Rithornið: Ferðin

Ferðin

Tvö börn

lögðu af stað í ferð

glöð og eftirvæntingarfull

leið okkar lá um grösuga dali og gróðursnauð fjöll

í góðviðri, stormi og glórulausri þoku

við sátum veislur

og sultum

dönsuðum, dottuðum og duttum í lukkupott

áttum lífíð í hvort öðru

með hvort öðru

og það var stundum gott

áttum börn og buru

1, 2, 3 og það varst þú

við fórum svo

langt að heiman

fundum enga brauðmola til að rekja slóðina til baka

skyndilega var ég ein í aftaksbyl á heiðinni

í mörg ár á leiðinni

förunautur minn orðinn annars ferðafélagi

ég gekk hringi í kring um það sem var

ókunn slóð

hringur miðflóttans

 

[hr gap=”30″]

 

Að fara

 

Á haustin fórum við suður

við pökkuðum öllu

kvöddum í vinnunni

kvöddum pabba og mömmu

þau stóðu á hlaðinu

í haustlitum

og veifuðu

við sáum þau alveg þangað til við komum yfir háheiðina

tveir litlir punktar

í firðinum

en samt svo skýrir

við sögðum ekkert

fyrr en mörgum heiðum og fjörðum síðar

 

[hr gap=”30″]

 

Ragnheiður Lárusdóttir hefur starfað sem íslenskukennari í menntaskóla í rúm 20 ár og er íslensku- og bókmenntafræðingur. Auk þess er hún lærð söngkona og með meistaragráðu í listkennslufræði. Ragnheiður býr í vesturbæ Reykjavíkur og á þrjú börn.

Lestu þetta næst

Aðferðir til að lifa af

Aðferðir til að lifa af

Gáfaða dýrið er fimmta bók Sæunnar Kjartansdóttur en bókin kom út núna á vormánuðum 2024. Sæunn er...

Verur sem þjást

Verur sem þjást

Dani er venjuleg kona. Hún er komin níu mánuði á leið með dóttur sína Lotte, hún var að flytja...

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar Eden í Tjarnarbíó.  Í Tjarnarbíó hefur salnum verið breytt í náið rými....

Falskur léttleiki

Falskur léttleiki

Eyja er ung kona sem vinnur á fréttamiðli. Hún hefur verið í sambandi síðustu átta árin og býr...

Refarím og kanínukvæði

Refarím og kanínukvæði

Barnabækurnar Sokkarnir hans Rebba og Kanínan vill kúra eru nýlega komnar út í íslenskri þýðingu. Um er að ræða harðspjalda bækur með flipamyndum eftir breska höfundinn Julia Donaldson og hinn þýska myndhöfund Axel Scheffler.