Stuttar bækur fyrir stuttan mánuð

Penni: Sæunn Gísladóttir

Fyrsti mánuður 2021 er liðinn og við erum mörg hver komin í rútínu nýja ársins. Þegar vinnan, fjölskyldulífið og félagslífið er farið á fullt á ný eiga margir erfitt með að finna sér tíma til lesturs. Við hvetjum hins vegar þá sem settu sér lestrarmarkmið í upphafi árs að missa ekki móðinn og halda áfram að lesa daglega. Þar sem febrúar er stysti mánuður ársins, einungis 28 stuttir dagar í ár, ætlum við að beina kastljósinu að stuttum bókum: smásagnasöfnum og nóvellum.

Þessar bækur geta verið hraðlesnar en skilja oft mikið eftir sig. Má nefna sem dæmi um það nóvellurnar Tíkin eftir Pilar Quintana og Allavega eftir Ernu Agnesi Sigurgeirsdóttur.

Við hvetjum því lesendur okkar til að kynna sér stutt skáldverk og smásagnasöfn í febrúarmánuði. Fylgist með okkur, lesið með okkur og notið svo endilega myllumerkið #stuttbók til að vekja athygli á bókunum og skáldunum sem þið kynnist.