Rithornið: Brúnn Volvo

 

BRÚNN VOLVO

Eftir Stefaníu dóttur Páls

 

við geystumst áfram á gömlum Laplander
sætin voru hrjúf eins og gæran af kind
eða eldhúsbekkurinn hennar ömmu

þú sperrtir dúk yfir stálgrind
hver þarf stálboddí og bílbelti
þegar við höfum hvort annað?

við geystumst soft-top

ég togaði í lausan spotta á peysunni
meðan ég hugsaði um hendurnar
sem prjónuðu hana á mig

ég strauk steini
og lagði spilin mín á borðið

 

[hr gap=”30″]

 

Stefanía vill helst ekki gera neitt annað en að skrifa bækur, fíflast og búa til tónlist. En vegna þess að stundum þarf hún að borga reikningana sína (sem er því miður í hverjum mánuði, svona hér um bil) þá er hún líka í tveimur fullorðinsvinnum meðfram því að stunda nám í tónsmíðum við Listaháskólann. Fyrsta ljóðabók hennar, sem er samt meira svona eins og mynd-(h)l(eik/jóð)verk, kemur út hjá Blekfjelaginu 22. október næstkomandi.

Lestu þetta næst

Að rækta garðinn sinn

Að rækta garðinn sinn

Nýverið kom út íslensk þýðing Kristínar Jónsdóttur á skáldsögunni Vatn á blómin eftir franska...

Barnið er svangt

Barnið er svangt

Sól_Ey, Lokaverk af sviðshöfundabraut við LHÍ eftir Egil Andrason. Stofa L220 er lítil og...

Höfugur ilmur

Höfugur ilmur

Meðan leikhúsgestir streyma inn í Kassann í Þjóðleikhúsinu stendur Unnur Ösp bakvið örþunnt og...