Febrúar hefur í nokkur ár verið tileinkaður ástinni hjá okkur í Lestrarklefanum. Einhvern tíman fannst okkur viðeigandi að tileinka ástarsögurnar vorinu, en þá er þegar allt að vakna til lífsins og kannski ekki endilega þörf á uppliftingu. Febrúar er dimmur og kaldur og hver lægðin á eftir annnari herjar á okkur, svo því ekki að beina huganum inn á við og hugsa um ástina? Það léttir lundina að leiða hugann að einhverju öðru en myrknættinu sem bíður fyrir utan útidyrnar.

Þess vegna munum við í þessum mánuði beina kastljósi okkar að ástarsögum og skvísubókmenntum. En hafa skal í huga, eins og fólkið á bak við bókmenntaverðlaunin Sparibollinn heftur bent á, að ástin leynist á ýmsum stöðum. Verum vakandi fyrir ástinni allt í kringum okkur. Kannski mun það gera febrúar enn styttri?

Taggaðu þína uppáhalds ástarsögu á instagram. Okkur þykir gaman að heyra frá lesendum okkar.

#ástíbók #lestrarklefinn

Lestu þetta næst

Martraðakennd en stórskemmtileg sorgarvegferð

Martraðakennd en stórskemmtileg sorgarvegferð

Sorg og sorgarúrvinnsla, að sættast við dauðann, að sættast við það að vera ófullkomin manneskja með ófullkomin tengsl við aðra. Þetta eru aðalumfjöllunarefni Birnis Jóns Sigurðssonar í nýjasta leikverki hans Sýslumaður dauðans sem er nú í sýningu í Borgarleikhúsinu. 

Góðmæðraskólinn

Góðmæðraskólinn

Varst þú að eignast barn? Ertu bugað heima með ungviðið og langar bara í smá pásu frá serjósi,...

Glöggt er gests augað

Glöggt er gests augað

Fyrir nokkrum árum komst ég að því að finnsk kona að nafni Satu Rämö, sem búsett væri á Ísafirði,...

Jarðsyngdu mig

Jarðsyngdu mig

Ég fékk ljósbláa bók að gjöf. Framan á kápu stendur aðeins titill verksins með smáu, hvítu letri....