Við höfum vaknað af dvala sumarlestursins og tökum fagnandi á móti haustinu (þó það sé oftar en ekki bara nokkrir dagar her á landi).
Sumarið er liðið og með því hinsegin dagar sem fóru fram með breyttu sniði í ágúst ár. Við í Lestrarklefanum munum hins vegar varpa ljósi á hinsegin bókmenntir næsta mánuðinn.
Við munum deila með ykkur umfjöllunum um klassísk hinsegin bókmenntaverk til að mynda Orlandó eftir Virginiu Woolf, og nýlegri verk með hinsegin aðalpersónum, þeirra á meðal The Seven Husbands of Evelyn Hugo eftir Taylor Jenkins Reid.
Í samstarfi við Samtökin ’78 fögnum við fjölbreytileikanum í bókmenntum með lista af verkum sem enginn má láta framhjá sér fara. Njótið föllnu laufanna og PSL* drykkjanna, lesið með okkur og notið myllumerkið #hinsegidhaust
*PSL er, fyrir þá örfáu sem ekki vita, skammstöfun á Pumpkin Spice Latte!

Lestu þetta næst

Smáar sögur, stór orð

Smáar sögur, stór orð

Smásagan: skáldverk sem hægt er að lesa í einum rykk, við einn kaffibolla, í einni strætóferð, á...

Nútíma Agatha Christie

Nútíma Agatha Christie

Gestalistinn eftir breska spennusagnahöfundinn Lucy Foley kom út í íslenskri þýðingu í apríl 2022....