Febrúar hefur í nokkur ár verið tileinkaður ástinni hjá okkur í Lestrarklefanum. Einhvern tíman fannst okkur viðeigandi að tileinka ástarsögurnar vorinu, en þá er þegar allt að vakna til lífsins og kannski ekki endilega þörf á uppliftingu. Febrúar er dimmur og kaldur og hver lægðin á eftir annnari herjar á okkur, svo því ekki að beina huganum inn á við og hugsa um ástina? Það léttir lundina að leiða hugann að einhverju öðru en myrknættinu sem bíður fyrir utan útidyrnar.

Þess vegna munum við í þessum mánuði beina kastljósi okkar að ástarsögum og skvísubókmenntum. En hafa skal í huga, eins og fólkið á bak við bókmenntaverðlaunin Sparibollinn heftur bent á, að ástin leynist á ýmsum stöðum. Verum vakandi fyrir ástinni allt í kringum okkur. Kannski mun það gera febrúar enn styttri?

Taggaðu þína uppáhalds ástarsögu á instagram. Okkur þykir gaman að heyra frá lesendum okkar.

#ástíbók #lestrarklefinn

Lestu þetta næst

Smáar sögur, stór orð

Smáar sögur, stór orð

Smásagan: skáldverk sem hægt er að lesa í einum rykk, við einn kaffibolla, í einni strætóferð, á...

Nútíma Agatha Christie

Nútíma Agatha Christie

Gestalistinn eftir breska spennusagnahöfundinn Lucy Foley kom út í íslenskri þýðingu í apríl 2022....