Í dag fögnum við ljóðinu!

Þennan fallega laugardag er alþjóðlegur dagur ljóðsins og því ber að fagna!

Í tilefni dagsins hafa margir deilt ljóðum, þar á meðal Arndís Þórarinsdóttir sem gefur út sína fyrstu ljóðabók í næstu viku, en flestir bókaunnendur þekkja bækur hennar um Gutta og Ólínu og nærbuxnaævintýri þeirra. Ljóðið heitir „Tindarnir á bakinu á mér rísa“ og fjallar um undarlega uppgötvun ljóðmælanda.

 

https://www.facebook.com/arndisthorarinsdottir/photos/a.2237983306478180/2654829344793572/?type=3&__xts__%5B0%5D=68.ARDv5emPvckXBGfZEViDQKjVDuDrdO6i71Q2oyWYM2tyGor_KLNlh-M_dhx7uJdEBk0EuB1ZXEmr-a0Z-81nOlTRsa322_mfhZimDH0WcTXWmhFVkSJ3-hQggnKc-81x306mC7ngds6fI9K_zOFdsXl7RboNfXLoTi3F0WVNgkHzlSnkkaEt1DcvbS-WaJHis3ZvfITuOfRmj6EBOF2-76JI2bEidDp3VwWnVPRrXSsYD2ADPQ_gCIGWCErSGcBJ7BVugXmqiatUcNg3FVPVBx8QH9uZHM5Nb8NDvKUWvHtRRVvsoT8KVetPUBuywCTmfbSf_I7GmieJ_KBVO8C-CM_kNJK5&__tn__=-R

 

Í dag mun Bókmenntaborgin Reykjavík deila ljóðstiklum þar sem Svikaskáld lesa upp ljóð að eigin vali. Stiklurnar munu koma inn á Facebook síðu Bókmenntaborgarinnar í dag en hér fyrir neðan má sjá stutta auglýsingu um gjörninginn.

 

https://www.facebook.com/BokmenntaborginReykjavik/videos/vb.201991723196411/204296750906099/?type=2&theater

 

Margmálaljóðakvöld mun eiga sér stað rafrænt þar sem fólk deilir myndböndum af sér lesa upp ljóð á hvaða tungumáli sem er. Hér má horfa á eitt slíkt myndband frá Bókabæjunum austanfjalls. Katrín Lilja tók einnig viðtal við Hörpu Rún um kvöldið, það má lesa hér. Þar segir hún meðal annars: „Fyllum Facebook af ljóðum!“. Smellið endilega á linkinn til að taka þátt.

 

Nú á dögunum opnaði Lestrarklefinn fyrir innsendingar höfunda í Rithornið. Fyrsta birtingin var einmitt glænýtt ljóð eftir hana Jónu Kristjönu Hólmgeirsdóttur. Það ber það skemmtilega heiti Skrítilegt. Ef þú ert með efni í skúffunni eða texta sem þú vilt viðra máttu endilega senda okkur póst á lestarklefinn@lestarklefinn.is.

Að lokum viljum við minna ykkur á allar færslurnar um allar dásamlegu ljóðabækurnar sem hafa birst á síðunni, þær má finna hér. Eigið yndislegan ljóðadag.

 

Lestu þetta næst

Aðferðir til að lifa af

Aðferðir til að lifa af

Gáfaða dýrið er fimmta bók Sæunnar Kjartansdóttur en bókin kom út núna á vormánuðum 2024. Sæunn er...

Verur sem þjást

Verur sem þjást

Dani er venjuleg kona. Hún er komin níu mánuði á leið með dóttur sína Lotte, hún var að flytja...

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar Eden í Tjarnarbíó.  Í Tjarnarbíó hefur salnum verið breytt í náið rými....

Falskur léttleiki

Falskur léttleiki

Eyja er ung kona sem vinnur á fréttamiðli. Hún hefur verið í sambandi síðustu átta árin og býr...

Refarím og kanínukvæði

Refarím og kanínukvæði

Barnabækurnar Sokkarnir hans Rebba og Kanínan vill kúra eru nýlega komnar út í íslenskri þýðingu. Um er að ræða harðspjalda bækur með flipamyndum eftir breska höfundinn Julia Donaldson og hinn þýska myndhöfund Axel Scheffler.