Lesefni fyrir yngstu lesendurna – listi

Nú þegar skólarnir eru komnir á skrið og nýjir lesendur eru að uppgötva leyndardóma lesturs, stafa og læsis, þá er ekki úr vegi að velta fyrir sér lesefni fyrir yngstu lesendurna. Ég fékk í lið með mér skólabókasafnsfræðing til að klastra saman góðum lista yfir vinsælustu bækurnar fyrir börn í 1.-4. bekk. Listinn er á engann hátt settur saman með vísindalegum aðferðum, heldur byggir eingöngu á tilfinningu og reynslu þeirra sem setja hann saman.

Bókaflokkar henta vel fyrir yngstu börnin. Þau geta þá dottið inn í einhvern einn bókaflokk og lesið hann til enda, þá þarf ekki alltaf að finna nýtt áhugaefni með hverri bók. Því er ekki verra ef bókaflokkurinn er langur. Hér að neðan finnur þú nokkra bókaflokka sem henta vel fyrir 6-7 ára aldurinn.

Heyrð Jónsi er bókaflokkur ætlaður yngstu lesendunum. Einfaldur texti og söguþráður.

Binna B. Bjarna segir sögur sem auðvelt er að tengja við. Stórt letur og einfaldur orðaforði.

Skúli er uppátækjasamur óþekktarormur. Einfaldur texti og stórt letur.

Fróða sóða dettur alltaf eitthvað ógeðslegt í hug. Þrjár sögur í einni bók.

Óliver Máni er töfrastrákur. Fín upphitun fyrir Harry Potter bækurnar.

Meiri töfrar! Nanna norn er uppátækjasöm. Stórt letur en þyngri texti.

Hulda Vala elskar dýr og getur talað við þau. Stórt letur en þyngri texti.

Við könnumst flest við Kugg og uppátæki hans með Málfríði. Ríkulega myndskreytt, stuttar bækur með aðgengilegum texta.

Fyrra bindið

Hægt er að fá ævntýrin um Múminálfana í  auðlesnara formi og með fallegum myndskreytingum.

Skrímslabækurnar eru fallegar og auðlesnar. Lítill texti og ríkulega myndlýstar.

Ævintýrin um Benedikt Búálf hafa lengi verið vinsæl. Æsispennandi og skemmtileg lesning. 

Léttlestrarbækur Ævars Þórs hafa slegið í gegn hjá öllum börnum. Veldu þína eigin leið í gegnum bókina. Annað hvort endar þetta vel eða… illa.

Þegar börnin eru komin yfir erfiðasta hjallann í lestrarnáminu geta þau stefnt á örlítið flóknari texta. Eldri börn sækja í þyngri bækur með fóknari söguþræði. Hér að neðan eru bækur sem henta börnum á aldrinum 8-9 ára. 

Fyrra bindið

Til erum fjórar bækur í bókaflokknum Bekkurinn minn. Bækurnar eru skrifaðar út íslenskum raunveruleika. 

Serían um Randalín og Munda er um uppátækjasama krakka í hversdagslegum aðstæðum. 

Bækur úr Ljósaseríunni eru tilvaldar fyrir krakka sem hafa náð nokkuð góðu taki á lestrinum.

Serían um Seiðfólkið er dularfull og spennandi saga þar sem galdrar ráða ríkum. 

Fyrra bindið

Handbók fyrir Ofurhetjur er ein vinsælasta serían hjá krökkum. Spennandi saga þar sem einelti er sigrað.

Bernskubrek Ævars er frábær sería með góðu uppbroti i texta, fyndum myndum og atburðum. Og mjög spennandi.

Lalli og Maja eru útsjónarsamir spæjarar sem ná alltaf að leysa gátuna. Vel myndlýstar spennandi sögur og fjöldi bóka til.

Eftirlætis Fíasól okkar allra. Uppátækjasöm og innileg. Skemmtilegar hversdagssögur.

Bækurnar um hrafnsungana Viggó og Alrík eru myrkar og spennandi. Sería sem auðvelt er að týna sér í. 

Óvættaför er spennandi sería þar sem berjast þarf við nýtt skrímsli í hverri bók. 

Spennandi sería um álfastelpur sem klást við hina illu Nöðru. Fjöldi bóka, stórt letur. 

Hér hafa verið taldar upp ófáar bækur, en það er ekki þar með sagt að þetta séu einu bækurnar sem börn á aldrinum 6-9 ára geta lesið. Til dæmis er nýútkomin Handbók fyrir ofurhetjur og það er vel þess virði að kíkja á þær bækur. Það er til fjöldinn allur af bókum á næsta bókasafni sem bíða eftir því að vera lesnar. Þótt börn sæki oft í það nýjasta þá er til fullt af barnabókum af eldri gerðinni sem missa aldrei gildi sitt. Til dæmis bækur Astridar Lindgren, sem aldrei verða gamaldags, og Öddu bækurnar eftir Jennu og Hreiðar.

Við á Lestrarklefanum vonum að þessi listi verði einhver aðstoð fyrir foreldra, ömmur, afa, frændur og frænkur sem eiga erfitt með að velja bækur fyrir verðandi lestrarhesta.

Lestu þetta næst

Er þetta gaman?

Er þetta gaman?

Er þetta gaman?  Félagsskapur með sjálfum mér í Tjarnarbíó Á sviðinu er legubekkur, örfáar bækur,...

Sögur til næsta bæjar

Sögur til næsta bæjar

Sagnagerð er lúmsk kúnst sem þarf að rækta. Í janúar kom saman hópur af upprennandi höfundum í...