Stuttar bækur fyrir stuttan mánuð

Fyrsti mánuður 2021 er liðinn og við erum mörg hver komin í rútínu nýja ársins. Þegar vinnan, fjölskyldulífið og félagslífið er farið á fullt á ný eiga margir erfitt með að finna sér tíma til lesturs. Við hvetjum hins vegar þá sem settu sér lestrarmarkmið í upphafi árs að missa ekki móðinn og halda áfram að lesa daglega. Þar sem febrúar er stysti mánuður ársins, einungis 28 stuttir dagar í ár, ætlum við að beina kastljósinu að stuttum bókum: smásagnasöfnum og nóvellum.

Þessar bækur geta verið hraðlesnar en skilja oft mikið eftir sig. Má nefna sem dæmi um það nóvellurnar Tíkin eftir Pilar Quintana og Allavega eftir Ernu Agnesi Sigurgeirsdóttur.

Við hvetjum því lesendur okkar til að kynna sér stutt skáldverk og smásagnasöfn í febrúarmánuði. Fylgist með okkur, lesið með okkur og notið svo endilega myllumerkið #stuttbók til að vekja athygli á bókunum og skáldunum sem þið kynnist.

Lestu þetta næst

Aðferðir til að lifa af

Aðferðir til að lifa af

Gáfaða dýrið er fimmta bók Sæunnar Kjartansdóttur en bókin kom út núna á vormánuðum 2024. Sæunn er...

Verur sem þjást

Verur sem þjást

Dani er venjuleg kona. Hún er komin níu mánuði á leið með dóttur sína Lotte, hún var að flytja...

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar Eden í Tjarnarbíó.  Í Tjarnarbíó hefur salnum verið breytt í náið rými....

Falskur léttleiki

Falskur léttleiki

Eyja er ung kona sem vinnur á fréttamiðli. Hún hefur verið í sambandi síðustu átta árin og býr...

Refarím og kanínukvæði

Refarím og kanínukvæði

Barnabækurnar Sokkarnir hans Rebba og Kanínan vill kúra eru nýlega komnar út í íslenskri þýðingu. Um er að ræða harðspjalda bækur með flipamyndum eftir breska höfundinn Julia Donaldson og hinn þýska myndhöfund Axel Scheffler.