Sýnishornið: Kallmerkin

Ljóðið er úr nýjustu ljóðabók Sigrúnar, Loftskeyti (2020).

Kallmerkin

Eftir Sigrúnu Björnsdóttur

 

alla ævi hef ég horft til þín

hálfan eða heilan

beðið eftir að þú kastaðir til mín

logandi himinbolta

einu uppljómuðu orði

á meðan dundu þau á mér

kallmerkin veik og sterk

í beljandi staðreyndahríð

og ég breytti slætti í mynd

flutti til alla stafi

reyndi að létta þér

af hjarta mínu

 

[hr gap=”30″]

 

Sigrún Björnsdóttir (f. 1956) hefur gefið út þrjár ljóðabækur, Næturfæðingu (2002), Blóðeyjar (2007) og Höfuðbendingu (2014) og ljóð eftir hana hafa birst í ljóðasöfnum, í tímaritun, á ljod.is og ljóðavef Jónasar Hallgrímssonar.
Nýjasta ljóðabók hennar er Loftskeyti (2020) og er þetta ljóð úr henni.

Lestu þetta næst

Ótrúlegt aðdráttarafl

Ótrúlegt aðdráttarafl

Sú hefð hefur skapast á mínu heimili að enda daginn alltaf á að lesa. Kvöldlestur er hluti af...

Ameríka er líka blekking

Ameríka er líka blekking

Fólk var hneppt í þrældóm frá mismunandi svæðum í Afríku nýlendutímans. Það var flutt í gegnum...

Júlían er fullkominn

Júlían er fullkominn

Aumingja Efia er bara átta ára og stjúpmamma hennar pínir hana til að lesa með sér barnabækur til...

Gratíana fullorðnast

Gratíana fullorðnast

Benný Sif Ísleifsdóttir stimplaði sig rækilega inn á rithöfundasenuna á Íslandi við útgáfu fyrstu...

Héragerði yfir páskana

Héragerði yfir páskana

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir er líklega best þekkt fyrir bráðfyndnar og beint-í-mark myndasögur. Til...