Nú þegar skólarnir eru komnir á skrið og nýjir lesendur eru að uppgötva leyndardóma lesturs, stafa og læsis, þá er ekki úr vegi að velta fyrir sér lesefni fyrir yngstu lesendurna. Ég fékk í lið með mér skólabókasafnskennara til að klastra saman góðum lista yfir vinsælustu bækurnar fyrir börn í 1.-4. bekk. Listinn er á engann hátt settur saman með vísindalegum aðferðum, heldur byggir eingöngu á tilfinningu og reynslu þeirra sem setja hann saman.

Bókaflokkar henta vel fyrir yngstu börnin. Þau geta þá dottið inn í einhvern einn bókaflokk og lesið hann til enda, þá þarf ekki alltaf að finna nýtt áhugaefni með hverri bók. Því er ekki verra ef bókaflokkurinn er langur. Vinsælustu bókaflokkarnir fyrir yngstu lesendurna á aldrinum 6-7 ára eru:

                         

Þegar börnin eru komin yfir erfiðasta hjallann í lestrarnáminu geta þau stefnt á örlítið flóknari texta. Fyrir börn á aldrinum 8-9 ára henta bækur eins og:

                    

Hér hafa verið taldar upp ófáar bækur, en það er ekki þar með sagt að þetta séu einu bækurnar sem börn á aldrinum 6-9 ára geta lesið. Til dæmis er nýútkomin Handbók fyrir ofurhetjur og það er vel þess virði að kíkja á þær bækur. Það er til fjöldinn allur af bókum á næsta bókasafni sem bíða eftir því að vera lesnar. Þótt börn sæki oft í það nýjasta þá er til fullt af barnabókum af eldri gerðinni sem missa aldrei gildi sitt. Til dæmis bækur Astridar Lindgren, sem aldrei verða gamaldags, og Öddu bækurnar eftir Jennu og Hreiðar.

Við á Lestrarklefanum vonum að þessi listi verði einhver aðstoð fyrir foreldra, ömmur, afa, frændur og frænkur sem eiga erfitt með að velja bækur fyrir verðandi lestrarhesta.

Hits: 1379