Bókmenntahátíð í Reykjavík hefur verið haldin hátíðlega annað hvert ár í Reykjavík síðan árið 1985. Í ljósi heimsfaraldursins varð þó röskun á síðustu hátíð en hún fer nú fram dagana 8. – 11. september. Þessi hátíð er fundarstaður lesenda og höfunda og lifandi vettvangur umræðna um bókmenntir, skáldskap, þjóðfélagsleg málefni og ýmislegt fleira því bókmenntirnar snerta á mörgu og umfjöllunarefnin eru óteljandi.

Í samstarfi við Bókmenntahátíð í Reykjavík mun Lestrarklefinn fagna því að nú fari hátíðin loksins fram með því að beina kastljósinu að þeim höfundum sem taka þátt að þessu sinni. Höfundarnir eru íslenskir og erlendir og má þar nefna Alexander Dan, Sverri Norland, Bergþóru Snæbjörnsdóttur, hina frönsku Leilu Slimani sem er af marokkóskum ættum, hina finnsku Sofi Oksanen og hinn sýrlenska Khaled Khalifa.

Ókeypis er inn á viðburði og þeir eru öllum opnir, því hvetjum við bókaunnendur til að fara og njóta viðburðanna, en hér má kynna sér dagskrá hátíðarinnar.

Lestu þetta næst

Aðferðir til að lifa af

Aðferðir til að lifa af

Gáfaða dýrið er fimmta bók Sæunnar Kjartansdóttur en bókin kom út núna á vormánuðum 2024. Sæunn er...

Verur sem þjást

Verur sem þjást

Dani er venjuleg kona. Hún er komin níu mánuði á leið með dóttur sína Lotte, hún var að flytja...

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar Eden í Tjarnarbíó.  Í Tjarnarbíó hefur salnum verið breytt í náið rými....

Falskur léttleiki

Falskur léttleiki

Eyja er ung kona sem vinnur á fréttamiðli. Hún hefur verið í sambandi síðustu átta árin og býr...

Refarím og kanínukvæði

Refarím og kanínukvæði

Barnabækurnar Sokkarnir hans Rebba og Kanínan vill kúra eru nýlega komnar út í íslenskri þýðingu. Um er að ræða harðspjalda bækur með flipamyndum eftir breska höfundinn Julia Donaldson og hinn þýska myndhöfund Axel Scheffler.