Kjarval: Málarinn sem fór sínar eigin leiðir er þriðja fræðibók fyrir börn og unglinga úr smiðju Margrétar Tryggvadóttur. Áður hefur Margrét gefið út Íslandsbók barnanna og Skoðum myndlist. Bókin um Kjarval kom út í haust og er ekki síður ætluð eldri lesendum sem vilja vita meira um Jóhannes S. Kjarval og íslenska myndlist, en börnum og unglingum.
Hvaðan spratt hugmyndin að bókinni?
Hvaða erindi getur Kjarval átt til ungmenna í dag?
Hvað viltu að lesendur taki með sér úr bókinni?

Var eitthvað sem kom þér á óvart við vinnslu bókarinnar? Hvað fannst þér skemmtilegast að skrifa?
Hvers vegna velurðu að skrifa fræðibók fyrir börn og unglinga?
Hér er textabrot úr upphafi bókarinnar.
MAÐURINN Í HRAUNINU
Í hrauninu miðju stendur maður við trönur og málar eins og hann eigi lífið að leysa. Þarna er hann búinn að standa síðan snemma í morgun þótt kalt sé úti og stöku snjókorn flögri um og lendi á trönunum hans. Það er langt liðið á haustið, sumir myndu jafnvel segja að það væri vetur. Þarna hefur hann fest niður striga og málar nú allt sem fyrir augu ber og meira til. Hann málar ekki bara fjallið í fjarskanum heldur líka klettinn, hólana og hæðirnar fram undan, himininn, hraunið við fætur sér, snævi þakinn mosann og smásteina sem liggja um allan móann. Og í hrauninu á striganum leynast, ef vel er að gáð, alls konar skrítnar verur sem standa vörð um landið og gætu reynst harðar í horn að taka.
Til að skýla sér fyrir kuldanum er maðurinn með ræfilslegan hatt á höfðinu og í slitnum og götóttum frakka með loðkraga. Um sig miðjan hefur hann bundið snærisspotta svo að frakkinn fjúki ekki til og frá. Tölurnar slitnuðu nefnilega af og eru löngu týndar. Í mosanum í kringum hann liggja kassar með penslum og litum, dós með þynni og fleira dót sem hann notar þegar hann málar.
Maðurinn heitir Jóhannes Sveinsson Kjarval og nú finnur hann allt í einu að hann er orðinn svangur. Þorvaldur bílstjóri skutlaði honum hingað í Gálgahraun eldsnemma í morgun, áður en birti, og eina ferðina enn steingleymdi hann að taka með sér nesti. En Þorvaldur þekkir hann vel og hafði fært honum heitt kaffi á brúsa til að ylja sér á. Það bjargaði honum alveg. Annað hafði hann ekki fengið í dag en sem betur fer leynist poki með sveskjum í frakkavasanum og þær seðja sárasta hungrið.
Enn er svolítið eftir af deginum og Jóhannes keppist við að mála áður en myrkrið skellur á. Hann hafði beðið Þorvald að sækja sig í rökkrinu. Áfram skal haldið. Hann má engan tíma missa.
Hits: 281