Geðraskanir eru hluti af nútíma menningu – hetjur eru gæddar þeim næstum jafn oft og karakterar á 19. öld berklum. Á menningarsviðinu hefur þetta efni verið allt frá djöflavæðingu yfir í rómantísering og fyrst núna er smám saman verið að hreinsa það af staðalmyndum.

Misskilningur, stimplun, ótti valda frekar skorti á upplýsingum. Það er miklu auðveldara að finna félagskvilla sem ekki er til, geðhvarfasýki, þunglyndi eða eitthvað annað, ef þú hefur staðlaða hugmynd um efnið.

Tölfræðilega séð eru geðraskanir ekki sjaldgæfari en líkamlegir kvillar eins og sykursýki, krabbamein eða sjálfsofnæmissjúkdómar. Hins vegar er einstaklingur sem þjáist af geðröskunum í allt annarri stöðu gagnvart samfélaginu, eigin fjölskyldu og oft sjálfum sér. Það er erfitt að tala um sjúkdóma almennt en það er allt önnur saga að tala um geðræn vandamál sín. Sumir líta á fólk hvers kyns geðgreiningu sem „brjálaða“ og ákveða að héðan í frá sé sá sem sagði þeim frá slíkri greiningu opinberlega ófullnægjandi og jafnvel hættulegur. Aðrir eru undantekningarlaust vissir um að ef þú liggur ekki í spennitreyju á spítalanum eða ert ekki froðufellandi, þá er allt í lagi með þig og allir þessir sjúkdómar eru bara „taugar“, „þú þarft athygli“ og svo framvegis.

Fyrir fjölskyldumeðlimi opnast önnur hyldýpi skynjunarstiga. Einhver byrjar að kenna sjálfum sér um allt og getur því ekki haft nægjanlega samskipti. Aðrir hafa áhyggjur af því hvort það sé smitandi. En hluti þeirra mun alltaf hjálpa þér og styðja þig (þess vegna er svo mikilvægt að deila sögu sinni, þrátt fyrir að það verði alltaf til þeir sem skilja þig ekki). Og auðvitað er sérstakt vandamál hvernig á að lifa með greiningu; skömm, sektarkennd, sjálfshatur og miklu fleira verða stöðugir félagar manneskju, þó að veikindi hennar í einhverjum hugsanlegum heimi séu ekki henni að kenna.

Það eru til ævisöguleg rit um geðraskanir – slíkar sögur eru nauðsynlegar bæði sem jákvætt dæmi um lífið með greiningu og sem uppspretta upplýsinga. Og það er til skáldskapur, sem meðal annars getur skapast af einstaklingi sem þekkir greininguna aðeins í orði. En slíkar bækur þarf líka. Til að hefja samtal um eitthvað stærra. Eins og Flot, fyrsta skáldsaga Rebekku Sifjar Stefánsdóttur, gerir.

Illa gerður hlutur

Fjóla er aðalkarakter og hún hefur aldrei verið hún sjálf. Hún reyndi að passa inn, hlýða leikreglunum. Að vera fullkomin dóttir ófullkominna foreldra á ástlausu heimili. Fullkomin kærasta fyrir ófullkominn kærasta í sálarlausu sambandi. Fullkominn skólanemi. Fullkominn háskólanemi. Fullkominn starfsmaður. Hefur aldrei kvartað, aldrei sýnt nein merki um vanþroska, aldrei verið óþægileg fyrir aðra jafnvel í óþægilegustu aðstæðum, jafnvel þótt lífinu væri ógnað, jafnvel þó að mörk væru yfirstigin. Hún fylgdi mottói: Þegiðu bara, stelpa, sykurhúðaðu raunveruleikann, fegraðu hann. Því þú ert illa gerður hlutur, leir fyrir aðra til að móta, nýta og njóta.

Rebekka lýsti á meistaralegan hátt afleiðingum þess að alast upp í eitruðu umhverfi. Þar eru fjarverandi ættingjar sem kjósa frekar rólega nærveru þína, sem virðist vera sama um hvern skapaðan hlut en haga sér eins og fórnarlömb og  valda þér sektarkennd fyrir sínum eigin tilfinningum. Þau virða ekki mörk þín og hafa alltaf rétt fyrir sér. Með miklu innsæi og kærulausum heiðarleika leiðir höfundurinn okkur í gegnum æviskeið Fjólu sem gerði hana að þeirri manneskju sem hún er – tóm skel sem getur sett á sig mismunandi grímur til að hlýða félagssáttmálanum. Ekkert andlit. Fjóla fölnaði.

Fjóla er fljótandi

En þessum vitahring þurfti að linna. Eftir að kærastinn hættir með Fjólu versnar geðheilsa hennar og hún ákveður að finna sjálfa sig aftur. Til þess að ná þessu markmiði þarf hún að losa sig við fortíðina sína og forðast allar kveikjur. Hún heimsækir sálfræðinginn sem ráðleggur hugarró sem Fjóla vill ná með flotmeðferð. Rebekka sýnir lesandanum af fagmennsku og vandvirkni hvernig fólk jafnar sig eftir þunglyndi og eitruð sambönd. Flot minnti mig að þessu leyti á Kviku eftir Þóru Hjörleifsdóttur. En þar sem Kvika er hnitmiðuð, ögrandi og heiðarleg að það veldur sársauka er Flot, þrátt fyrir að fást við viðkvæmt efni, ljóðræn og óþægileg, stingandi, grípandi og skörp.

Flotið veitir Fjólu skýrleika og eftirsótta huggarró og eftir að hún er orðin starfsmaður á flotstofu er hún hægt og rólega að jafna sig. Hún hunsar ekki vandamálin. Neitar ekki því augljósa, hættir að leita að afsökun fyrir hegðun ástvina sinna og býst ekki við iðrun frá þeim. Hún byrjar að hugsa um sjálfa sig, um framtíðina. Í eitruðu sambandi hefur maður tilhneigingu til að hugsa um hinn. En nú ætti þetta að vera öðruvísi. Fjóla fyllir upp í tómarúm síns eigin sjálfs með því að byrja að fara vel með sig.  Losar sig við sektarkennd og skömm, enda var það mikilvægt til að bæta lífið og „sættast“ við sitt eigið sjálf. Greinir upplifunina af eitruðum samböndum. Fyrirgefur sjálfri sér mistökin sem hún gerði einu sinni og þann veikleika sem hún sýndi með því að eyða svo miklum tíma í að byggja upp óheilbrigð sambönd. Vorkennir ekki sjálfri sér. Hættir að finna til samúðar með þeim sem skildu hana eftir. Stendur fyrir sínu. Fjólu finnst eins og hún geti fundið fyrir einum bita af hamingju og verið sú sem hún vildi vera: hún sjálf.

Fjóla flýtur

Rebekka hefur skrifað skáldsögu sem erfitt er að skilja við – samofin frásögn með hliðarsnúningum til fortíðar og nútíðar sem skapar mjög ánægjulega lestrarupplifun. Efnið minnti mig sársaukafullt á The Bell Jar eftir Sylviu Plath. Í einföldum og skýrum stíl, talar Plath, rétt eins og Rebekka, um fyrsta geðrof, um hvernig hún komst fyrst á ríkisspítala og síðan inn á einkageðdeild. Um það hvernig hún lifnaði smám saman við, hvernig það varð auðveldara fyrir hana. Í lífi Plaths var engin manneskja sem hefði getað hjálpað henni að takast á við sjúkdóminn, sem myndi koma í veg fyrir að hún fremdi sjálfsvíg og gæfi henni tækifæri til að finna skilyrðislaust gildi sitt. Og samt er bókin hennar hvetjandi saga um mann sem fellur og rís, sönn saga um hvernig á að skilja þegar vandræði hafa komið að þér og hvernig á að takast á við þau. Fjóla eins og Sylvia sinnir hverjum lesanda vegna þess að hún hefur verið allir; afskipt barn, vandræðalegur unglingur sem reynir að sigla um heiminn án áttavita, ung manneskja sem reynir að byggja upp heilbrigt samband án þess að hafa reynslu af neinu, særður fullorðinn sem vinnur að málefnum allra þeirra sem nefnd eru hér að ofan. En ólíkt Holywood „cheesy“ og ekki svo „cheesy“ kvikmyndum eða Eat, Pray, Love bókum áskilur höfundur sér ekki klisjulegan endi fyrir Fjólu. Hann leyfir henni að klára sögu sína á sínum eigin forsendum sem eru langt frá því að vera hamingjusöm til æviloka. Sagan er hjartnæm og fallega skrifuð, tungumálið er líflegt og skarpt og sem manneskja ekki með íslensku að móðurmáli, og þýðandi sem aldrei les án blýants í hendi hef ég undirstrikað og skrifað niður svo mörg brot úr sögunni sem ég mun geyma og vonast til að gefa dóttur minni einhvern daginn.

Ég fagna nákvæmni, einlægni og viðkvæmni höfundar og bíð spennt eftir næstu skáldsögu.

 

Lestu þetta næst

Glöggt er gests augað

Glöggt er gests augað

Fyrir nokkrum árum komst ég að því að finnsk kona að nafni Satu Rämö, sem búsett væri á Ísafirði,...

Jarðsyngdu mig

Jarðsyngdu mig

Ég fékk ljósbláa bók að gjöf. Framan á kápu stendur aðeins titill verksins með smáu, hvítu letri....

Fangelsi hugans

Fangelsi hugans

Hvað ef þú værir geimvera? Og geimskipið þitt hefði skilið þig eftir á jörðinni, í venjulegri,...

Anniemenni

Anniemenni

Anniemenni (e. Annie bot) eftir Sierra Greer  Annie er vélmenni. Hún er með hleðslustöð í hælnum,...

Með iðrun úti

Með iðrun úti

Þrjár stúlkur á sautjánda ári pyntuðu skólasystur sína og kveiktu í henni í rólega breska...