Bókmenntahátíð í Reykjavík hefur verið haldin hátíðlega annað hvert ár í Reykjavík síðan árið 1985. Í ljósi heimsfaraldursins varð þó röskun á síðustu hátíð en hún fer nú fram dagana 8. – 11. september. Þessi hátíð er fundarstaður lesenda og höfunda og lifandi vettvangur umræðna um bókmenntir, skáldskap, þjóðfélagsleg málefni og ýmislegt fleira því bókmenntirnar snerta á mörgu og umfjöllunarefnin eru óteljandi.

Í samstarfi við Bókmenntahátíð í Reykjavík mun Lestrarklefinn fagna því að nú fari hátíðin loksins fram með því að beina kastljósinu að þeim höfundum sem taka þátt að þessu sinni. Höfundarnir eru íslenskir og erlendir og má þar nefna Alexander Dan, Sverri Norland, Bergþóru Snæbjörnsdóttur, hina frönsku Leilu Slimani sem er af marokkóskum ættum, hina finnsku Sofi Oksanen og hinn sýrlenska Khaled Khalifa.

Ókeypis er inn á viðburði og þeir eru öllum opnir, því hvetjum við bókaunnendur til að fara og njóta viðburðanna, en hér má kynna sér dagskrá hátíðarinnar.

Lestu þetta næst

Júlían er fullkominn

Júlían er fullkominn

Aumingja Efia er bara átta ára og stjúpmamma hennar pínir hana til að lesa með sér barnabækur til...

Gratíana fullorðnast

Gratíana fullorðnast

Benný Sif Ísleifsdóttir stimplaði sig rækilega inn á rithöfundasenuna á Íslandi við útgáfu fyrstu...

Héragerði yfir páskana

Héragerði yfir páskana

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir er líklega best þekkt fyrir bráðfyndnar og beint-í-mark myndasögur. Til...

Systkinin í Rumpuskógi

Systkinin í Rumpuskógi

Systkinin Teddi og Nanna eru ákaflega samheldin refasystkin og búa saman í Stóru borg, þar sem öll...

Edinborg í aðalhlutverki

Edinborg í aðalhlutverki

Nú er farið að líða að aðventunni og því tilvalið að taka því rólega, búa sér til heitt súkkulaði...