Sýnishornið: Kallmerkin

Ljóðið er úr nýjustu ljóðabók Sigrúnar, Loftskeyti (2020).

Kallmerkin

Eftir Sigrúnu Björnsdóttur

 

alla ævi hef ég horft til þín

hálfan eða heilan

beðið eftir að þú kastaðir til mín

logandi himinbolta

einu uppljómuðu orði

á meðan dundu þau á mér

kallmerkin veik og sterk

í beljandi staðreyndahríð

og ég breytti slætti í mynd

flutti til alla stafi

reyndi að létta þér

af hjarta mínu

 

[hr gap=”30″]

 

Sigrún Björnsdóttir (f. 1956) hefur gefið út þrjár ljóðabækur, Næturfæðingu (2002), Blóðeyjar (2007) og Höfuðbendingu (2014) og ljóð eftir hana hafa birst í ljóðasöfnum, í tímaritun, á ljod.is og ljóðavef Jónasar Hallgrímssonar.
Nýjasta ljóðabók hennar er Loftskeyti (2020) og er þetta ljóð úr henni.

Lestu þetta næst

Aðferðir til að lifa af

Aðferðir til að lifa af

Gáfaða dýrið er fimmta bók Sæunnar Kjartansdóttur en bókin kom út núna á vormánuðum 2024. Sæunn er...

Verur sem þjást

Verur sem þjást

Dani er venjuleg kona. Hún er komin níu mánuði á leið með dóttur sína Lotte, hún var að flytja...

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar Eden í Tjarnarbíó.  Í Tjarnarbíó hefur salnum verið breytt í náið rými....

Falskur léttleiki

Falskur léttleiki

Eyja er ung kona sem vinnur á fréttamiðli. Hún hefur verið í sambandi síðustu átta árin og býr...

Refarím og kanínukvæði

Refarím og kanínukvæði

Barnabækurnar Sokkarnir hans Rebba og Kanínan vill kúra eru nýlega komnar út í íslenskri þýðingu. Um er að ræða harðspjalda bækur með flipamyndum eftir breska höfundinn Julia Donaldson og hinn þýska myndhöfund Axel Scheffler.