar. Ég kunni ekki að meta Park og ég skildi ekki hvaðan Eleanor kom. Þegar að leið á bókina fór ég að skilja Eleanor betur og sá af hverju hún er eins og hún er og lærði að meta þann karakter sem Park hefur að geyma.

Eleanor og Park er ekki þessi hefðbundna ástarsaga unginga og það gerir hana eftirminnilega. Aðstæður Eleanor heima fyrir hafa mótað hana og gert henni erfitt fyrir í hinum erfiða og kröfuharða heimi unglinga. Það sama gildir um Park en á annan hátt. Uppeldi hans hefur mikið um það að segja hvernig karakter hann er og hver gildi hans eru.

Við lestur þessarar bókar rifjast upp tillfinningar og hormónasveiflur unglingsárana, fyrsti kossinn, nýir vinir, fyrsta ástin, nýr skóli og öll tónlistin sem ég uppgötvaði á þeim tíma. Eleanor og Park hlusta á rosalega mikið af tónlist saman og það setur sinn svip á bókina sem og á samband þeirra.

Lestu þetta næst

Að þekkja tilfinningarnar

Að þekkja tilfinningarnar

Í fyrra kom út bókin Litaskrímslið hjá Drápu en hún er bráðskemmtileg bók um stúlku sem hjálpar...

Raddir sem heyrast of sjaldan

Raddir sem heyrast of sjaldan

Ég vildi að ég hefði fæðst strákur er fyrsta útgefna skáldsaga Önnu Elísabetar Ólafsdóttur, sem er...

Tilbrigði við sannleika

Tilbrigði við sannleika

Staðreyndirnar er þriðja skáldsaga Hauks Más Helgasonar, sem er menntaður heimspekingur og hefur...