Við höfum vaknað af dvala sumarlestursins og tökum fagnandi á móti haustinu (þó það sé oftar en ekki bara nokkrir dagar her á landi).
Sumarið er liðið og með því hinsegin dagar sem fóru fram með breyttu sniði í ágúst ár. Við í Lestrarklefanum munum hins vegar varpa ljósi á hinsegin bókmenntir næsta mánuðinn.
Við munum deila með ykkur umfjöllunum um klassísk hinsegin bókmenntaverk til að mynda Orlandó eftir Virginiu Woolf, og nýlegri verk með hinsegin aðalpersónum, þeirra á meðal The Seven Husbands of Evelyn Hugo eftir Taylor Jenkins Reid.
Í samstarfi við Samtökin ’78 fögnum við fjölbreytileikanum í bókmenntum með lista af verkum sem enginn má láta framhjá sér fara. Njótið föllnu laufanna og PSL* drykkjanna, lesið með okkur og notið myllumerkið #hinsegidhaust
*PSL er, fyrir þá örfáu sem ekki vita, skammstöfun á Pumpkin Spice Latte!

Lestu þetta næst

Aðferðir til að lifa af

Aðferðir til að lifa af

Gáfaða dýrið er fimmta bók Sæunnar Kjartansdóttur en bókin kom út núna á vormánuðum 2024. Sæunn er...

Verur sem þjást

Verur sem þjást

Dani er venjuleg kona. Hún er komin níu mánuði á leið með dóttur sína Lotte, hún var að flytja...

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar Eden í Tjarnarbíó.  Í Tjarnarbíó hefur salnum verið breytt í náið rými....

Falskur léttleiki

Falskur léttleiki

Eyja er ung kona sem vinnur á fréttamiðli. Hún hefur verið í sambandi síðustu átta árin og býr...

Refarím og kanínukvæði

Refarím og kanínukvæði

Barnabækurnar Sokkarnir hans Rebba og Kanínan vill kúra eru nýlega komnar út í íslenskri þýðingu. Um er að ræða harðspjalda bækur með flipamyndum eftir breska höfundinn Julia Donaldson og hinn þýska myndhöfund Axel Scheffler.