Monthly Archives: desember 2018

Jólabækurnar 2018

Við byrjum á að beina kastljósi Lestrarklefans að jólabókunum 2018. Fjölmargar bækur komu út fyrir jólin og við gerum ráð fyrir að lesendur okkar hafi fengið fjölda jólabóka í pakka undir trénu og nýti tímann milli jóla og nýárs, og jafnvel eitthvað inn í janúar, til að lesa allar jólabækurnar. Ótrúlega margar gersemar leyndust í…

Gleðileg jól!

Þá líður að lokum ársins, jólin eftir nokkra klukkutíma og flestir líklega byrjaðir að elda jólamatinn, í það minnsta undirbúa. Sjálf sit ég enn í sófa, föst í bók, þó búin að skúra út úr húsi en jólamaturinn enn algjörlega óundirbúinn i ísskápnum, börnin enn óböðuð og eftirréttinum frestað til morguns. En það er allt…

Lesum meira: Einfaldar lausnir til að auka lestur!

Foreldrar! Þessi færsla er sérstaklega tileinkuð ykkur! Þá sér í lagi ef þið hafið áhyggjur af orðaforða ungmennanna og of mikilli snjallsíma- og tölvunotkun. Hver hefur ekki lent í því að koma að ungmenninu á heimilinu niðursokkið í enn einn leikinn; blár skjábjarminn lýsir upp andlitið og melatónínframleiðslan lækkar beinlínis með hverri sekúndunni, fingurinn á…

Heklugjá – gjáin sem rétt grillti í

Fyrsta merki um að Heklugjá – leiðarvísir að eldinum eftir Ófeig Sigurðsson væri ekki rétta bókin fyrir mig var þegar ég vaknaði einn morguninn og bókin var gegnvot. Sá eins árs gamli og síþyrsti hafði sturtað stútkönnunni sinni yfir náttborðið með þeim afleiðingum að blaðsíðurnar voru allar orðnar undnar og ljótar. Það tók bókina tvo sólarhringa að…

Bangsi litli í skóginum

Ég rak augun í barnabók í stóru broti í bókabúðinni um daginn. Á kápunni er mynd af draugalegu rauðu húsi í bakgrunni og litlum sætum birni í forgrunni. Björninn er klæddur í doppóttan dúk og heldur á lampa örlítiði áhyggjufullur á svip. Þessi bók kallaði á mig og þar sem ég stóð í bókabúðinni fletti…

Lang-elstur í leynifélaginu

Bergrún Íris Sævarsdóttir sló í gegn með fyrri bókinni um Eyju og Rögnvald, Lang-elstur í bekknum, þegar hún kom út í fyrra. Eyja var þá að byrja í fyrsta bekk og var svolítið kvíðin fyrir því öllu saman. Hún þekkti ekki krakkana sem voru í bekknum, en það lagaðist fljótlega því Rögnvaldur, hinn 96 ára gamli…

Óbragð í munni og óhugnaður í sálinni

Óhugnaðurinn sem býr í texta Gerðar Kristnýjar í nýjasta ljóðabálki hennar, Sálumessu, nístir lesanda inn að beini; inn í sálina. Hann fær óbragð í munninn þegar ljóðmælandi dregur upp sögu konu, illa leikna af sínu eigin skyldmenni. Voðaverkin sem Gerður skrifar um eru vísun í mál sem kom upp fyrir um það bil sextán árum…

Í skugga drottins

Það er kominn miður desember og þeir sem á annað borð hafa áhuga á bókum tala ekki um neitt annað en jólabækurnar, nýju bækurnar. Allir vilja fá að vita hvaða bók sé skemmtileg, hvaða bók eigi þann heiður skilinn að sitja með manni á náttfötunum í jólafríinu, í slagtogi við annað jólagott eins og mandarínur,…

Jólasveinarannsóknin – Hver setur í skóinn?

Enn einu sinni er langt liðið á desember og Stekkjastaur kíkir við í kvöld, og hver hrekkjóttur bróðirinn á eftir öðrum næstu kvöld. Komu þessara bræðra er beðið með eftirvæntingu hér, líkt og á öðrum heimilum geri ég ráð fyrir, og skórnir eru komnir út í glugga þótt annað jólaskraut hangi enn í kössum. Baldur,…

Hvar eru barnabókaklúbbarnir?

Bækur eru tilavalin jólagjöf í alla pakka að mínu mati. Í minningunni eru bestu jólin þau þar sem ég fékk bara bækur í jólagjöf. Allir pakkarnir voru harðir og ferkantaðir. Ég eyddi öllum jólunum í náttfötum og las hverja bókina á eftir annarri. Það var alltaf gaman þegar jólin komu og maður fékk nýjar, brakandi…

Lestrarklefinn[hjá]lestrarklefinn.is