Brillíant framsetning! Svona á að gera þetta!

Hér má sjá skemmtilegan teiknmyndastíl bókarinnar á forsíðunni sem minnir margt, að mínu mati, á stíl Lóuboratoríum. Getur einhver í Guðanna bænum sett sig í samband við hana, Sigrúnu Eldjárn og Rán Flygenring og fengið þær til að yfirfara skólabækur!?

Teiknimyndasagnfræðiritið Áfram konur, í þýðingu Silju Aðalsteins, kom út nú ekki fyrir svo löngu síðan og hefur beðið í bókabunkanum mínum eftir því að það kæmi að henni. Og viti konur! Nú loksins komst ég í það að lesa þessa líka stórskemmtilegu bók.

Kvenréttindi í allri sinni stórkostlegu dýrð

Í bókinni er farið yfir kvenréttindabaráttuna um heim allan og sögð afar merkileg saga þeirra kvenna sem ljáðu baráttunni rödd sína, hvöttu konur áfram og börðust á móti illvígu feðraveldi. Sem mikill femínisti var þessi bók mér afar kærkomin og komst ég að því að það var fullt í sögu kvenréttindabaráttunnar sem ég hafði ekki hugmynd um. Fannst mér þar saga svartra kvenna í Bandaríkjunum sérlega áhugaverð þar sem meðal annars var farið yfir þá miklu sókn sem svartar konur tóku gegn þrælahaldi, börðust fyrir afnámi þess og réttindum svartra, kvenna sem og karla.

Bókin er auðlesin og skemmtileg; hún er í teiknimyndaformi þannig að blaðsíðurnar fljúga áfram og þekkingin sýgst inn í vitundina. Ég held hreinlega að allar kennslubækur ættu að vera setta svona saman! Hver hefði ekki fengið miklu meira út úr því að lesa um Þorskastríðið eða Kalda stríðið ef sagan hefði verið sett fram í teiknimyndastíl! Þetta má því kalla mikið framfarastykki sem ég tel að ætti að vera kennt í öllum framhalds og gagnfræðiskólum landsins enda saga sem skipti miklu máli og má aldrei gleymast. Sérdeilis ekki nú á tímum þar sem skoðanir feðraveldisins poppa hvarvetna upp eins og gorkúlur. Alla malla sko! Efni í annan pistil.

Ég verð að segja að ég naut mín í botn við lesturinn og tel að Menntamálastofnun ætti að taka svona framsetningu til fyrirmyndar! Heyr, heyr og sjúdderrallerí! Áfram konur! – segi ég og skrifa og til hamingju með Kvennafrídaginn !

Lestu þetta næst

Mjóifjörður kallar

Mjóifjörður kallar

„Ég get nú ekki sagt að ég hafi kunnað vel við mig á frumkvöðlanámskeiðinu en mér þótti gaman að...

Heillandi jóladraumar

Heillandi jóladraumar

Íslenski dansflokkurinn býður upp á Jóladrauma þessa aðventu. Um er að ræða danssýningu fyrir börn...

Næturbrölt

Næturbrölt

Í fyrra lásum ég og drengurinn minn bókina Tannburstunardagurinn mikli og vorum hæstánægð. Næsta...

Að ánetjast eldri konum

Að ánetjast eldri konum

Ég hef verið áðdáandi Evu Rúnar núna í þónokkur ár. Ljóðabækurnar hennar og örsagnasöfn hafa verið...